Tilkynnt um 40 til 50 tælingar árlega Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Ekki er óalgengt að reynt sé að tæla börn í bíl í kringum skólalóðir. Tilkynningar hafa borist víða úr borginni og eru ekki bundnar við ákveðin svæði. Vísir/GVA Í fyrra bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 27 tilkynningar um að reynt hafi verið að tæla barn upp í bíl. Í meðalári berast hins vegar 40 til 50 tilkynningar. Árið 2014 voru tilkynningarnar 58. Áætlað er að fjöldinn verði svipaður í ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir miklar sveiflur á slíkum tilkynningum. Eftir umfjöllun í fjölmiðlum eykst fjöldi tilkynninga til muna. Stundum byggir þær á misskilningi. Dæmi séu um að bílstjórar bjóði börnum far eða spyrji til vegar. Virðist sem að eftir mikla umfjöllun og umræðu um tælingar hafi börnin varann á og láti skóla eða foreldra vita af öllum grunsamlegum ferðum. Þau mál eru talin með í fjölda tilkynninga til lögreglu. Í gær barst tilkynning um tælingu er ókunnur maður á svörtum jepplingi bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl og sagði móðir drengsins hafa lent í umferðarslysi. Barnið féll ekki fyrir blekkingunni heldur hljóp í skólann og tilkynnti málið til skólastjóra.Hrefna SigurjónsdóttirMikilvægt að fræða en ekki hræða um tælinguHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikilvægt að ræða hætturnar við börnin. Á heimasíðu samtakanna má finna gátlista með góðum ráðum um hvernig hægt sé að nálgast umræðuefnið. „Fjölbreytt og hreinskilin fræðsla er besta forvörnin,“ segir Hrefna og hvetur foreldra til að gefa sér góðan tíma til umræðna. „Foreldrar þurfa að vera yfirvegaðir og undirbúa sig hvernig þeir svara alls kyns spurningum. Þetta má ekki gera í látum eða mála skrattann á vegginn.“ Lygasaga eins og í gær getur sannarlega valdið uppnámi hjá börnum með þeim afleiðingum að þau fari inn í bíl hjá ókunnugum. Í Bandaríkjunum og víðar er algengt að foreldrar og börn hafi leyniorð sín á milli til að taka af allan vafa í svona aðstæðum. Hrefna segist ekki vita til þess að slíkt sé algengt á Íslandi. Hún segir best og öruggast að höfða til skynseminnar og efla gagnrýna hugsun hjá börnum. „Það þarf að útskýra fyrir þeim að ef eitthvað kemur fyrir eða foreldrar geta ekki sótt þau í skólann þá myndi einhver í skólanum eða þeim nákominn láta þau vita, ekki einhver ókunnugur. Í þessu samhengi er mikilvægt að útskýra fyrir börnum hvað það þýðir að vera ókunnugur.“ Hrefna segir góða leið að æfa alls kyns aðstæður með leikþætti þar sem barnið er látið spreyta sig í viðbrögðum. Slíkar æfingar búi ekki til ótta heldur einmitt öryggi enda megi ekki gleyma því að börn vita oft meira en við höldum. „Krakkar fylgjast með fréttum og verða mun hræddari ef enginn útskýrir fyrir þeim hvað hafi gerst. Það er betra að fá réttar upplýsingar og læra hvernig eigi að bregðast við en að ímynda sér mun verri og hræðilegri hluti."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl á þeim forsendum að móðir hans hefði lent í umferðarslysi „Hann stóð sig eins og hetja,“ segir Magnea Einarsdóttir, skólastjóri í Snælandsskóla. 29. ágúst 2016 12:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Í fyrra bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 27 tilkynningar um að reynt hafi verið að tæla barn upp í bíl. Í meðalári berast hins vegar 40 til 50 tilkynningar. Árið 2014 voru tilkynningarnar 58. Áætlað er að fjöldinn verði svipaður í ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir miklar sveiflur á slíkum tilkynningum. Eftir umfjöllun í fjölmiðlum eykst fjöldi tilkynninga til muna. Stundum byggir þær á misskilningi. Dæmi séu um að bílstjórar bjóði börnum far eða spyrji til vegar. Virðist sem að eftir mikla umfjöllun og umræðu um tælingar hafi börnin varann á og láti skóla eða foreldra vita af öllum grunsamlegum ferðum. Þau mál eru talin með í fjölda tilkynninga til lögreglu. Í gær barst tilkynning um tælingu er ókunnur maður á svörtum jepplingi bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl og sagði móðir drengsins hafa lent í umferðarslysi. Barnið féll ekki fyrir blekkingunni heldur hljóp í skólann og tilkynnti málið til skólastjóra.Hrefna SigurjónsdóttirMikilvægt að fræða en ekki hræða um tælinguHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikilvægt að ræða hætturnar við börnin. Á heimasíðu samtakanna má finna gátlista með góðum ráðum um hvernig hægt sé að nálgast umræðuefnið. „Fjölbreytt og hreinskilin fræðsla er besta forvörnin,“ segir Hrefna og hvetur foreldra til að gefa sér góðan tíma til umræðna. „Foreldrar þurfa að vera yfirvegaðir og undirbúa sig hvernig þeir svara alls kyns spurningum. Þetta má ekki gera í látum eða mála skrattann á vegginn.“ Lygasaga eins og í gær getur sannarlega valdið uppnámi hjá börnum með þeim afleiðingum að þau fari inn í bíl hjá ókunnugum. Í Bandaríkjunum og víðar er algengt að foreldrar og börn hafi leyniorð sín á milli til að taka af allan vafa í svona aðstæðum. Hrefna segist ekki vita til þess að slíkt sé algengt á Íslandi. Hún segir best og öruggast að höfða til skynseminnar og efla gagnrýna hugsun hjá börnum. „Það þarf að útskýra fyrir þeim að ef eitthvað kemur fyrir eða foreldrar geta ekki sótt þau í skólann þá myndi einhver í skólanum eða þeim nákominn láta þau vita, ekki einhver ókunnugur. Í þessu samhengi er mikilvægt að útskýra fyrir börnum hvað það þýðir að vera ókunnugur.“ Hrefna segir góða leið að æfa alls kyns aðstæður með leikþætti þar sem barnið er látið spreyta sig í viðbrögðum. Slíkar æfingar búi ekki til ótta heldur einmitt öryggi enda megi ekki gleyma því að börn vita oft meira en við höldum. „Krakkar fylgjast með fréttum og verða mun hræddari ef enginn útskýrir fyrir þeim hvað hafi gerst. Það er betra að fá réttar upplýsingar og læra hvernig eigi að bregðast við en að ímynda sér mun verri og hræðilegri hluti."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl á þeim forsendum að móðir hans hefði lent í umferðarslysi „Hann stóð sig eins og hetja,“ segir Magnea Einarsdóttir, skólastjóri í Snælandsskóla. 29. ágúst 2016 12:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl á þeim forsendum að móðir hans hefði lent í umferðarslysi „Hann stóð sig eins og hetja,“ segir Magnea Einarsdóttir, skólastjóri í Snælandsskóla. 29. ágúst 2016 12:00