Leigjendasamtökin segja íbúðir Búseta enga lausn fyrir leigjendur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 18:26 Samtök leigjenda á Íslandi gagnrýna hátt verð á nýjum íbúðum sem Búseti hefur nú til sölu, þar sem mánaðargreiðslur eru allt upp í 400 þúsund krónur. Borgarstjóri segist vona að íbúðir sem borgin seldi Búseta á kostnaðarverði án útboðs, til að koma til móts við eignaminna fólk og leigjendur, verði ódýrari. Búseti auglýsti í byrjun ágúst i 70 búseturétti í 6 nýbyggingum til sölu. Verðin eru mismunandi eftir gerð íbúða en mánaðarlegar greiðslur eru allt frá 150 þúsund krónum upp í fjögur hundruð þúsund. Sem dæmi má taka að ef valin er B-leið á 128 fermetra íbúð í Einholti er mánaðarlegt búsetugjald rúmlega þrjú hundruð tuttugu og fimmtán þúsund krónur. Búseturétturinn kostar rúmar sjö milljónir og þar af fara fjórar og hálf til eignamyndunar. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að búseturétturinn sé dýrari en oft áður, meðal annars vegna hærri byggingarkostnaðar sökum aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð. Þrátt fyrir það sé eftirspurnin mikil og margir vilja bjóða hærra en uppsett verð í réttinn. Búseti fékk fyrir skömmu vilyrði frá Reykjavíkurborg fyrir uppbyggingu íbúða á lóð Keilugranda, án útboðs, til að koma til móts við húsnæðisvanda leigjenda og eignalítils fólks. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi segir þetta ekki vera leiðina til þess. „Búseturéttargjaldið er það hátt og mánaðarkostnaðurinn er náttúrlega alveg út úr korti. Eins og formaður Búseta segir sjálfur þá eru þetta íbúðir fyrir efnameira fólk. Og þetta eru ekki margar íbúðir svo það er engin lausn í þessu.“ Hólmsteinn segir að leigjendur hafi upp til hópa ekki efni á búsetuúrræðinu. „En aftur á móti þá er ekkert sem bendir til þess að það sé verið að vinna í neinum lausnum fyrir fólk sem er virkilega í íbúðavandræðum,“ segir hann. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vona að þær íbúðir sem Búseti reisir í samstarfi við borgina verði ódýrari en þær sem nú eru auglýstar. „Mér finnst þetta nú virka frekar hátt satt best að segja. En hjá Búseta þá tekur verðlagningin mið af kostnaði við hvert verkefni fyrir sig. Við erum á leiðinni í þrjú ný verkefni með búseta og ég vonast til þess að þar náum við að halda verðinu niðri, eða þeir öllu heldur.“ Tengdar fréttir Íbúðir Búseta í Smiðjuholti ekki fyrir þá efnaminnstu Búseturéttur fimmtíu og sjö íbúða í Smiðjuholti eru nú auglýstur félagsmönnum til sölu. Framkvæmdastjóri Búseta segir markhópinn vera fólk sem vill vera miðsvæðis og borga meira fyrir það. 11. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Samtök leigjenda á Íslandi gagnrýna hátt verð á nýjum íbúðum sem Búseti hefur nú til sölu, þar sem mánaðargreiðslur eru allt upp í 400 þúsund krónur. Borgarstjóri segist vona að íbúðir sem borgin seldi Búseta á kostnaðarverði án útboðs, til að koma til móts við eignaminna fólk og leigjendur, verði ódýrari. Búseti auglýsti í byrjun ágúst i 70 búseturétti í 6 nýbyggingum til sölu. Verðin eru mismunandi eftir gerð íbúða en mánaðarlegar greiðslur eru allt frá 150 þúsund krónum upp í fjögur hundruð þúsund. Sem dæmi má taka að ef valin er B-leið á 128 fermetra íbúð í Einholti er mánaðarlegt búsetugjald rúmlega þrjú hundruð tuttugu og fimmtán þúsund krónur. Búseturétturinn kostar rúmar sjö milljónir og þar af fara fjórar og hálf til eignamyndunar. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að búseturétturinn sé dýrari en oft áður, meðal annars vegna hærri byggingarkostnaðar sökum aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð. Þrátt fyrir það sé eftirspurnin mikil og margir vilja bjóða hærra en uppsett verð í réttinn. Búseti fékk fyrir skömmu vilyrði frá Reykjavíkurborg fyrir uppbyggingu íbúða á lóð Keilugranda, án útboðs, til að koma til móts við húsnæðisvanda leigjenda og eignalítils fólks. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi segir þetta ekki vera leiðina til þess. „Búseturéttargjaldið er það hátt og mánaðarkostnaðurinn er náttúrlega alveg út úr korti. Eins og formaður Búseta segir sjálfur þá eru þetta íbúðir fyrir efnameira fólk. Og þetta eru ekki margar íbúðir svo það er engin lausn í þessu.“ Hólmsteinn segir að leigjendur hafi upp til hópa ekki efni á búsetuúrræðinu. „En aftur á móti þá er ekkert sem bendir til þess að það sé verið að vinna í neinum lausnum fyrir fólk sem er virkilega í íbúðavandræðum,“ segir hann. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vona að þær íbúðir sem Búseti reisir í samstarfi við borgina verði ódýrari en þær sem nú eru auglýstar. „Mér finnst þetta nú virka frekar hátt satt best að segja. En hjá Búseta þá tekur verðlagningin mið af kostnaði við hvert verkefni fyrir sig. Við erum á leiðinni í þrjú ný verkefni með búseta og ég vonast til þess að þar náum við að halda verðinu niðri, eða þeir öllu heldur.“
Tengdar fréttir Íbúðir Búseta í Smiðjuholti ekki fyrir þá efnaminnstu Búseturéttur fimmtíu og sjö íbúða í Smiðjuholti eru nú auglýstur félagsmönnum til sölu. Framkvæmdastjóri Búseta segir markhópinn vera fólk sem vill vera miðsvæðis og borga meira fyrir það. 11. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Íbúðir Búseta í Smiðjuholti ekki fyrir þá efnaminnstu Búseturéttur fimmtíu og sjö íbúða í Smiðjuholti eru nú auglýstur félagsmönnum til sölu. Framkvæmdastjóri Búseta segir markhópinn vera fólk sem vill vera miðsvæðis og borga meira fyrir það. 11. ágúst 2016 06:00