Innlent

Fjármálaóreiða Menningarfélagsins Akureyrar ástæða taprekstur

Sveinn Arnarsson skrifar
Menningarfélag Akureyrar er staðsett í Hofi
Menningarfélag Akureyrar er staðsett í Hofi
Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið að veita Menningarfélagi Akureyrar (MAK) 75 milljóna króna fryrirframgreiðslu vegna slæmrar fjárhagsstöðu félagsins. Er slæm fjárhagsstaða rakin til ófullnægjandi bókhaldsvinnu og óreiðu í fjármálum Gunnars Gunnsteinssonar, fyrrum framkvæmdastjóra MAK sem sagði upp í nóvember á síðasta ári.

„Staðan þegar ég kom inn í félagið var þröng, nokkurskonar óvissuástand og erfið fyrir starfsfólkið þannig að ég leitaði til bæjarins fljótlega eftir ráðleggingum og aðstoð,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, núveandi framkvæmdastjóri MAK. „Bærinn veitti bæði stuðning og ráðgjöf sem endar núna í því að bærinn veitir okkur fyrirframgreiðslu.“

Í lok nóvember á síðasta ári hætti Gunnar I Gunnsteinsson störfum af persónulegum ástæðum eins og sagt var í yfirlýsingu frá félaginu. Nú hefur komið á daginn að fjármálaóreiða sé ein stærsta ástæða þess að Gunnar hætti.

Þuríður Helga segir það hafa tekið um tvo mánuði að ná yfirsýn yfir rekstur félagsins og hafði KPMG aðstoðað við endurskoðun til að átta sig á stöðunni. „Við vonumst eftir því núna að vinna okkur úr þessari stöðu. Það eru allir starfsmenn boðnir og búnir að vinna að þessu verkefni,“ segir Þuríður Helga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×