Sport

Serena á heimleið frá Ríó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Serena svekkt í nótt.
Serena svekkt í nótt. vísir/getty
Ferð Williams-systra á ÓL í Ríó var ekki ferð til fjár.

Venus og Serena töpuðu í fyrstu umferð í tvíliðaleiknum og náðu því ekki að vinna enn eitt Ólympíugullið saman.

Venus tapaði í fyrstu umferð í einliðaleiknum og Serena tapaði í nótt í þriðju umferð.

Williams tapaði í tveimur settum, 6-4 og 6-3, gegn Elinu Svitolina frá Úkraínu.

„Þessir leikar gengu ekki upp hjá mér en ég komst þó til Ríó. Það var eitt af markmiðum mínum,“ sagði Serena svekkt.

„Ég tapaði gegn betri spilara í dag en mun bæta upp fyrir það síðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×