Holugeitungurinn lítið sést þetta sumarið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. júlí 2016 07:00 mynd/erling ólafsson „Þetta er örugglega í hag þeirra sem hræðast geitunga en ef menn verða ekki varir við það sem þeir hræðast er það alltaf gott,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en sú óvanalega staða er komin upp að lítið sem ekkert hefur sést í holugeitunginn það sem af er sumri. „Það er lítið farið að bera á honum. Það á þó líklega eftir að hressast eitthvað þegar líður á sumarið,“ segir Erling en það eru einungis trjágeitungarnir sem eru sýnilegir núna.Lítið hefur sést til holugeitungsins það sem af er sumri.Munurinn á þessum tveimur tegundum geitunga er einkum sá að trjágeitungar eru árásargjarnir þegar þeir eru ónáðaðir við búin og geta þá stungið, en þeir eru þó yfirleitt til friðs. Holugeitungar eru kvikir og er auðvelt að fá þá upp á móti sér. Þeir sækja í mat og drykki fólks sem situr úti í garði. Ákveði þeir að ráðast til atlögu stinga þeir sér gjarnan inn undir föt, upp í ermar og ofan í hálsmál til að athafna sig. Erling segist ekki vita ástæðu þess að holugeitungarnir séu ekki komnir á stjá. „Ef eitthvað gengur á í náttúrunni er yfirleitt eitthvað flókið á bak við það og það er ekki ein skýring á neinu. Náttúran er stórt samspil þar sem eitt leiðir af öðru,“ segir Erling og bætir við að holugeitungurinn hafi átt erfitt á Íslandi undanfarin ár og mögulega sé ástæðan sú að Ísland sé einfaldlega ekki landið fyrir hann. „Hann er kannski bara farinn að fatta það. Við skulum vona að svo sé.“ Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að holugeitungur sé tvílitur, svartur og gulur. Hann þekkist meðal annars á örvarlaga svörtum bletti á gulu andliti og jafnbreiðum, gulum, hliðstæðum röndum á frambol. Trjágeitungar séu hins vegar dekkri en aðrir geitungar og þekkist meðal annars á rauðleitum bletti framarlega á hliðum afturbols.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
„Þetta er örugglega í hag þeirra sem hræðast geitunga en ef menn verða ekki varir við það sem þeir hræðast er það alltaf gott,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en sú óvanalega staða er komin upp að lítið sem ekkert hefur sést í holugeitunginn það sem af er sumri. „Það er lítið farið að bera á honum. Það á þó líklega eftir að hressast eitthvað þegar líður á sumarið,“ segir Erling en það eru einungis trjágeitungarnir sem eru sýnilegir núna.Lítið hefur sést til holugeitungsins það sem af er sumri.Munurinn á þessum tveimur tegundum geitunga er einkum sá að trjágeitungar eru árásargjarnir þegar þeir eru ónáðaðir við búin og geta þá stungið, en þeir eru þó yfirleitt til friðs. Holugeitungar eru kvikir og er auðvelt að fá þá upp á móti sér. Þeir sækja í mat og drykki fólks sem situr úti í garði. Ákveði þeir að ráðast til atlögu stinga þeir sér gjarnan inn undir föt, upp í ermar og ofan í hálsmál til að athafna sig. Erling segist ekki vita ástæðu þess að holugeitungarnir séu ekki komnir á stjá. „Ef eitthvað gengur á í náttúrunni er yfirleitt eitthvað flókið á bak við það og það er ekki ein skýring á neinu. Náttúran er stórt samspil þar sem eitt leiðir af öðru,“ segir Erling og bætir við að holugeitungurinn hafi átt erfitt á Íslandi undanfarin ár og mögulega sé ástæðan sú að Ísland sé einfaldlega ekki landið fyrir hann. „Hann er kannski bara farinn að fatta það. Við skulum vona að svo sé.“ Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að holugeitungur sé tvílitur, svartur og gulur. Hann þekkist meðal annars á örvarlaga svörtum bletti á gulu andliti og jafnbreiðum, gulum, hliðstæðum röndum á frambol. Trjágeitungar séu hins vegar dekkri en aðrir geitungar og þekkist meðal annars á rauðleitum bletti framarlega á hliðum afturbols.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira