Jafnaðarflokkur í 100 ár Gunnar Ólafsson skrifar 8. september 2016 07:00 Í ár fögnum við jafnaðarmenn 100 ára sögu stjórnmálahreyfingar okkar á Íslandi. Í mars 1916 var Alþýðuflokkurinn stofnaður sem stjórnmálaarmur Alþýðusambandsins og sókn jafnaðarmanna að betri lífskjörum, mannréttindum og frelsi var hafin. Á fyrstu tveim áratugum tuttugustu aldar bjó Alþýðuflokkurinn við óréttláta kosninga- og kjördæmaskipan. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1934 fengu Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur nánast jafn mörg atkvæði en Framsókn fékk 15 þingmenn kjörna en Alþýðuflokkurinn 10. Alþýðuflokkurinn gekk á móti ríkjandi skipulagi sem lagði áherslu á betri lífskjör, húsnæði, tryggari stöðu á vinnumarkaði, jafnan atkvæðisrétt og félagslegar tryggingar. Flokkurinn náði hægt og bítandi fram sínum baráttumálum, t.d. Vökulögunum árið1921 sem tryggðu sjómönnum sex tíma lágmarkshvíld á sólarhring. Fleiri sigrar fylgdu í kjölfarið eins og lög um verkamannabústaði, löggjöf um alþýðutryggingar (m.a. atvinnuleysistryggingar) árið 1936 og lög um stéttarfélög árið 1938. Upp úr 1940 skildi leiðir Alþýðuflokks og Alþýðusambands Íslands og jafnaðarmenn klofnuðu í tvo flokka, Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn. Alþýðuflokkurinn átti fram að þessum tíma sæti í ríkisstjórnum, m.a. stjórn hinna vinnandi stétta frá 1934-1938 sem var fyrsta umbótastjórnin og kom mörgum þarfaverkum í framkvæmd. Frá fjórða áratug fram að Viðreisn snerust stjórnmál mikið um sjávarútveg, millifærslu- og haftakerfi sem og utanríkismál sem því miður skiptu jafnaðarmönnum í tvo aðskilda flokka í afstöðu þeirra til Atlantshafsbandalagsins og dvalar varnarliðsins á Íslandi. Árið 1959 tók við svo kölluð viðreisnarstjórn, ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, sem fram að því höfðu verið andstæðingar í stjórnmálum. Þetta ríkisstjórnarsamstarf var farsælt og er sú stjórn einna þekktust fyrir að afnema að stórum hluta víðtækt haftakerfi sem hafði ríkt fram til ársins 1960. Aðild Alþýðuflokksins að þeirri ríkisstjórn tryggði einhverja mestu húsnæðisbyltingu í sögu þjóðarinnar í samstarfi við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur þegar gert var stórátak í að útrýma braggahverfum með uppbyggingu á m.a. á heilu íbúðahverfi í Breiðholti. Alltaf var grunnstef jafnaðarmanna um húsnæði leiðarljós í starfi Alþýðuflokksins. Frá lokum Viðreisnar fram til ársins 2000 dreifðust kraftar jafnaðarmanna á fleiri flokka en Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalag sem var arftaki Sósíalistaflokksins. Til að mynda komu fram á sjónarsviðið flokkar eins og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Bandalag jafnaðarmanna og Þjóðvaki sem síðar varð hluti af Samfylkingu. Nýtt stjórnmálaafl, Kvennalistinn, kom fram á níunda áratugnum, og lagði áherslur á mál tengd auknum rétti kvenna, t.d. launajafnrétti kynjanna og aukið aðgengi barna að leikskóla.Þáttaskil Árið 2000 urðu þáttaskil í sögu jafnaðarmanna á Íslandi þegar nýr stjórnmálaflokkur varð til, Samfylking með sameiningu Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalistans. Jafnaðarmenn sameinuðust um jöfn tækifæri, betri lífskjör, úrbætur í húsnæðismálum, aukin félagsleg rétttindi, eitt samfélag fyrir alla og nánari tengsl við Evrópu. Allar þessar hugsjónir hafa verið baráttumál jafnaðarmanna í gegnum tíðina, þó svo Evrópuhugsjónin sé tiltölulega nýleg í 100 ára sögu hreyfingarinnar. Jafnaðarmannahreyfing sem byggir á glæsilegri arfleið baráttufólks fyrir 100 árum getur horft stolt fram á veginn, stolt af sínum verkum, baráttuglöð fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi. Þeirri baráttu lýkur aldrei og ómetanlegt að á hverjum tíma sé kröftugt og duglegt fólk tilbúið að berjast fyrir þessum réttindum. Ég verð alltaf hrærður þegar ég les um sögu jafnaðarmanna og hve mikið fólk hefur lagt á sig í gegnum tíðina fyrir þessa hugsjón. Þess vegna er ég sannfærður um að Samfylkingin mun dafna og þroskast og halda áfram að gera Ísland að betra samfélagi, öllum til góða. Að þessu sögðu, óska ég öllum jafnaðarmönnum til hamingju með 100 ára afmæli jafnaðarmannahreyfingar á Íslandi. Sækjum til sigurs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í ár fögnum við jafnaðarmenn 100 ára sögu stjórnmálahreyfingar okkar á Íslandi. Í mars 1916 var Alþýðuflokkurinn stofnaður sem stjórnmálaarmur Alþýðusambandsins og sókn jafnaðarmanna að betri lífskjörum, mannréttindum og frelsi var hafin. Á fyrstu tveim áratugum tuttugustu aldar bjó Alþýðuflokkurinn við óréttláta kosninga- og kjördæmaskipan. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1934 fengu Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur nánast jafn mörg atkvæði en Framsókn fékk 15 þingmenn kjörna en Alþýðuflokkurinn 10. Alþýðuflokkurinn gekk á móti ríkjandi skipulagi sem lagði áherslu á betri lífskjör, húsnæði, tryggari stöðu á vinnumarkaði, jafnan atkvæðisrétt og félagslegar tryggingar. Flokkurinn náði hægt og bítandi fram sínum baráttumálum, t.d. Vökulögunum árið1921 sem tryggðu sjómönnum sex tíma lágmarkshvíld á sólarhring. Fleiri sigrar fylgdu í kjölfarið eins og lög um verkamannabústaði, löggjöf um alþýðutryggingar (m.a. atvinnuleysistryggingar) árið 1936 og lög um stéttarfélög árið 1938. Upp úr 1940 skildi leiðir Alþýðuflokks og Alþýðusambands Íslands og jafnaðarmenn klofnuðu í tvo flokka, Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn. Alþýðuflokkurinn átti fram að þessum tíma sæti í ríkisstjórnum, m.a. stjórn hinna vinnandi stétta frá 1934-1938 sem var fyrsta umbótastjórnin og kom mörgum þarfaverkum í framkvæmd. Frá fjórða áratug fram að Viðreisn snerust stjórnmál mikið um sjávarútveg, millifærslu- og haftakerfi sem og utanríkismál sem því miður skiptu jafnaðarmönnum í tvo aðskilda flokka í afstöðu þeirra til Atlantshafsbandalagsins og dvalar varnarliðsins á Íslandi. Árið 1959 tók við svo kölluð viðreisnarstjórn, ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, sem fram að því höfðu verið andstæðingar í stjórnmálum. Þetta ríkisstjórnarsamstarf var farsælt og er sú stjórn einna þekktust fyrir að afnema að stórum hluta víðtækt haftakerfi sem hafði ríkt fram til ársins 1960. Aðild Alþýðuflokksins að þeirri ríkisstjórn tryggði einhverja mestu húsnæðisbyltingu í sögu þjóðarinnar í samstarfi við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur þegar gert var stórátak í að útrýma braggahverfum með uppbyggingu á m.a. á heilu íbúðahverfi í Breiðholti. Alltaf var grunnstef jafnaðarmanna um húsnæði leiðarljós í starfi Alþýðuflokksins. Frá lokum Viðreisnar fram til ársins 2000 dreifðust kraftar jafnaðarmanna á fleiri flokka en Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalag sem var arftaki Sósíalistaflokksins. Til að mynda komu fram á sjónarsviðið flokkar eins og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Bandalag jafnaðarmanna og Þjóðvaki sem síðar varð hluti af Samfylkingu. Nýtt stjórnmálaafl, Kvennalistinn, kom fram á níunda áratugnum, og lagði áherslur á mál tengd auknum rétti kvenna, t.d. launajafnrétti kynjanna og aukið aðgengi barna að leikskóla.Þáttaskil Árið 2000 urðu þáttaskil í sögu jafnaðarmanna á Íslandi þegar nýr stjórnmálaflokkur varð til, Samfylking með sameiningu Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalistans. Jafnaðarmenn sameinuðust um jöfn tækifæri, betri lífskjör, úrbætur í húsnæðismálum, aukin félagsleg rétttindi, eitt samfélag fyrir alla og nánari tengsl við Evrópu. Allar þessar hugsjónir hafa verið baráttumál jafnaðarmanna í gegnum tíðina, þó svo Evrópuhugsjónin sé tiltölulega nýleg í 100 ára sögu hreyfingarinnar. Jafnaðarmannahreyfing sem byggir á glæsilegri arfleið baráttufólks fyrir 100 árum getur horft stolt fram á veginn, stolt af sínum verkum, baráttuglöð fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi. Þeirri baráttu lýkur aldrei og ómetanlegt að á hverjum tíma sé kröftugt og duglegt fólk tilbúið að berjast fyrir þessum réttindum. Ég verð alltaf hrærður þegar ég les um sögu jafnaðarmanna og hve mikið fólk hefur lagt á sig í gegnum tíðina fyrir þessa hugsjón. Þess vegna er ég sannfærður um að Samfylkingin mun dafna og þroskast og halda áfram að gera Ísland að betra samfélagi, öllum til góða. Að þessu sögðu, óska ég öllum jafnaðarmönnum til hamingju með 100 ára afmæli jafnaðarmannahreyfingar á Íslandi. Sækjum til sigurs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun