Arkitektúr og túrismi – þriðji hluti Dagur Eggertsson skrifar 29. september 2016 07:00 Í fyrri greinum um efnið var farið í gegn um mikilvægi þess að hlúa vel að ferðamannastöðum með faglegum vinnubrögðum og hvernig það skilaði sér í auknum tekjum og bættri ímynd landsins.Aðdráttarafl staða Með aukinni hnattvæðingu er farið að bera á því að samfélög taki sig saman um að þróa sérkenni staða í þeim tilgangi að þeir veki athygli og standi upp úr í stöðugt stærri hringiðu upplýsinga í heiminum. Markmiðið er einatt að laða fólk að, bæði ferðamenn og þá sem hafa hug á að setjast að. Það hefur einnig sýnt sig að sérkenni staða hafa oft jákvæð áhrif á staðarval fyrirtækja. Ástæðan er hin einfalda staðreynd að vel hannað umhverfi hefur jákvæð áhrif á vellíðan fólks. Á fagmáli skipulagsfræðinga er þetta kallað attractivity[vi], eða aðdráttarafl[vii] eins og það gæti útlagst á íslensku. Er það þá sett í samhengi við aukinn hagvöxt á svæðum sem verið er að þróa. Sérkenni staða er hægt að þróa út frá staðháttum, menningu, hefðum eða öðrum þáttum sem geta leitt til aukinnar búsetu, skapað atvinnutækifæri og þar af leiðandi eflt hagvöxt þegar til lengri tíma er litið. Hér á landi mættu menn kynna sér þá þætti sem lúta að aðlöðunarafli innan ferðamannageirans fyrst og fremst til að sporna við niðurníðslu, en einnig til að auka sjálfbærni ferðamannastaða. Þetta á bæði við um vistrænar og fjárhagslegar hliðar málsins vegna þess að ferðamannastaðir verða óhjákvæmilega að geta staðið undir sér. Hér þurfa stjórnvöld að útbúa kerfi til fjármögnunar á góðum og sjálfbærum verkefnum með hvötum sem verðlauna metnaðarfull áform, og sýna fordæmi í tengslum við þróun mikilvægra áfangastaða, meðal annars með því að nota góða hönnuði í verkin. Fjárfestingar af þessu tagi eru furðu fljótar að skila sér aftur til ríkissjóðs því að viðhaldskostnaður lækkar mikið í vel skipulögðu umhverfi og ánægðir ferðamenn skila auknum tekjum þegar upp er staðið.Vörumerking Mig langar til að enda þetta á lítilli frásögn af þorpinu Krumbach í fjallahéraðinu Vorarlberg í vesturhluta Austurríkis. Fyrir nokkrum árum ákváðu menn þar á bæ að ganga skrefi lengra en flestir í að vekja athygli á sér og hversu aðlaðandi staðurinn er. Svæðið er þekkt fyrir aldagamla byggingarhefð og notkun á sjálfbæru og staðbundnu byggingarefni. Haft var samband við forstöðumann arkitektasafns Austurríkis og var hann beðinn um að koma með tillögur að því hvernig menn gætu endurnýjað byggingarhefð staðarins. Eftir stutta umhugsun stakk hann upp á því að erlendir arkitektar yrðu ráðnir til að hanna strætóskýli sem gætu sýnt almenningi að hefð er ekki fast og óhagganlegt hugtak, heldur afurð stöðugrar þróunar. Með þessu sá hann að þorpið gæti styrkt ímynd sína sem sjálfbært og kolefnishlutlaust samfélag og gert það nánast að „vörumerki“ sínu. Var teiknistofa okkar þess aðnjótandi að taka þátt í þessu verkefni[i]. Hugmyndin um „vörumerkingu“ eða branding[ii] er ekki ný, en er farin að skjóta æ oftar upp kollinum í arkitektúr síðustu árin. Eru menn þá iðulega að notfæra sér arkitektinn í að túlka umhverfið beint eða óbeint innan fyrirfram ákveðins ramma. Aðferð þessa mætti einnig nota við þróun svæða á Íslandi enda búa flestir staðir á landinu yfir ógrynni af efniviði sem upplagt væri að miðla með aðstoð byggingarlistar. Vestfirðir hafa þegar farið af stað með að tengja svæðið við náttúrulaugar með aðstoð samstarfshópsins Vatnavina. Fleiri héruð mættu spreyta sig á svipuðu í framtíðinni og þar með gera menningu og náttúru Íslands aðgengilega og í senn aðlaðandi fyrir umheiminn. Í þessum þremur greinum hefur mikilvægi fjárfestinga í innviðum ferðamannaþjónustunnar á Íslandi verið rakið. Eins og mál standa eru gæði ferðamannastaða lítið í brennidepli og heildræna menningarstefnu ferðamannaiðnaðarins vantar. Snúa þarf áherslunum frá magni í gæði svo að gestir og gangandi öðlist betri þekkingu á djúpstæðum tengslum náttúru okkar og menningar. [vi] www.telemarksforsking.no/publikasjoner/filer/2301.pdf [vii] Making our cities attractive and sustainable, How the EU contributes to improving the urban environment; ec.europa.eu/environment/europeangreencapital/wp-content/uploads/2011/08/Making-our-cities-attractive-and-sustainable.pdf [i] www.kulturkrumbach.at/ [ii] en.wikipedia.org/wiki/Place_brandingÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum um efnið var farið í gegn um mikilvægi þess að hlúa vel að ferðamannastöðum með faglegum vinnubrögðum og hvernig það skilaði sér í auknum tekjum og bættri ímynd landsins.Aðdráttarafl staða Með aukinni hnattvæðingu er farið að bera á því að samfélög taki sig saman um að þróa sérkenni staða í þeim tilgangi að þeir veki athygli og standi upp úr í stöðugt stærri hringiðu upplýsinga í heiminum. Markmiðið er einatt að laða fólk að, bæði ferðamenn og þá sem hafa hug á að setjast að. Það hefur einnig sýnt sig að sérkenni staða hafa oft jákvæð áhrif á staðarval fyrirtækja. Ástæðan er hin einfalda staðreynd að vel hannað umhverfi hefur jákvæð áhrif á vellíðan fólks. Á fagmáli skipulagsfræðinga er þetta kallað attractivity[vi], eða aðdráttarafl[vii] eins og það gæti útlagst á íslensku. Er það þá sett í samhengi við aukinn hagvöxt á svæðum sem verið er að þróa. Sérkenni staða er hægt að þróa út frá staðháttum, menningu, hefðum eða öðrum þáttum sem geta leitt til aukinnar búsetu, skapað atvinnutækifæri og þar af leiðandi eflt hagvöxt þegar til lengri tíma er litið. Hér á landi mættu menn kynna sér þá þætti sem lúta að aðlöðunarafli innan ferðamannageirans fyrst og fremst til að sporna við niðurníðslu, en einnig til að auka sjálfbærni ferðamannastaða. Þetta á bæði við um vistrænar og fjárhagslegar hliðar málsins vegna þess að ferðamannastaðir verða óhjákvæmilega að geta staðið undir sér. Hér þurfa stjórnvöld að útbúa kerfi til fjármögnunar á góðum og sjálfbærum verkefnum með hvötum sem verðlauna metnaðarfull áform, og sýna fordæmi í tengslum við þróun mikilvægra áfangastaða, meðal annars með því að nota góða hönnuði í verkin. Fjárfestingar af þessu tagi eru furðu fljótar að skila sér aftur til ríkissjóðs því að viðhaldskostnaður lækkar mikið í vel skipulögðu umhverfi og ánægðir ferðamenn skila auknum tekjum þegar upp er staðið.Vörumerking Mig langar til að enda þetta á lítilli frásögn af þorpinu Krumbach í fjallahéraðinu Vorarlberg í vesturhluta Austurríkis. Fyrir nokkrum árum ákváðu menn þar á bæ að ganga skrefi lengra en flestir í að vekja athygli á sér og hversu aðlaðandi staðurinn er. Svæðið er þekkt fyrir aldagamla byggingarhefð og notkun á sjálfbæru og staðbundnu byggingarefni. Haft var samband við forstöðumann arkitektasafns Austurríkis og var hann beðinn um að koma með tillögur að því hvernig menn gætu endurnýjað byggingarhefð staðarins. Eftir stutta umhugsun stakk hann upp á því að erlendir arkitektar yrðu ráðnir til að hanna strætóskýli sem gætu sýnt almenningi að hefð er ekki fast og óhagganlegt hugtak, heldur afurð stöðugrar þróunar. Með þessu sá hann að þorpið gæti styrkt ímynd sína sem sjálfbært og kolefnishlutlaust samfélag og gert það nánast að „vörumerki“ sínu. Var teiknistofa okkar þess aðnjótandi að taka þátt í þessu verkefni[i]. Hugmyndin um „vörumerkingu“ eða branding[ii] er ekki ný, en er farin að skjóta æ oftar upp kollinum í arkitektúr síðustu árin. Eru menn þá iðulega að notfæra sér arkitektinn í að túlka umhverfið beint eða óbeint innan fyrirfram ákveðins ramma. Aðferð þessa mætti einnig nota við þróun svæða á Íslandi enda búa flestir staðir á landinu yfir ógrynni af efniviði sem upplagt væri að miðla með aðstoð byggingarlistar. Vestfirðir hafa þegar farið af stað með að tengja svæðið við náttúrulaugar með aðstoð samstarfshópsins Vatnavina. Fleiri héruð mættu spreyta sig á svipuðu í framtíðinni og þar með gera menningu og náttúru Íslands aðgengilega og í senn aðlaðandi fyrir umheiminn. Í þessum þremur greinum hefur mikilvægi fjárfestinga í innviðum ferðamannaþjónustunnar á Íslandi verið rakið. Eins og mál standa eru gæði ferðamannastaða lítið í brennidepli og heildræna menningarstefnu ferðamannaiðnaðarins vantar. Snúa þarf áherslunum frá magni í gæði svo að gestir og gangandi öðlist betri þekkingu á djúpstæðum tengslum náttúru okkar og menningar. [vi] www.telemarksforsking.no/publikasjoner/filer/2301.pdf [vii] Making our cities attractive and sustainable, How the EU contributes to improving the urban environment; ec.europa.eu/environment/europeangreencapital/wp-content/uploads/2011/08/Making-our-cities-attractive-and-sustainable.pdf [i] www.kulturkrumbach.at/ [ii] en.wikipedia.org/wiki/Place_brandingÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun