Innlent

Myndaveisla úr Dalnum auk brekkusöngsins í heild

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Blysin voru tignarleg venju samkvæmt.
Blysin voru tignarleg venju samkvæmt. Vísir/Óskar P. Friðriksson
Síðasta kvöld Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum fór fram í gær. Venju samkvæmt var boðið upp á brekkusöng sem að þessu sinni var sjónvarpað á Vísi og Stöð 2 og útvarpað á Bylgjunni. Að neðan er hægt að sjá upptöku af því þegar Ingólfur Þórarinsson, oft kenndur við Veðurguðina, stýrði söngnum í gær.

Þetta var ekki hið eina fréttnæma sem átti sér stað í Vestmannaeyjum í gær því fyrsta lundapysja ársins lét sjá sig. Líkt og alþjóð veit er það stór viðburður ár hvert í Eyjum þegar það gerist. 

Ljósmyndarinn Óskar P. Friðriksson var á ferðinni um Herjólfsdal í gær og tók meðfylgjandi myndir. Þar má meðal annars sjá stemninguna í Dalnum og áðurnefnda pysju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×