Áskorun um gerð lagabreytinga Arnþrúður Karlsdóttir, Orri Hauksson, Ingvi Hrafn Jónsson og Sævar Freyr Þráinsson og Rakel Sveinsdóttir skrifa 23. ágúst 2016 08:30 Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Við biðjum um sanngjarnt rekstrarumhverfi og andrými, þ.a. fjölbreyttir íslenskir miðlar geti blómstrað, samhliða ríkisstyrktum fjölmiðli, erlendri samkeppni og nýrri tækni. Neysluhegðun fólks og þær leiðir sem auglýsingafé streymir um eru að breytast hratt, staðbundnum einkamiðlum í óhag. Innlendir miðlar geta ekki aukalega borið þungar byrðar frá hinu opinbera. Einkareknir miðlar eiga í vaxandi erfiðleikum með að mæta samkeppni alþjóðlegra tæknirisa eins og Netflix, Google, Facebook, Amazon, Hulu og HBO. Aðkoma ríkisins með milljarða beinum fjárframlögum til RÚV ásamt því að lagaumhverfið hefur ekki þróast í takt við öra þróun er að sjúga allt súrefni úr fjölmiðlafyrirtækjum. Lagaumhverfið stuðlar að ójafnri stöðu gagnvart RÚV og erlendri samkeppni sem greiðir ekki skatta af starfsemi sinni á Íslandi. Verði ekki gerðar breytingar fljótt er ljóst að það geti haft óafturkallanleg áhrif á rekstur og framtíðarhorfur íslenskra samkeppnisaðila.Tillögur til úrbótaAð RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði um næstu áramót. Svo ekki þurfi að koma til skerðingar á starfsemi RÚV væri til dæmis möguleiki að hækka útvarpsgjaldið sem nemur tekjumissi og tryggja þannig óbreytta starfsemi.Að virðisaukaskattur verði ekki tekinn af starfsemi fjölmiðla sem myndi tryggja jafnari stöðu gagnvart erlendri samkeppni sem og að staða fjölmiðlafyrirtækja yrði jafnari gagnvart beinum ríkisstyrkjum til RÚV.Að jafnræði verði tryggt milli innlendra félaga og erlendra varðandi kvaðir og skilyrði um meðferð á myndefni. Má nefna að svigrúm verði aukið svo hægt verði að bjóða ótextað efni í efnisveitu eða bjóða íþróttaleiki með erlendu tali á efni þar sem áhorf mælist undir 5%. Með þessu væri hægt að auka úrval og draga úr núverandi ójafnræði milli innlendra og erlendra aðila á markaðinum.Að sömu reglur gildi um innlendar og erlendar efnisveitur og svo innlendar veitur, sem hyggjast framleiða ólínulegt efni, sitji við sama borð og alþjóðlegir fjölmiðlarisar.Að skilgreiningar á hugtökum í fjölmiðlalögum verði uppfærðar í takt við áðurnefndar tækniframfarir undanfarin ár.Að stjórnvöld grípi til úrræða til að styðja við talsetningu á erlendu myndefni fyrir börn, sem og textun á innlendu myndefni fyrir heyrnarskerta áhorfendur.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Sjá meira
Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Við biðjum um sanngjarnt rekstrarumhverfi og andrými, þ.a. fjölbreyttir íslenskir miðlar geti blómstrað, samhliða ríkisstyrktum fjölmiðli, erlendri samkeppni og nýrri tækni. Neysluhegðun fólks og þær leiðir sem auglýsingafé streymir um eru að breytast hratt, staðbundnum einkamiðlum í óhag. Innlendir miðlar geta ekki aukalega borið þungar byrðar frá hinu opinbera. Einkareknir miðlar eiga í vaxandi erfiðleikum með að mæta samkeppni alþjóðlegra tæknirisa eins og Netflix, Google, Facebook, Amazon, Hulu og HBO. Aðkoma ríkisins með milljarða beinum fjárframlögum til RÚV ásamt því að lagaumhverfið hefur ekki þróast í takt við öra þróun er að sjúga allt súrefni úr fjölmiðlafyrirtækjum. Lagaumhverfið stuðlar að ójafnri stöðu gagnvart RÚV og erlendri samkeppni sem greiðir ekki skatta af starfsemi sinni á Íslandi. Verði ekki gerðar breytingar fljótt er ljóst að það geti haft óafturkallanleg áhrif á rekstur og framtíðarhorfur íslenskra samkeppnisaðila.Tillögur til úrbótaAð RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði um næstu áramót. Svo ekki þurfi að koma til skerðingar á starfsemi RÚV væri til dæmis möguleiki að hækka útvarpsgjaldið sem nemur tekjumissi og tryggja þannig óbreytta starfsemi.Að virðisaukaskattur verði ekki tekinn af starfsemi fjölmiðla sem myndi tryggja jafnari stöðu gagnvart erlendri samkeppni sem og að staða fjölmiðlafyrirtækja yrði jafnari gagnvart beinum ríkisstyrkjum til RÚV.Að jafnræði verði tryggt milli innlendra félaga og erlendra varðandi kvaðir og skilyrði um meðferð á myndefni. Má nefna að svigrúm verði aukið svo hægt verði að bjóða ótextað efni í efnisveitu eða bjóða íþróttaleiki með erlendu tali á efni þar sem áhorf mælist undir 5%. Með þessu væri hægt að auka úrval og draga úr núverandi ójafnræði milli innlendra og erlendra aðila á markaðinum.Að sömu reglur gildi um innlendar og erlendar efnisveitur og svo innlendar veitur, sem hyggjast framleiða ólínulegt efni, sitji við sama borð og alþjóðlegir fjölmiðlarisar.Að skilgreiningar á hugtökum í fjölmiðlalögum verði uppfærðar í takt við áðurnefndar tækniframfarir undanfarin ár.Að stjórnvöld grípi til úrræða til að styðja við talsetningu á erlendu myndefni fyrir börn, sem og textun á innlendu myndefni fyrir heyrnarskerta áhorfendur.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar