Skilgreining á hatursglæp Eyrún Eyþórsdóttir og Aldra Hrönn Jóhannsdóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Í janúar síðastliðnum var sett á laggirnar þróunarverkefni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) er lýtur að hatursglæpum. Þessi ákvörðun er í takt við þróun sem hefur orðið í Evrópu en tvö ár eru síðan lögreglan í Ósló setti sambærilega deild á laggirnar en níu ár hjá lögreglunni í Stokkhólmi séu dæmi tekin. Tilgangur verkefnisins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er því að fylgja eftir þróun sem hefur átt sér stað í löggæslu í Evrópu. Auk þess er Ísland aðildarríki að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) en barátta gegn hatursglæpum er eitt helsta málefni Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu þeirrar stofnunar (ODIHR) og hefur ODIHR lagt á það ríka áherslu að lögregla aðildarríkja sinni málaflokknum, þar með talin lögregla á Íslandi. Skilgreining hatursglæpa á Íslandi, líkt og í öðrum Evrópulöndum, byggir á skilgreiningum ODIHR og eru það sömu skilgreiningar og hatursglæpafræðin innan akademíunnar almennt nota. Störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er varðar hatursglæpi eru því ekki unnin í tómarúmi, byggð á skoðunum (til dæmis pólitískum) einstakra lögreglumanna, heldur eru þau formuð í íslensk lög og unnin eftir alþjóðlegum skilgreiningum. Skilgreining ODIHR er á þá leið að hatursglæpur er verknaður sem brýtur í bága við almenn hegningarlög og ásetningur brotsins er að fullu eða hluta til neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans. Brotið getur verið framið gegn manneskju eða eign. Lögin tilgreina nákvæmlega hvaða „hópar“ eða „eiginleikar“ eru verndaðir í þessu tilliti og í almennum hegningarlögum er það gert í greinum 180 og 233a sem tilgreinir sérstaklega þjóðerni, trúarbrögð, kynþátt, litarhátt, kynhneigð og kynvitund. Brot á almennum hegningarlögum þar sem ásetningur brotanna byggist á neikvæðu viðhorfi (fordómum) gegn aðila vegna þjóðernis, trúarbragða, kynþáttar, litarháttar, kynhneigðar eða kynvitundar viðkomandi telst þar af leiðandi vera hatursglæpur.Refsihækkunarheimild Víða í Evrópu er refsihækkunarheimild í lögum varðandi þennan neikvæða ásetning. Það er að segja að sé sýnt fram á neikvæðan ásetning (e. biased motive) í broti á hegningarlögum getur dómari þyngt dóm yfir brotamanninum. Rökin með þessari refsihækkunarheimild eru mikilvægi þess að sporna gegn hatursglæpum og haturstali þar sem afleiðingar þeirra geta jaðarsett fólk og hamlað þátttöku í lýðræðissamfélagi auk þess sem horft er til almannahagsmuna vegna þess að hatursglæpir og -tal getur grafið undan samstöðu í samfélaginu og hvatt til ofbeldis gegn minnihlutahópum. Hérlendis er þessi refsihækkunarheimild ekki til staðar í lögum og þar af leiðandi eru aðeins tvær greinar almennra hegningarlaga sem sérstaklega taka þessa mismunun fram. Í 180. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.“ Og í grein 233a sömu laga segir: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ LRH hefur þar af leiðandi lagt áherslu á að þróunarverkefni hatursglæpa sinni sérstaklega málum er varða brot á þessum tveimur lagagreinum. Hins vegar hefur jafnframt komið inn til rannsóknar, sem mögulegir hatursglæpir, brot á öðrum lagagreinum almennra hegningarlaga vegna þess að sterkur grunur lék á að ásetningur brots væri neikvætt viðhorf jafnvel þótt refsihækkunarheimild sé ekki til staðar í íslenskum lögum. Um er að ræða alvarleg brot á við líkamsárás og íkveikju en einnig skemmdarverk. Mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er sífellt í þróun hvað varðar verk- og vinnulag en skilgreiningar hugtaksins eru ávallt hinar sömu. Þess má í lokin geta að bæði hafa ODIHR og Evrópunefnd gegn fordómum og umburðarleysi (ECRI) lýst ánægju sinni með þetta frumkvæðisverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvatt embættið áfram til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í janúar síðastliðnum var sett á laggirnar þróunarverkefni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) er lýtur að hatursglæpum. Þessi ákvörðun er í takt við þróun sem hefur orðið í Evrópu en tvö ár eru síðan lögreglan í Ósló setti sambærilega deild á laggirnar en níu ár hjá lögreglunni í Stokkhólmi séu dæmi tekin. Tilgangur verkefnisins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er því að fylgja eftir þróun sem hefur átt sér stað í löggæslu í Evrópu. Auk þess er Ísland aðildarríki að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) en barátta gegn hatursglæpum er eitt helsta málefni Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu þeirrar stofnunar (ODIHR) og hefur ODIHR lagt á það ríka áherslu að lögregla aðildarríkja sinni málaflokknum, þar með talin lögregla á Íslandi. Skilgreining hatursglæpa á Íslandi, líkt og í öðrum Evrópulöndum, byggir á skilgreiningum ODIHR og eru það sömu skilgreiningar og hatursglæpafræðin innan akademíunnar almennt nota. Störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er varðar hatursglæpi eru því ekki unnin í tómarúmi, byggð á skoðunum (til dæmis pólitískum) einstakra lögreglumanna, heldur eru þau formuð í íslensk lög og unnin eftir alþjóðlegum skilgreiningum. Skilgreining ODIHR er á þá leið að hatursglæpur er verknaður sem brýtur í bága við almenn hegningarlög og ásetningur brotsins er að fullu eða hluta til neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans. Brotið getur verið framið gegn manneskju eða eign. Lögin tilgreina nákvæmlega hvaða „hópar“ eða „eiginleikar“ eru verndaðir í þessu tilliti og í almennum hegningarlögum er það gert í greinum 180 og 233a sem tilgreinir sérstaklega þjóðerni, trúarbrögð, kynþátt, litarhátt, kynhneigð og kynvitund. Brot á almennum hegningarlögum þar sem ásetningur brotanna byggist á neikvæðu viðhorfi (fordómum) gegn aðila vegna þjóðernis, trúarbragða, kynþáttar, litarháttar, kynhneigðar eða kynvitundar viðkomandi telst þar af leiðandi vera hatursglæpur.Refsihækkunarheimild Víða í Evrópu er refsihækkunarheimild í lögum varðandi þennan neikvæða ásetning. Það er að segja að sé sýnt fram á neikvæðan ásetning (e. biased motive) í broti á hegningarlögum getur dómari þyngt dóm yfir brotamanninum. Rökin með þessari refsihækkunarheimild eru mikilvægi þess að sporna gegn hatursglæpum og haturstali þar sem afleiðingar þeirra geta jaðarsett fólk og hamlað þátttöku í lýðræðissamfélagi auk þess sem horft er til almannahagsmuna vegna þess að hatursglæpir og -tal getur grafið undan samstöðu í samfélaginu og hvatt til ofbeldis gegn minnihlutahópum. Hérlendis er þessi refsihækkunarheimild ekki til staðar í lögum og þar af leiðandi eru aðeins tvær greinar almennra hegningarlaga sem sérstaklega taka þessa mismunun fram. Í 180. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.“ Og í grein 233a sömu laga segir: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ LRH hefur þar af leiðandi lagt áherslu á að þróunarverkefni hatursglæpa sinni sérstaklega málum er varða brot á þessum tveimur lagagreinum. Hins vegar hefur jafnframt komið inn til rannsóknar, sem mögulegir hatursglæpir, brot á öðrum lagagreinum almennra hegningarlaga vegna þess að sterkur grunur lék á að ásetningur brots væri neikvætt viðhorf jafnvel þótt refsihækkunarheimild sé ekki til staðar í íslenskum lögum. Um er að ræða alvarleg brot á við líkamsárás og íkveikju en einnig skemmdarverk. Mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er sífellt í þróun hvað varðar verk- og vinnulag en skilgreiningar hugtaksins eru ávallt hinar sömu. Þess má í lokin geta að bæði hafa ODIHR og Evrópunefnd gegn fordómum og umburðarleysi (ECRI) lýst ánægju sinni með þetta frumkvæðisverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvatt embættið áfram til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun