Táknmyndir fyrir þjáningar milljóna barna Una Sighvatsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 20:00 Tvær og hálf milljón sýrlenskra barna eru nú á flótta. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist Sýrlendingum, að mati Sameinuðu þjóðanna. Ástandið hefur aldrei verið verra, síðan stríðið braust þar út. Í dag var byrjað að rýma bæinn Daraya í nágrenni Damaskus, eftir að samkomulag náðist um að binda endi á umsátursástand sem þar hefur ríkt í fjögur ár. Þúsundir íbúa verða fluttir þaðan í flóttamannabúðir. Á sama tíma heldur hryllingurinn áfram í Aleppo. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funduðu í Genf í dag um hvernig sætta megi stríðandi fylkingar, en slíkar tilraunir hafa hingað til verið til lítils.Fyrst Aylan, svo Omran Ekki fyrir endann á stríðinu í Sýrlandi og nú þegar það hefur staðið í rúm fimm ár virðist umheimurinn orðinn nánast ónæmur. Fréttir af hörmungum renna saman, athygli fjölmiðla fer annað og samkenndin dofnar. Síðan koma augnablik, eins og í síðustu viku þegar myndin af Omran, litla drengnum í Aleppo, kemst í dreifingu og fangar athygli heimsins. En hverju skilar það? Í fyrra sást síðasta táknmynd fyrir þjáningar sýrlenskra barna, þegar lík Aylan Kurdi skolaði á land í Tyrklandi. Allur heimurinn syrgði Aylan Kurdi, en síðan er liðið tæpt ár og á þeim tíma hefur líf sýrlenskra barna bara versnað.Meira en 8 milljónir sýrlenskra barna þurfa á neyðaraðstoð að halda.Fjöldi barna á flótta margfaldast Fjöldi sýrlenskra flóttabarna hefur margfaldast frá því að vera hálf milljón árið 2013, tvær milljónir í fyrra og í dag eru tvær og hálf milljón sýrlenskra barna á flótta. En það segir ekki alla söguna, því án þess að vera endilega á flótta eru rúmlega 8 milljónir sýrlenskra barna sem þurfa á neyðaraðstoð að halda. Þetta er hópur sem hefur margfaldast ár frá ári, því fjórfalt fleiri börn þurfa á neyðaraðstoð að halda í dag miðað við fyrir fjórum árum. Staðan virðist því aðeins fara versnandi og það er auðvelt að missa von um að þetta leysist nokkurn tíma. En þó má ekki gleyma því að það er verið að vinna ótrúlegar hetjudáðir með hjálparstarfi í stríðsástandinu miðju. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að ofurmannlegt álag sé á samstarfsfólki hans í Sýrlandi en þar eru hetjudáðir unnar á degi hverjum.Mikil barátta og sigrar á degi hverjum Að sögn Bersteins Jónssonar framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi hefur verra mannúðarástand varla sést frá stofnun samtakanna við loka síðari heimsstyrjaldar. UNICEF veitir hjálp inn á flest svæði landsins. „Meira að segja inn á svæði sem er undir stjórn Ísis, því þar búa líka börn. Þannig að það eru sigrar og mikil barátta á hverjum degi sem fer fram í þessu landi og það er ótrúlega mikilvægt að þrátt fyrir allar þessar áskoranir þá megum við aldrei gleyma börnunum í Sýrlandi. Við verðum að halda áfram þar til þetta mannanna stríð er til lykta leitt og friður ríkir," segir Bergsteinn.Mannanna verk sem hægt er að enda Aðspurður hvort einhver von sé um að ástandið batni ítrekar Bergsteinn að stríðið sé mannanna verk og það sem mennirnir hefji, það geti þeir líka bundið endi á. „Auðvitað er það flókið úrlausnarefni. En við verðum að trúa því að við getum byggt upp jafnvel og við getum brotið niður." Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF með því að senda sms-ið STOPP í númerið 1900 og gefa 1.900 krónur. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Tvær og hálf milljón sýrlenskra barna eru nú á flótta. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist Sýrlendingum, að mati Sameinuðu þjóðanna. Ástandið hefur aldrei verið verra, síðan stríðið braust þar út. Í dag var byrjað að rýma bæinn Daraya í nágrenni Damaskus, eftir að samkomulag náðist um að binda endi á umsátursástand sem þar hefur ríkt í fjögur ár. Þúsundir íbúa verða fluttir þaðan í flóttamannabúðir. Á sama tíma heldur hryllingurinn áfram í Aleppo. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funduðu í Genf í dag um hvernig sætta megi stríðandi fylkingar, en slíkar tilraunir hafa hingað til verið til lítils.Fyrst Aylan, svo Omran Ekki fyrir endann á stríðinu í Sýrlandi og nú þegar það hefur staðið í rúm fimm ár virðist umheimurinn orðinn nánast ónæmur. Fréttir af hörmungum renna saman, athygli fjölmiðla fer annað og samkenndin dofnar. Síðan koma augnablik, eins og í síðustu viku þegar myndin af Omran, litla drengnum í Aleppo, kemst í dreifingu og fangar athygli heimsins. En hverju skilar það? Í fyrra sást síðasta táknmynd fyrir þjáningar sýrlenskra barna, þegar lík Aylan Kurdi skolaði á land í Tyrklandi. Allur heimurinn syrgði Aylan Kurdi, en síðan er liðið tæpt ár og á þeim tíma hefur líf sýrlenskra barna bara versnað.Meira en 8 milljónir sýrlenskra barna þurfa á neyðaraðstoð að halda.Fjöldi barna á flótta margfaldast Fjöldi sýrlenskra flóttabarna hefur margfaldast frá því að vera hálf milljón árið 2013, tvær milljónir í fyrra og í dag eru tvær og hálf milljón sýrlenskra barna á flótta. En það segir ekki alla söguna, því án þess að vera endilega á flótta eru rúmlega 8 milljónir sýrlenskra barna sem þurfa á neyðaraðstoð að halda. Þetta er hópur sem hefur margfaldast ár frá ári, því fjórfalt fleiri börn þurfa á neyðaraðstoð að halda í dag miðað við fyrir fjórum árum. Staðan virðist því aðeins fara versnandi og það er auðvelt að missa von um að þetta leysist nokkurn tíma. En þó má ekki gleyma því að það er verið að vinna ótrúlegar hetjudáðir með hjálparstarfi í stríðsástandinu miðju. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að ofurmannlegt álag sé á samstarfsfólki hans í Sýrlandi en þar eru hetjudáðir unnar á degi hverjum.Mikil barátta og sigrar á degi hverjum Að sögn Bersteins Jónssonar framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi hefur verra mannúðarástand varla sést frá stofnun samtakanna við loka síðari heimsstyrjaldar. UNICEF veitir hjálp inn á flest svæði landsins. „Meira að segja inn á svæði sem er undir stjórn Ísis, því þar búa líka börn. Þannig að það eru sigrar og mikil barátta á hverjum degi sem fer fram í þessu landi og það er ótrúlega mikilvægt að þrátt fyrir allar þessar áskoranir þá megum við aldrei gleyma börnunum í Sýrlandi. Við verðum að halda áfram þar til þetta mannanna stríð er til lykta leitt og friður ríkir," segir Bergsteinn.Mannanna verk sem hægt er að enda Aðspurður hvort einhver von sé um að ástandið batni ítrekar Bergsteinn að stríðið sé mannanna verk og það sem mennirnir hefji, það geti þeir líka bundið endi á. „Auðvitað er það flókið úrlausnarefni. En við verðum að trúa því að við getum byggt upp jafnvel og við getum brotið niður." Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF með því að senda sms-ið STOPP í númerið 1900 og gefa 1.900 krónur.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira