Sport

Lochte biðst afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ryan Lochte á blaðamannafundi í Ríó.
Ryan Lochte á blaðamannafundi í Ríó. vísir/getty
Bandaríski sundkappinn Ryan Lochte hefur loksins rofið þögnina en ekkert hefur heyrst í honum síðan hann náði að sleppa frá Ríó til Bandaríkjanna.

Lochte var aðalforkólfurinn meðal fjögurra bandarískra sundkappa sem lugu um að hafa verið rændir á meðan þeir í raun ollu skemmdum á bensínstöð í Ríó.

Málið hefur verið í heimsfréttunum síðustu daga enda var saga Lochte og félaga svakaleg. Þegar spilaborgin hrundi og lygarnar komu í ljós varð fréttin enn stærri.

Nú eru þeir allir komnir heim en sá síðasti varð þó að greiða sekt.

Lochte hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni í Ríó. Hann hefði átt að sýna meiri ábyrgð með hegðun sinni. Hann axlar síðan ábyrgð sína á þessum farsa.

Sjá má afsökunarbeiðnina í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Bandaríska Ólympíunefndin biðst afsökunar

Það er nú orðið ljóst að Ryan Lochte og þrír sundfélagar hans lugu um að hafa verið rændir í tilraun til þess að hylma yfir skemmdarverk á bensínstöð.

Lochte neitaði að hlýða ræningjunum

Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×