Innlent

Fleiri nemendur í grunnskólum

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Alls störfuðu 168 grunnskólar á landinu síðasta ár.
Alls störfuðu 168 grunnskólar á landinu síðasta ár. vísir/stefán
Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 43.760 haustið 2015. Nemendum fjölgaði um 624 frá fyrra ári eða um 1,4 prósent. Nemendur hafa ekki verið fleiri síðan haustið 2007. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Alls störfuðu 168 grunnskólar á landinu skólaárið 2015 til 2016, sem er fjölgun um einn skóla frá fyrra ári. Grunnskólum hefur farið fækkandi undanfarin ár vegna sameiningar og hefur fækkað um 28 skóla frá árinu 1998.

Þá kemur fram að nemendum sem skráðir voru með erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað. Haustið 2015 höfðu 3.543 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli. Algengasta erlenda móðurmálið var pólska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×