Kirkjugrið og lög Guðs og manna Þórir Stephensen skrifar 13. júlí 2016 07:00 Atburðir nýlegir í Laugarneskirkju hafa vakið upp minningu um kirkjugrið. Þau voru staðreynd á miðöldum. Þá giltu þau ekki aðeins innan kirkjuveggja í Laugarnesi, heldur einnig 40 skref út frá kirkjunni öllum megin. Á svipuðum tíma gilti það einnig, að væru Guðs lög og manna ekki sammála, skyldu Guðs lög ráða. Allt er þetta liðin tíð, en ágætt að þetta skyldi koma upp nú á tímum mikillar gerjunar fjölmenningarinnar, sem við hljótum að reyna að laga okkur að. Af þessu þarf að draga lærdóm. Það fyrsta sem blasir við, þegar kirkjan andæfir yfirvöldum, er að hún er ekki ríkiskirkja. Hún hefur sinn grundvöll, hún hefur sinn boðskap og ótvíræða köllun, sem hún þarf ekkert að bera undir ríkisvaldið og gerir ekki eins og umræddir atburðir sýna. Hún hlýtur að standa með kærleikanum, fyrir lítilmagnann, reynandi að verja hans rétt. Í Laugarnesi voru tveir prestar með fingur á púlsi þjáningar erlendra bræðra okkar, tveggja ungra manna, sem höfðu beðið sex eða sjö mánuði eftir úrskurði um landvist. Þeir eru með múslimskan bakgrunn, en atvikin höguðu því þannig, að það voru kristnir menn sem opnuðu þeim vináttu sína og reyndust þeim bræður. Vegna þess kristna kærleika, sem þeir nutu, báðu þeir um að mega sjálfir verða lærisveinar slíkrar hugsunar og fengu kristna skírn, þegar þeirra tími var kominn. Þeir tóku þátt í safnaðarstarfi í Hjallakirkju og Laugarneskirkju. Þegar þeir vissu að þeir fengju ekki landvist og lögreglan ætlaði að sækja þá, urðu þeir miður sín af vonbrigðum, sem hafa örugglega ekki verið þau fyrstu á flótta þeirra frá ógnarástandi heimalands síns. Eðlilega leituðu þeir þá í það skjólið, sem þeir höfðu fundið hlýjast, til kirkjunnar, prestanna sem ásamt safnaðarfólkinu höfðu gefið þeim nýja lífssýn og umvafið þá bróðurhug. Þá vaknaði minningin um kirkjugriðin og voru þau notuð á táknrænan hátt, af því að í þessu máli var kirkjan síðasta haldreipið og helgi hennar óumdeild. Prestarnir létu vita af því að í kirkjunni yrðu hælisleitendurnir umvafðir kærleika vina sinna meðan stætt væri. Þeir sýndu lögreglunni enga andstöðu, enda var kirkjan opin. Ég fæ ekki séð, að kirkjan hafi á nokkurn hátt reynt að hindra framgang réttvísinnar. Hins vegar reyndi hún að lengja arm kærleikans eins og henni var unnt. Lái henni það hver sem vill. En vegna margra mála, sem upp hafa komið að undanförnu, þar sem almenningi finnst að nokkuð skorti á mannúð er ég ekki viss um, að lög okkar séu svo réttlát, sem þau ættu að vera. Ég spyr einnig hvers vegna menn séu dregnir svo lengi á úrlausn mála, að það bjóði upp á erfiðleika við að slíta þau tengsl, sem hljóta að myndast við slíkar aðstæður. Hver eru „Guðs lög“ í dag? Svarið er einfalt. Þau eru kærleikslögmálið um bróðurþel og jafnan rétt allra manna. Þau eru Gullna reglan: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Fréttir segja, að mennirnir hafi verið sendir úr landi samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Um leið heyrði ég frá ábyrgum aðila, að henni væri nú beitt „miskunnarlaust“. Ég hélt, að hún væri leiðbeinandi í þessum efnum en ekki skipandi. Er ekki miskunnin kjarni kærleikans? Geta ekki aðstæður stundum verið þannig, að það sé miskunnin ein, sem skapar farsæla lausn?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Atburðir nýlegir í Laugarneskirkju hafa vakið upp minningu um kirkjugrið. Þau voru staðreynd á miðöldum. Þá giltu þau ekki aðeins innan kirkjuveggja í Laugarnesi, heldur einnig 40 skref út frá kirkjunni öllum megin. Á svipuðum tíma gilti það einnig, að væru Guðs lög og manna ekki sammála, skyldu Guðs lög ráða. Allt er þetta liðin tíð, en ágætt að þetta skyldi koma upp nú á tímum mikillar gerjunar fjölmenningarinnar, sem við hljótum að reyna að laga okkur að. Af þessu þarf að draga lærdóm. Það fyrsta sem blasir við, þegar kirkjan andæfir yfirvöldum, er að hún er ekki ríkiskirkja. Hún hefur sinn grundvöll, hún hefur sinn boðskap og ótvíræða köllun, sem hún þarf ekkert að bera undir ríkisvaldið og gerir ekki eins og umræddir atburðir sýna. Hún hlýtur að standa með kærleikanum, fyrir lítilmagnann, reynandi að verja hans rétt. Í Laugarnesi voru tveir prestar með fingur á púlsi þjáningar erlendra bræðra okkar, tveggja ungra manna, sem höfðu beðið sex eða sjö mánuði eftir úrskurði um landvist. Þeir eru með múslimskan bakgrunn, en atvikin höguðu því þannig, að það voru kristnir menn sem opnuðu þeim vináttu sína og reyndust þeim bræður. Vegna þess kristna kærleika, sem þeir nutu, báðu þeir um að mega sjálfir verða lærisveinar slíkrar hugsunar og fengu kristna skírn, þegar þeirra tími var kominn. Þeir tóku þátt í safnaðarstarfi í Hjallakirkju og Laugarneskirkju. Þegar þeir vissu að þeir fengju ekki landvist og lögreglan ætlaði að sækja þá, urðu þeir miður sín af vonbrigðum, sem hafa örugglega ekki verið þau fyrstu á flótta þeirra frá ógnarástandi heimalands síns. Eðlilega leituðu þeir þá í það skjólið, sem þeir höfðu fundið hlýjast, til kirkjunnar, prestanna sem ásamt safnaðarfólkinu höfðu gefið þeim nýja lífssýn og umvafið þá bróðurhug. Þá vaknaði minningin um kirkjugriðin og voru þau notuð á táknrænan hátt, af því að í þessu máli var kirkjan síðasta haldreipið og helgi hennar óumdeild. Prestarnir létu vita af því að í kirkjunni yrðu hælisleitendurnir umvafðir kærleika vina sinna meðan stætt væri. Þeir sýndu lögreglunni enga andstöðu, enda var kirkjan opin. Ég fæ ekki séð, að kirkjan hafi á nokkurn hátt reynt að hindra framgang réttvísinnar. Hins vegar reyndi hún að lengja arm kærleikans eins og henni var unnt. Lái henni það hver sem vill. En vegna margra mála, sem upp hafa komið að undanförnu, þar sem almenningi finnst að nokkuð skorti á mannúð er ég ekki viss um, að lög okkar séu svo réttlát, sem þau ættu að vera. Ég spyr einnig hvers vegna menn séu dregnir svo lengi á úrlausn mála, að það bjóði upp á erfiðleika við að slíta þau tengsl, sem hljóta að myndast við slíkar aðstæður. Hver eru „Guðs lög“ í dag? Svarið er einfalt. Þau eru kærleikslögmálið um bróðurþel og jafnan rétt allra manna. Þau eru Gullna reglan: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Fréttir segja, að mennirnir hafi verið sendir úr landi samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Um leið heyrði ég frá ábyrgum aðila, að henni væri nú beitt „miskunnarlaust“. Ég hélt, að hún væri leiðbeinandi í þessum efnum en ekki skipandi. Er ekki miskunnin kjarni kærleikans? Geta ekki aðstæður stundum verið þannig, að það sé miskunnin ein, sem skapar farsæla lausn?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun