Ekki hægt að fullyrða að kyn dómara skipti máli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júlí 2016 08:00 Tíu prósent af skipuðum dómurum við Hæstarétt eru konur. vísir/gva Ekki er hægt að fullyrða að kyn dómara skipti máli varðandi dómsniðurstöður í einstökum málum. Þetta var meðal annars niðurstaða Ingu Valgerðar Stefánsdóttur lögfræðings í meistararitgerð sem hún skrifaði í lögfræði við Háskóla Íslands. Titill ritgerðarinnar var „Skiptir kyn máli við skipan dómara í Hæstarétt Íslands?“ „Mér fannst niðurstöðurnar áhugaverðar og tel að það sé mikilvægt að það eigi sér stað breyting hvað varðar kynjahlutföll við Hæstarétt,“ segir Inga Valgerður.Inga Valgerður StefánsdóttirInga skoðaði meðal annars dómsniðurstöður Hæstaréttar í kynferðisbrotamálum. „Ég skoðaði dóma þar sem dómarar skiluðu sératkvæði til að kanna hvort það skipti máli af hvaða kyni dómari er í kynferðisbrotamálum. Niðurstaðan er að það er erfitt að slá slíkri fullyrðingu fastri enda eru dómendur einstaklingar sem hafa ólíka reynslu og kunna að túlka lögin á ólíkan hátt hvort sem um er að ræða konu eða karl.“ Inga segir að það sé þó mikilvægt að jafna kynjahlutföll við æðsta dómstól landsins en aðeins tíu prósent af skipuðum dómurum við Hæstarétt eru konur. „Varðandi stjórnir fyrirtækja hefur oft verið vísað til þess að aukin fjölbreytni skili betri árangri og á það alveg eins við um dómstóla. Sterk ímynd Hæstaréttar út á við skiptir máli og það er líklegra að samsettur hópur dómenda af báðum kynjum, sem endurspeglar betur samfélagið, njóti trausts almennings fremur en einsleitur hópur karla,“ segir Inga og bætir við mikilvægi þess að konur séu ekki útilokaðar frá embættum fyrir það eitt að vera konur. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor og leiðbeinandi Ingu, segir ritgerðina hafa verið vel unna og að megin áhersla hafi verið lögð á samspil jafnréttislaga og dómstólalaga. „Hún skoðaði lítið úrtak af dómum í kynferðisbrotamálum og af þeim er ekki hægt að fullyrða að niðurstaðan sé breytileg eftir kyni dómarans enda eru málin misjöfn. Það er þó heldur ekki hægt að útiloka að kyn skipti máli.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Ekki er hægt að fullyrða að kyn dómara skipti máli varðandi dómsniðurstöður í einstökum málum. Þetta var meðal annars niðurstaða Ingu Valgerðar Stefánsdóttur lögfræðings í meistararitgerð sem hún skrifaði í lögfræði við Háskóla Íslands. Titill ritgerðarinnar var „Skiptir kyn máli við skipan dómara í Hæstarétt Íslands?“ „Mér fannst niðurstöðurnar áhugaverðar og tel að það sé mikilvægt að það eigi sér stað breyting hvað varðar kynjahlutföll við Hæstarétt,“ segir Inga Valgerður.Inga Valgerður StefánsdóttirInga skoðaði meðal annars dómsniðurstöður Hæstaréttar í kynferðisbrotamálum. „Ég skoðaði dóma þar sem dómarar skiluðu sératkvæði til að kanna hvort það skipti máli af hvaða kyni dómari er í kynferðisbrotamálum. Niðurstaðan er að það er erfitt að slá slíkri fullyrðingu fastri enda eru dómendur einstaklingar sem hafa ólíka reynslu og kunna að túlka lögin á ólíkan hátt hvort sem um er að ræða konu eða karl.“ Inga segir að það sé þó mikilvægt að jafna kynjahlutföll við æðsta dómstól landsins en aðeins tíu prósent af skipuðum dómurum við Hæstarétt eru konur. „Varðandi stjórnir fyrirtækja hefur oft verið vísað til þess að aukin fjölbreytni skili betri árangri og á það alveg eins við um dómstóla. Sterk ímynd Hæstaréttar út á við skiptir máli og það er líklegra að samsettur hópur dómenda af báðum kynjum, sem endurspeglar betur samfélagið, njóti trausts almennings fremur en einsleitur hópur karla,“ segir Inga og bætir við mikilvægi þess að konur séu ekki útilokaðar frá embættum fyrir það eitt að vera konur. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor og leiðbeinandi Ingu, segir ritgerðina hafa verið vel unna og að megin áhersla hafi verið lögð á samspil jafnréttislaga og dómstólalaga. „Hún skoðaði lítið úrtak af dómum í kynferðisbrotamálum og af þeim er ekki hægt að fullyrða að niðurstaðan sé breytileg eftir kyni dómarans enda eru málin misjöfn. Það er þó heldur ekki hægt að útiloka að kyn skipti máli.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira