Samkvæmt heimildum Vísis er bakvörðurinn Earnest Lewis Clinch Jr. á leið til Grindavíkur og mun leika með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta á næsta tímabili.
Clinch, sem er 29 ára, þekkir vel til í Grindavík en hann lék með liðinu tímabilið 2013-14. Clinch skoraði 20,9 stig að meðaltali í leik það tímabil, tók 4,2 fráköst og gaf 6,1 stoðsendingu.
Grindavík komst í úrslit tímabilið 2013-14 þar sem liðið tapaði 3-1 fyrir KR.
Grindvíkingar hafa endað í 8. sæti Domino's deildarinnar undanfarin tvö ár og fallið úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Fyrsti leikur Grindvíkinga í Domino's deildinni á þessu tímabili er gegn Þór Þ. í Röstinni 6. október næstkomandi.
Earnest Lewis Clinch Jr. aftur til Grindavíkur
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn


Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti



