Tilkynnt um 40 til 50 tælingar árlega Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Ekki er óalgengt að reynt sé að tæla börn í bíl í kringum skólalóðir. Tilkynningar hafa borist víða úr borginni og eru ekki bundnar við ákveðin svæði. Vísir/GVA Í fyrra bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 27 tilkynningar um að reynt hafi verið að tæla barn upp í bíl. Í meðalári berast hins vegar 40 til 50 tilkynningar. Árið 2014 voru tilkynningarnar 58. Áætlað er að fjöldinn verði svipaður í ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir miklar sveiflur á slíkum tilkynningum. Eftir umfjöllun í fjölmiðlum eykst fjöldi tilkynninga til muna. Stundum byggir þær á misskilningi. Dæmi séu um að bílstjórar bjóði börnum far eða spyrji til vegar. Virðist sem að eftir mikla umfjöllun og umræðu um tælingar hafi börnin varann á og láti skóla eða foreldra vita af öllum grunsamlegum ferðum. Þau mál eru talin með í fjölda tilkynninga til lögreglu. Í gær barst tilkynning um tælingu er ókunnur maður á svörtum jepplingi bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl og sagði móðir drengsins hafa lent í umferðarslysi. Barnið féll ekki fyrir blekkingunni heldur hljóp í skólann og tilkynnti málið til skólastjóra.Hrefna SigurjónsdóttirMikilvægt að fræða en ekki hræða um tælinguHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikilvægt að ræða hætturnar við börnin. Á heimasíðu samtakanna má finna gátlista með góðum ráðum um hvernig hægt sé að nálgast umræðuefnið. „Fjölbreytt og hreinskilin fræðsla er besta forvörnin,“ segir Hrefna og hvetur foreldra til að gefa sér góðan tíma til umræðna. „Foreldrar þurfa að vera yfirvegaðir og undirbúa sig hvernig þeir svara alls kyns spurningum. Þetta má ekki gera í látum eða mála skrattann á vegginn.“ Lygasaga eins og í gær getur sannarlega valdið uppnámi hjá börnum með þeim afleiðingum að þau fari inn í bíl hjá ókunnugum. Í Bandaríkjunum og víðar er algengt að foreldrar og börn hafi leyniorð sín á milli til að taka af allan vafa í svona aðstæðum. Hrefna segist ekki vita til þess að slíkt sé algengt á Íslandi. Hún segir best og öruggast að höfða til skynseminnar og efla gagnrýna hugsun hjá börnum. „Það þarf að útskýra fyrir þeim að ef eitthvað kemur fyrir eða foreldrar geta ekki sótt þau í skólann þá myndi einhver í skólanum eða þeim nákominn láta þau vita, ekki einhver ókunnugur. Í þessu samhengi er mikilvægt að útskýra fyrir börnum hvað það þýðir að vera ókunnugur.“ Hrefna segir góða leið að æfa alls kyns aðstæður með leikþætti þar sem barnið er látið spreyta sig í viðbrögðum. Slíkar æfingar búi ekki til ótta heldur einmitt öryggi enda megi ekki gleyma því að börn vita oft meira en við höldum. „Krakkar fylgjast með fréttum og verða mun hræddari ef enginn útskýrir fyrir þeim hvað hafi gerst. Það er betra að fá réttar upplýsingar og læra hvernig eigi að bregðast við en að ímynda sér mun verri og hræðilegri hluti."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl á þeim forsendum að móðir hans hefði lent í umferðarslysi „Hann stóð sig eins og hetja,“ segir Magnea Einarsdóttir, skólastjóri í Snælandsskóla. 29. ágúst 2016 12:00 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Í fyrra bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 27 tilkynningar um að reynt hafi verið að tæla barn upp í bíl. Í meðalári berast hins vegar 40 til 50 tilkynningar. Árið 2014 voru tilkynningarnar 58. Áætlað er að fjöldinn verði svipaður í ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir miklar sveiflur á slíkum tilkynningum. Eftir umfjöllun í fjölmiðlum eykst fjöldi tilkynninga til muna. Stundum byggir þær á misskilningi. Dæmi séu um að bílstjórar bjóði börnum far eða spyrji til vegar. Virðist sem að eftir mikla umfjöllun og umræðu um tælingar hafi börnin varann á og láti skóla eða foreldra vita af öllum grunsamlegum ferðum. Þau mál eru talin með í fjölda tilkynninga til lögreglu. Í gær barst tilkynning um tælingu er ókunnur maður á svörtum jepplingi bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl og sagði móðir drengsins hafa lent í umferðarslysi. Barnið féll ekki fyrir blekkingunni heldur hljóp í skólann og tilkynnti málið til skólastjóra.Hrefna SigurjónsdóttirMikilvægt að fræða en ekki hræða um tælinguHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikilvægt að ræða hætturnar við börnin. Á heimasíðu samtakanna má finna gátlista með góðum ráðum um hvernig hægt sé að nálgast umræðuefnið. „Fjölbreytt og hreinskilin fræðsla er besta forvörnin,“ segir Hrefna og hvetur foreldra til að gefa sér góðan tíma til umræðna. „Foreldrar þurfa að vera yfirvegaðir og undirbúa sig hvernig þeir svara alls kyns spurningum. Þetta má ekki gera í látum eða mála skrattann á vegginn.“ Lygasaga eins og í gær getur sannarlega valdið uppnámi hjá börnum með þeim afleiðingum að þau fari inn í bíl hjá ókunnugum. Í Bandaríkjunum og víðar er algengt að foreldrar og börn hafi leyniorð sín á milli til að taka af allan vafa í svona aðstæðum. Hrefna segist ekki vita til þess að slíkt sé algengt á Íslandi. Hún segir best og öruggast að höfða til skynseminnar og efla gagnrýna hugsun hjá börnum. „Það þarf að útskýra fyrir þeim að ef eitthvað kemur fyrir eða foreldrar geta ekki sótt þau í skólann þá myndi einhver í skólanum eða þeim nákominn láta þau vita, ekki einhver ókunnugur. Í þessu samhengi er mikilvægt að útskýra fyrir börnum hvað það þýðir að vera ókunnugur.“ Hrefna segir góða leið að æfa alls kyns aðstæður með leikþætti þar sem barnið er látið spreyta sig í viðbrögðum. Slíkar æfingar búi ekki til ótta heldur einmitt öryggi enda megi ekki gleyma því að börn vita oft meira en við höldum. „Krakkar fylgjast með fréttum og verða mun hræddari ef enginn útskýrir fyrir þeim hvað hafi gerst. Það er betra að fá réttar upplýsingar og læra hvernig eigi að bregðast við en að ímynda sér mun verri og hræðilegri hluti."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl á þeim forsendum að móðir hans hefði lent í umferðarslysi „Hann stóð sig eins og hetja,“ segir Magnea Einarsdóttir, skólastjóri í Snælandsskóla. 29. ágúst 2016 12:00 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl á þeim forsendum að móðir hans hefði lent í umferðarslysi „Hann stóð sig eins og hetja,“ segir Magnea Einarsdóttir, skólastjóri í Snælandsskóla. 29. ágúst 2016 12:00