Sport

Bandaríska boðhlaupssveitin nýtti tækifæri númer tvö

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fékk bandaríska sveitin í 4x100 metra boðhlaupi annað tækifæri til að komast áfram í úrslit eftir klúður í undanúrslitunum.

Bandaríkin kærðu hlaupið í undanúrslitunum á þeim forsendum að brasilíska liðið hefði þvælst inn á bandarísku brautina þegar Allyson Felix og English Gardner ætluðu að skiptast á keflinu.

Kæran var tekin til greina og bandaríska sveitin hljóp ein í kvöld og náði nógu góðum tíma (41,77) til að komast í úrslit.

Bandaríska sveitin endaði eftir allt með besta tímann í undanúrslitunum, tveimur sekúndubrotum á undan jamaísku sveitinni.

Úrslitin fara fram aðfaranótt laugardags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×