Eygló Ósk: Mjög erfitt en líka ótrúlega gaman Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 13. ágúst 2016 01:43 Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið í nótt. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir varð áttunda í 200 metra baksundi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta er næstbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög erfitt sund en þetta var líka ótrúlega gaman. Það er ekki hægt að lýsa því að vera partur af úrslitum á Ólympíuleikum. Þetta gerir mig hungraða í meira," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið. „Sundið gekk ágætlega til að byrja með en ég fann það þegar það voru 50 metrar eftir að ég var mjög þreytt. Ég var eiginlega að ströggla að komast í bakkann en svona er það þegar maður syndir þetta þrisvar," sagði Eygló. „Ég skildi ekkert eftir í lauginni og ég kom í bakkann dauðþreytt. Ég veit það að ég gaf allt mitt í þetta og það er ekki dropi af orku eftir," sagði Eygló sem þurfti að hafa virkilega fyrir því að standa í viðtalsherberginu. Hún gaf allt í þetta úrslitasund. „Það er eiginlega bara vont að standa hérna," sagði Eygló Ósk hlæjandi. „Ég hef eiginlega engin orð yfir þetta. Þetta eru búnir að vera svo æðislegir leikar og þetta er búið að vera svo frábært. Þegar draumar manns loksins rætast og þetta kemur allt saman. Þetta er ástæðan fyrir því að maður æfir sund og ástæðan fyrir því að ég fer á æfingar á hverjum degi og legg allt mitt í æfingarnar," sagði Eygló Ósk. „Það er fyrir þetta augnablik. Þetta var svo gaman," sagði Eygló. Kom henni á óvart að hin bandaríska Maya DiRado hafi tekið gullið á undan Katinku Hosszú frá Ungverjalandi? „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kom í bakkann og sá að hún hefði unnið. Ég hélt fyrir sundið að Katinka Hosszú væri pottþétt að fara að vinna," sagðu Eygló. „Ég hélt að það yrði engin keppni þannig að þetta er glæsilegt fyrir hana. Ég held meira að segja að hún sé að fara að hætta eftir þessa Ólympíuleika og því glæsilegt fyrir hana að enda þetta svona," sagði Eygló. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00 Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð áttunda í 200 metra baksundi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta er næstbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög erfitt sund en þetta var líka ótrúlega gaman. Það er ekki hægt að lýsa því að vera partur af úrslitum á Ólympíuleikum. Þetta gerir mig hungraða í meira," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið. „Sundið gekk ágætlega til að byrja með en ég fann það þegar það voru 50 metrar eftir að ég var mjög þreytt. Ég var eiginlega að ströggla að komast í bakkann en svona er það þegar maður syndir þetta þrisvar," sagði Eygló. „Ég skildi ekkert eftir í lauginni og ég kom í bakkann dauðþreytt. Ég veit það að ég gaf allt mitt í þetta og það er ekki dropi af orku eftir," sagði Eygló sem þurfti að hafa virkilega fyrir því að standa í viðtalsherberginu. Hún gaf allt í þetta úrslitasund. „Það er eiginlega bara vont að standa hérna," sagði Eygló Ósk hlæjandi. „Ég hef eiginlega engin orð yfir þetta. Þetta eru búnir að vera svo æðislegir leikar og þetta er búið að vera svo frábært. Þegar draumar manns loksins rætast og þetta kemur allt saman. Þetta er ástæðan fyrir því að maður æfir sund og ástæðan fyrir því að ég fer á æfingar á hverjum degi og legg allt mitt í æfingarnar," sagði Eygló Ósk. „Það er fyrir þetta augnablik. Þetta var svo gaman," sagði Eygló. Kom henni á óvart að hin bandaríska Maya DiRado hafi tekið gullið á undan Katinku Hosszú frá Ungverjalandi? „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kom í bakkann og sá að hún hefði unnið. Ég hélt fyrir sundið að Katinka Hosszú væri pottþétt að fara að vinna," sagðu Eygló. „Ég hélt að það yrði engin keppni þannig að þetta er glæsilegt fyrir hana. Ég held meira að segja að hún sé að fara að hætta eftir þessa Ólympíuleika og því glæsilegt fyrir hana að enda þetta svona," sagði Eygló.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00 Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding Sjá meira
Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00
Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10
Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26
Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45
Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30