Kirkjugrið og lög Guðs og manna Þórir Stephensen skrifar 13. júlí 2016 07:00 Atburðir nýlegir í Laugarneskirkju hafa vakið upp minningu um kirkjugrið. Þau voru staðreynd á miðöldum. Þá giltu þau ekki aðeins innan kirkjuveggja í Laugarnesi, heldur einnig 40 skref út frá kirkjunni öllum megin. Á svipuðum tíma gilti það einnig, að væru Guðs lög og manna ekki sammála, skyldu Guðs lög ráða. Allt er þetta liðin tíð, en ágætt að þetta skyldi koma upp nú á tímum mikillar gerjunar fjölmenningarinnar, sem við hljótum að reyna að laga okkur að. Af þessu þarf að draga lærdóm. Það fyrsta sem blasir við, þegar kirkjan andæfir yfirvöldum, er að hún er ekki ríkiskirkja. Hún hefur sinn grundvöll, hún hefur sinn boðskap og ótvíræða köllun, sem hún þarf ekkert að bera undir ríkisvaldið og gerir ekki eins og umræddir atburðir sýna. Hún hlýtur að standa með kærleikanum, fyrir lítilmagnann, reynandi að verja hans rétt. Í Laugarnesi voru tveir prestar með fingur á púlsi þjáningar erlendra bræðra okkar, tveggja ungra manna, sem höfðu beðið sex eða sjö mánuði eftir úrskurði um landvist. Þeir eru með múslimskan bakgrunn, en atvikin höguðu því þannig, að það voru kristnir menn sem opnuðu þeim vináttu sína og reyndust þeim bræður. Vegna þess kristna kærleika, sem þeir nutu, báðu þeir um að mega sjálfir verða lærisveinar slíkrar hugsunar og fengu kristna skírn, þegar þeirra tími var kominn. Þeir tóku þátt í safnaðarstarfi í Hjallakirkju og Laugarneskirkju. Þegar þeir vissu að þeir fengju ekki landvist og lögreglan ætlaði að sækja þá, urðu þeir miður sín af vonbrigðum, sem hafa örugglega ekki verið þau fyrstu á flótta þeirra frá ógnarástandi heimalands síns. Eðlilega leituðu þeir þá í það skjólið, sem þeir höfðu fundið hlýjast, til kirkjunnar, prestanna sem ásamt safnaðarfólkinu höfðu gefið þeim nýja lífssýn og umvafið þá bróðurhug. Þá vaknaði minningin um kirkjugriðin og voru þau notuð á táknrænan hátt, af því að í þessu máli var kirkjan síðasta haldreipið og helgi hennar óumdeild. Prestarnir létu vita af því að í kirkjunni yrðu hælisleitendurnir umvafðir kærleika vina sinna meðan stætt væri. Þeir sýndu lögreglunni enga andstöðu, enda var kirkjan opin. Ég fæ ekki séð, að kirkjan hafi á nokkurn hátt reynt að hindra framgang réttvísinnar. Hins vegar reyndi hún að lengja arm kærleikans eins og henni var unnt. Lái henni það hver sem vill. En vegna margra mála, sem upp hafa komið að undanförnu, þar sem almenningi finnst að nokkuð skorti á mannúð er ég ekki viss um, að lög okkar séu svo réttlát, sem þau ættu að vera. Ég spyr einnig hvers vegna menn séu dregnir svo lengi á úrlausn mála, að það bjóði upp á erfiðleika við að slíta þau tengsl, sem hljóta að myndast við slíkar aðstæður. Hver eru „Guðs lög“ í dag? Svarið er einfalt. Þau eru kærleikslögmálið um bróðurþel og jafnan rétt allra manna. Þau eru Gullna reglan: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Fréttir segja, að mennirnir hafi verið sendir úr landi samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Um leið heyrði ég frá ábyrgum aðila, að henni væri nú beitt „miskunnarlaust“. Ég hélt, að hún væri leiðbeinandi í þessum efnum en ekki skipandi. Er ekki miskunnin kjarni kærleikans? Geta ekki aðstæður stundum verið þannig, að það sé miskunnin ein, sem skapar farsæla lausn?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Atburðir nýlegir í Laugarneskirkju hafa vakið upp minningu um kirkjugrið. Þau voru staðreynd á miðöldum. Þá giltu þau ekki aðeins innan kirkjuveggja í Laugarnesi, heldur einnig 40 skref út frá kirkjunni öllum megin. Á svipuðum tíma gilti það einnig, að væru Guðs lög og manna ekki sammála, skyldu Guðs lög ráða. Allt er þetta liðin tíð, en ágætt að þetta skyldi koma upp nú á tímum mikillar gerjunar fjölmenningarinnar, sem við hljótum að reyna að laga okkur að. Af þessu þarf að draga lærdóm. Það fyrsta sem blasir við, þegar kirkjan andæfir yfirvöldum, er að hún er ekki ríkiskirkja. Hún hefur sinn grundvöll, hún hefur sinn boðskap og ótvíræða köllun, sem hún þarf ekkert að bera undir ríkisvaldið og gerir ekki eins og umræddir atburðir sýna. Hún hlýtur að standa með kærleikanum, fyrir lítilmagnann, reynandi að verja hans rétt. Í Laugarnesi voru tveir prestar með fingur á púlsi þjáningar erlendra bræðra okkar, tveggja ungra manna, sem höfðu beðið sex eða sjö mánuði eftir úrskurði um landvist. Þeir eru með múslimskan bakgrunn, en atvikin höguðu því þannig, að það voru kristnir menn sem opnuðu þeim vináttu sína og reyndust þeim bræður. Vegna þess kristna kærleika, sem þeir nutu, báðu þeir um að mega sjálfir verða lærisveinar slíkrar hugsunar og fengu kristna skírn, þegar þeirra tími var kominn. Þeir tóku þátt í safnaðarstarfi í Hjallakirkju og Laugarneskirkju. Þegar þeir vissu að þeir fengju ekki landvist og lögreglan ætlaði að sækja þá, urðu þeir miður sín af vonbrigðum, sem hafa örugglega ekki verið þau fyrstu á flótta þeirra frá ógnarástandi heimalands síns. Eðlilega leituðu þeir þá í það skjólið, sem þeir höfðu fundið hlýjast, til kirkjunnar, prestanna sem ásamt safnaðarfólkinu höfðu gefið þeim nýja lífssýn og umvafið þá bróðurhug. Þá vaknaði minningin um kirkjugriðin og voru þau notuð á táknrænan hátt, af því að í þessu máli var kirkjan síðasta haldreipið og helgi hennar óumdeild. Prestarnir létu vita af því að í kirkjunni yrðu hælisleitendurnir umvafðir kærleika vina sinna meðan stætt væri. Þeir sýndu lögreglunni enga andstöðu, enda var kirkjan opin. Ég fæ ekki séð, að kirkjan hafi á nokkurn hátt reynt að hindra framgang réttvísinnar. Hins vegar reyndi hún að lengja arm kærleikans eins og henni var unnt. Lái henni það hver sem vill. En vegna margra mála, sem upp hafa komið að undanförnu, þar sem almenningi finnst að nokkuð skorti á mannúð er ég ekki viss um, að lög okkar séu svo réttlát, sem þau ættu að vera. Ég spyr einnig hvers vegna menn séu dregnir svo lengi á úrlausn mála, að það bjóði upp á erfiðleika við að slíta þau tengsl, sem hljóta að myndast við slíkar aðstæður. Hver eru „Guðs lög“ í dag? Svarið er einfalt. Þau eru kærleikslögmálið um bróðurþel og jafnan rétt allra manna. Þau eru Gullna reglan: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Fréttir segja, að mennirnir hafi verið sendir úr landi samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Um leið heyrði ég frá ábyrgum aðila, að henni væri nú beitt „miskunnarlaust“. Ég hélt, að hún væri leiðbeinandi í þessum efnum en ekki skipandi. Er ekki miskunnin kjarni kærleikans? Geta ekki aðstæður stundum verið þannig, að það sé miskunnin ein, sem skapar farsæla lausn?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun