Sport

Ráðist á fjölmiðlarútu í Ríó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona leit ein rúðan út eftir árásina.
Svona leit ein rúðan út eftir árásina. vísir/afp
Þrír blaðamenn slösuðust er ráðist var á fjölmiðlarútu á ÓL í Ríó. Ekki er vitað hvort skotið var á rútuna eða steinum kastað í hana.

Tvær rúður í rútunni brotnuðu en alls voru tólf fjölmðlamenn um borð. Þeir þrír sem slösuðust fengu skurði og eru líklega þess utan í áfalli.

„Við vitum ekki enn hvort skotið var á rútuna eða hvort steinum var kastað í hana,“ sagði Mario Andrade, talsmaður leikanna.

Rútan var á leiðinni frá hokkíhöllinni yfir í blaðamannamiðstöðina er ráðist var á hana.

Lee Michaelson var um borð í rútunni en hann er fyrrum hermaður.

„Ég veit hvernig byssuskot hljómar. Ég kastaði mér strax niður í gólfið og öskraði á hina að gera slíkt hið sama,“ sagði Michaelson.

Blaðamennirnir fengu lögreglufylgd lokaspölinn en verið er að rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×