Stærð og dýpt jökullóna á kort Þórgnýr Albertsson skrifar 12. júlí 2016 07:00 Fjölmarga jaka, brot úr jöklinum, má sjá í Jökulsárlóni við Breiðamerkurjökul. Visir/Valli Rannsóknarhópur á vegum Háskóla Íslands undir forystu Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings mun í sumar kanna fjallshlíðar umhverfis skriðjökla við sunnanverðan Vatnajökul og Mýrdalsjökul og kortleggja stærð og dýpi jökullóna sem eru að myndast fyrir framan þá. Markmið rannsóknarinnar er að leggja mat á þá staði þar sem þær aðstæður gætu myndast að brattar fjallshlíðar gætu hugsanlega hrunið ofan í jökullón og jafnvel orsakað flóðbylgjur. Tvö vel þekkt dæmi eru um slík hrun. Annars vegar á Morsárjökli árið 2007 og hins vegar á Steinsholtsjökli árið 1967. Berghrunið á Morsárjökli stöðvaðist á jöklinum sjálfum en á Steinsholtsjökli féll berghrunið að hluta ofan í jökullón og orsakaði flóðbylgju sem flæddi niður dalinn. „Kortlagningin byggir á því að meta þá staði þar sem þessar aðstæður gætu hugsanlega verið að myndast,“ segir Þorsteinn. Hann segir enn fremur mikilvægt að kortleggja botn lónanna til að hægt sé að reikna út rúmmál vatnsins sem í þeim er.Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur„Jökullón myndast fyrir framan jökulsporða þegar jökulhörfunin er hraðari en sem nemur framburði jökulsins í lónið. Við það myndast dæld fyrir framan jökulsporðinn sem fyllist af leysingavatni og með tímanum myndast lón. Við þær aðstæður byrjar frambrún jökulsins að brotna upp og eykur það á hörfun hans,“ segir Þorsteinn. Gott dæmi um slíkt er Jökulsárlón. Myndun jökullóna segir Þorsteinn ekki nýja af nálinni. „Staðan er hins vegar sú að jökullón eru að myndast fyrir framan nánast alla skriðjökla sem segir okkur að jökulhörfun er mjög hröð.“ Aðstæður líkar því sem voru við Steinsholtsjökul fyrir nærri fimmtíu árum eru að myndast víða og segir Þorsteinn því mikilvægt að kortleggja lónin og fylgjast vel með hlíðum fjalla umhverfis skriðjöklana og jökullónin. Þau lón sem mæld hafa verið eru nokkuð djúp. Til að mynda er lónið fyrir framan Sólheimajökul sem hefur verið að myndast frá árinu 2010 orðið 0,4 ferkílómetrar að flatarmáli og sextíu metra djúpt við jökuljaðarinn. Vatnsmagnið í lóninu nemur nú um 4.800 Vesturbæjarlaugum. Frumniðurstöður rannsóknarinnar, sem styrktar eru af Háskóla Íslands, Vinum Vatnajökuls og Orkurannsóknasjóði verða kynntar næstkomandi vetur en að sögn Þorsteins er brýnt að fá fjármagn í auknar rannsóknir á komandi árum til að fylgjast með því hvað sé að gerast í hinu stórbrotna og síbreytilega umhverfi skriðjökla landsins. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Rannsóknarhópur á vegum Háskóla Íslands undir forystu Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings mun í sumar kanna fjallshlíðar umhverfis skriðjökla við sunnanverðan Vatnajökul og Mýrdalsjökul og kortleggja stærð og dýpi jökullóna sem eru að myndast fyrir framan þá. Markmið rannsóknarinnar er að leggja mat á þá staði þar sem þær aðstæður gætu myndast að brattar fjallshlíðar gætu hugsanlega hrunið ofan í jökullón og jafnvel orsakað flóðbylgjur. Tvö vel þekkt dæmi eru um slík hrun. Annars vegar á Morsárjökli árið 2007 og hins vegar á Steinsholtsjökli árið 1967. Berghrunið á Morsárjökli stöðvaðist á jöklinum sjálfum en á Steinsholtsjökli féll berghrunið að hluta ofan í jökullón og orsakaði flóðbylgju sem flæddi niður dalinn. „Kortlagningin byggir á því að meta þá staði þar sem þessar aðstæður gætu hugsanlega verið að myndast,“ segir Þorsteinn. Hann segir enn fremur mikilvægt að kortleggja botn lónanna til að hægt sé að reikna út rúmmál vatnsins sem í þeim er.Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur„Jökullón myndast fyrir framan jökulsporða þegar jökulhörfunin er hraðari en sem nemur framburði jökulsins í lónið. Við það myndast dæld fyrir framan jökulsporðinn sem fyllist af leysingavatni og með tímanum myndast lón. Við þær aðstæður byrjar frambrún jökulsins að brotna upp og eykur það á hörfun hans,“ segir Þorsteinn. Gott dæmi um slíkt er Jökulsárlón. Myndun jökullóna segir Þorsteinn ekki nýja af nálinni. „Staðan er hins vegar sú að jökullón eru að myndast fyrir framan nánast alla skriðjökla sem segir okkur að jökulhörfun er mjög hröð.“ Aðstæður líkar því sem voru við Steinsholtsjökul fyrir nærri fimmtíu árum eru að myndast víða og segir Þorsteinn því mikilvægt að kortleggja lónin og fylgjast vel með hlíðum fjalla umhverfis skriðjöklana og jökullónin. Þau lón sem mæld hafa verið eru nokkuð djúp. Til að mynda er lónið fyrir framan Sólheimajökul sem hefur verið að myndast frá árinu 2010 orðið 0,4 ferkílómetrar að flatarmáli og sextíu metra djúpt við jökuljaðarinn. Vatnsmagnið í lóninu nemur nú um 4.800 Vesturbæjarlaugum. Frumniðurstöður rannsóknarinnar, sem styrktar eru af Háskóla Íslands, Vinum Vatnajökuls og Orkurannsóknasjóði verða kynntar næstkomandi vetur en að sögn Þorsteins er brýnt að fá fjármagn í auknar rannsóknir á komandi árum til að fylgjast með því hvað sé að gerast í hinu stórbrotna og síbreytilega umhverfi skriðjökla landsins. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00