Innlent

Íslendingar ekki verið eins ánægðir með sumarveðrið í sex ár

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Íslendingar hafa ekki verið jafn ánægðir með sumarveðrið síðan árið 2010, samkvæmt nýrri könnun MMR. Alls sögðust 94 prósent svarenda vera ánægðir með veðrið á Íslandi í sumar og 89 prósent sögðust vera ánægðir með sumarfríið sitt.

Þegar litið er til afstöðu Íslendinga frá árinu 2010 til 2016 má sjá að ánægja með sumarveðrið var yfirburða mikil árin 2010 og 2016, en árið 2010 sögðust 95 prósent vera ánægðir með sumarveðrið það árið. Fólk sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu virtist eilítið ánægðara með veðrið á Íslandi í sumar en fólk á landsbyggðinni, en 96 prósent þeirra sem eru búsett á höfuðborgarsvæðinu voru ánægð með veðrið en 90 prósent þeirra sem búa úti á landi.

Þá má sjá í niðurstöðum könnunarinnar að þrátt fyrir að ánægja með veðrið hafi sveiflast mikið með árunum hafi ánægja fólks með sumarfríið sittbreyst mun munna, en frá 87 prósent til 91 prósent Íslendinga hafa verið ánægðir með sumarfríið allt frá árinu 2010.

Alls tóku 949 einstaklingar þátt í könnuninni, 18 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×