„Börnin hafa það gott og eru hjá góðu fólki“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. september 2016 20:15 Réttargæslumaður í máli konu sem dæmd var í eins og hálfs árs fangelsi fyrir langvarandi ofbeldi í garð barna sinna segir að grípa hefði átt inn í málið fyrr. Málið hefur verið í vinnslu hjá barnaverndaryfirvöldum með hléum frá árinu 2005. Forstjóri Barnverndarstofu segir dóminn mjög vandaðan. Konan var sökuð um að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, sært þau og móðgað. Hún er sögð hafa í nokkur skipti sparkað í eldri börn sín, dóttur sína fædda 2002 og tvo syni sína fædda 2004 og 2007, slegið þau, hringt þeim, kastað hlutum í þau og haft í hótunum um að gera þeim illt eða drepa þau. Þá er hún meðal annars sögð hafa hrist yngri börn sín, tvo drengi fædda 2012 og 2013 og slegið þá. Börnin eru í dag þriggja til tólf ára. Upphaf dómsmálsins var að beiðni Barnaverndar Reykjavíkur um lögreglurannsókn fyrr á þessu ári. Barnaverndarstofa lítur málið alvarlegum augum og hefur ákveðið að bregðast við því. „Sú ákvörðun hefur verið tekin hér að láta fara fram svokallað eftirlit að eigin frumkvæði stofunnar sem þýðir það að við viljum gjarnan kanna þetta mál frá a til ö,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að læra af málinu. „og kanna hvort mistök hafi verið gerð eða hvort hugsanlega hefði verið unnt að ná betri árangri með öðrum aðgerðum en gripið var til,“ segir Bragi en búast má við niðurstöðu Barnarverndarstofu um málið eftir nokkra mánuði. Bragi segir að því miður sé málið ekki fordæmalaust. „Það sem er óvenjulegt við það er það að þetta er ekki bara barnaverndarmál heldur einnig refsimál. Þessi dómur er fyrst og fremst sakamál. Þarna er verið að dæma móðurina til þungrar refsingar og meiri refsingar en við höfum áður séð,“ segir Bragi og bætir við að dómurinn sé vandaður. Greinilegt sé að mikil vinna hafi verið lögð í hann. Ómar Örn Bjarnþórsson, réttargæslumaður þriggja barnanna segir að yfirvöld hefðu þurft að grípa fyrr inn í. Börnin séu á góðum stað í dag. „Ég get ekkert sagt um það hvort þau séu saman eða ekki en get þó sagt það að þau hafa það mun betra í dag andlega. Þau hafa sýnt miklar framfarir í bæði hegðun og skapi síðan þau voru tekin af heimili móður,“ segir Ómar. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Réttargæslumaður í máli konu sem dæmd var í eins og hálfs árs fangelsi fyrir langvarandi ofbeldi í garð barna sinna segir að grípa hefði átt inn í málið fyrr. Málið hefur verið í vinnslu hjá barnaverndaryfirvöldum með hléum frá árinu 2005. Forstjóri Barnverndarstofu segir dóminn mjög vandaðan. Konan var sökuð um að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, sært þau og móðgað. Hún er sögð hafa í nokkur skipti sparkað í eldri börn sín, dóttur sína fædda 2002 og tvo syni sína fædda 2004 og 2007, slegið þau, hringt þeim, kastað hlutum í þau og haft í hótunum um að gera þeim illt eða drepa þau. Þá er hún meðal annars sögð hafa hrist yngri börn sín, tvo drengi fædda 2012 og 2013 og slegið þá. Börnin eru í dag þriggja til tólf ára. Upphaf dómsmálsins var að beiðni Barnaverndar Reykjavíkur um lögreglurannsókn fyrr á þessu ári. Barnaverndarstofa lítur málið alvarlegum augum og hefur ákveðið að bregðast við því. „Sú ákvörðun hefur verið tekin hér að láta fara fram svokallað eftirlit að eigin frumkvæði stofunnar sem þýðir það að við viljum gjarnan kanna þetta mál frá a til ö,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að læra af málinu. „og kanna hvort mistök hafi verið gerð eða hvort hugsanlega hefði verið unnt að ná betri árangri með öðrum aðgerðum en gripið var til,“ segir Bragi en búast má við niðurstöðu Barnarverndarstofu um málið eftir nokkra mánuði. Bragi segir að því miður sé málið ekki fordæmalaust. „Það sem er óvenjulegt við það er það að þetta er ekki bara barnaverndarmál heldur einnig refsimál. Þessi dómur er fyrst og fremst sakamál. Þarna er verið að dæma móðurina til þungrar refsingar og meiri refsingar en við höfum áður séð,“ segir Bragi og bætir við að dómurinn sé vandaður. Greinilegt sé að mikil vinna hafi verið lögð í hann. Ómar Örn Bjarnþórsson, réttargæslumaður þriggja barnanna segir að yfirvöld hefðu þurft að grípa fyrr inn í. Börnin séu á góðum stað í dag. „Ég get ekkert sagt um það hvort þau séu saman eða ekki en get þó sagt það að þau hafa það mun betra í dag andlega. Þau hafa sýnt miklar framfarir í bæði hegðun og skapi síðan þau voru tekin af heimili móður,“ segir Ómar.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira