Fjölskylda handtekin vegna umfangsmikillar kannabisræktunar í Kópavogi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 20:45 Mynd úr safni. vísir/valli Alls voru sex manns handteknir í aðgerðum lögreglu í tengslum við eina umfangsmestu kannabisræktun hér á landi á laugardag. Þar af eru hjón á sextugsaldri og tveir synir mannsins á fertugsaldri. Feðgarnir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en konunni hefur verið sleppt úr haldi. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni, líkt og feðgunum. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig konan tengist málinu.Húsleit gerð víða um borgina Umrædd kannabisræktun var í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi, og kom lögregla upp um hana á laugardag. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar, er ræktunin ein sú stærsta sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lögregla fór í húsleit víða um borgina í kjölfarið, samkvæmt heimildum fréttastofu, og var hald lagt á verulegar fjárhæðir sem taldar eru tilkomnar vegna fíkniefnasölu. Runólfur segist ekki geta tjáð sig um upphæðina en aðspurður segir hann að ekki sé um meira en tíu milljónir króna að ræða.Um 600 plöntur í húsinu Á sjötta hundrað kannabisplöntur á lokastigi ræktunar fundust í húsinu. Þá fannst mikið magn af tilbúnu maríjúana og niðurklipptum laufum. Að sögn lögreglu var ræktunin mjög fullkomin og búnaðurinn eftir því, en það tók hóp lögreglumanna margar klukkustundir að taka ræktunina niður. Mennirnir þrír verða í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. september næstkomandi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þeir neiti sök í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins sakbornings í málinu, karlmanns á fertugsaldri, segir hann ekki ætla að kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Runólfur segir rannsókn málsins miða vel. Nú sé unnið að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur. Tengdar fréttir Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Alls voru sex manns handteknir í aðgerðum lögreglu í tengslum við eina umfangsmestu kannabisræktun hér á landi á laugardag. Þar af eru hjón á sextugsaldri og tveir synir mannsins á fertugsaldri. Feðgarnir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en konunni hefur verið sleppt úr haldi. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni, líkt og feðgunum. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig konan tengist málinu.Húsleit gerð víða um borgina Umrædd kannabisræktun var í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi, og kom lögregla upp um hana á laugardag. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar, er ræktunin ein sú stærsta sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lögregla fór í húsleit víða um borgina í kjölfarið, samkvæmt heimildum fréttastofu, og var hald lagt á verulegar fjárhæðir sem taldar eru tilkomnar vegna fíkniefnasölu. Runólfur segist ekki geta tjáð sig um upphæðina en aðspurður segir hann að ekki sé um meira en tíu milljónir króna að ræða.Um 600 plöntur í húsinu Á sjötta hundrað kannabisplöntur á lokastigi ræktunar fundust í húsinu. Þá fannst mikið magn af tilbúnu maríjúana og niðurklipptum laufum. Að sögn lögreglu var ræktunin mjög fullkomin og búnaðurinn eftir því, en það tók hóp lögreglumanna margar klukkustundir að taka ræktunina niður. Mennirnir þrír verða í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. september næstkomandi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þeir neiti sök í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins sakbornings í málinu, karlmanns á fertugsaldri, segir hann ekki ætla að kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Runólfur segir rannsókn málsins miða vel. Nú sé unnið að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur.
Tengdar fréttir Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15