Skilgreining á hatursglæp Eyrún Eyþórsdóttir og Aldra Hrönn Jóhannsdóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Í janúar síðastliðnum var sett á laggirnar þróunarverkefni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) er lýtur að hatursglæpum. Þessi ákvörðun er í takt við þróun sem hefur orðið í Evrópu en tvö ár eru síðan lögreglan í Ósló setti sambærilega deild á laggirnar en níu ár hjá lögreglunni í Stokkhólmi séu dæmi tekin. Tilgangur verkefnisins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er því að fylgja eftir þróun sem hefur átt sér stað í löggæslu í Evrópu. Auk þess er Ísland aðildarríki að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) en barátta gegn hatursglæpum er eitt helsta málefni Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu þeirrar stofnunar (ODIHR) og hefur ODIHR lagt á það ríka áherslu að lögregla aðildarríkja sinni málaflokknum, þar með talin lögregla á Íslandi. Skilgreining hatursglæpa á Íslandi, líkt og í öðrum Evrópulöndum, byggir á skilgreiningum ODIHR og eru það sömu skilgreiningar og hatursglæpafræðin innan akademíunnar almennt nota. Störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er varðar hatursglæpi eru því ekki unnin í tómarúmi, byggð á skoðunum (til dæmis pólitískum) einstakra lögreglumanna, heldur eru þau formuð í íslensk lög og unnin eftir alþjóðlegum skilgreiningum. Skilgreining ODIHR er á þá leið að hatursglæpur er verknaður sem brýtur í bága við almenn hegningarlög og ásetningur brotsins er að fullu eða hluta til neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans. Brotið getur verið framið gegn manneskju eða eign. Lögin tilgreina nákvæmlega hvaða „hópar“ eða „eiginleikar“ eru verndaðir í þessu tilliti og í almennum hegningarlögum er það gert í greinum 180 og 233a sem tilgreinir sérstaklega þjóðerni, trúarbrögð, kynþátt, litarhátt, kynhneigð og kynvitund. Brot á almennum hegningarlögum þar sem ásetningur brotanna byggist á neikvæðu viðhorfi (fordómum) gegn aðila vegna þjóðernis, trúarbragða, kynþáttar, litarháttar, kynhneigðar eða kynvitundar viðkomandi telst þar af leiðandi vera hatursglæpur.Refsihækkunarheimild Víða í Evrópu er refsihækkunarheimild í lögum varðandi þennan neikvæða ásetning. Það er að segja að sé sýnt fram á neikvæðan ásetning (e. biased motive) í broti á hegningarlögum getur dómari þyngt dóm yfir brotamanninum. Rökin með þessari refsihækkunarheimild eru mikilvægi þess að sporna gegn hatursglæpum og haturstali þar sem afleiðingar þeirra geta jaðarsett fólk og hamlað þátttöku í lýðræðissamfélagi auk þess sem horft er til almannahagsmuna vegna þess að hatursglæpir og -tal getur grafið undan samstöðu í samfélaginu og hvatt til ofbeldis gegn minnihlutahópum. Hérlendis er þessi refsihækkunarheimild ekki til staðar í lögum og þar af leiðandi eru aðeins tvær greinar almennra hegningarlaga sem sérstaklega taka þessa mismunun fram. Í 180. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.“ Og í grein 233a sömu laga segir: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ LRH hefur þar af leiðandi lagt áherslu á að þróunarverkefni hatursglæpa sinni sérstaklega málum er varða brot á þessum tveimur lagagreinum. Hins vegar hefur jafnframt komið inn til rannsóknar, sem mögulegir hatursglæpir, brot á öðrum lagagreinum almennra hegningarlaga vegna þess að sterkur grunur lék á að ásetningur brots væri neikvætt viðhorf jafnvel þótt refsihækkunarheimild sé ekki til staðar í íslenskum lögum. Um er að ræða alvarleg brot á við líkamsárás og íkveikju en einnig skemmdarverk. Mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er sífellt í þróun hvað varðar verk- og vinnulag en skilgreiningar hugtaksins eru ávallt hinar sömu. Þess má í lokin geta að bæði hafa ODIHR og Evrópunefnd gegn fordómum og umburðarleysi (ECRI) lýst ánægju sinni með þetta frumkvæðisverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvatt embættið áfram til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í janúar síðastliðnum var sett á laggirnar þróunarverkefni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) er lýtur að hatursglæpum. Þessi ákvörðun er í takt við þróun sem hefur orðið í Evrópu en tvö ár eru síðan lögreglan í Ósló setti sambærilega deild á laggirnar en níu ár hjá lögreglunni í Stokkhólmi séu dæmi tekin. Tilgangur verkefnisins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er því að fylgja eftir þróun sem hefur átt sér stað í löggæslu í Evrópu. Auk þess er Ísland aðildarríki að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) en barátta gegn hatursglæpum er eitt helsta málefni Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu þeirrar stofnunar (ODIHR) og hefur ODIHR lagt á það ríka áherslu að lögregla aðildarríkja sinni málaflokknum, þar með talin lögregla á Íslandi. Skilgreining hatursglæpa á Íslandi, líkt og í öðrum Evrópulöndum, byggir á skilgreiningum ODIHR og eru það sömu skilgreiningar og hatursglæpafræðin innan akademíunnar almennt nota. Störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er varðar hatursglæpi eru því ekki unnin í tómarúmi, byggð á skoðunum (til dæmis pólitískum) einstakra lögreglumanna, heldur eru þau formuð í íslensk lög og unnin eftir alþjóðlegum skilgreiningum. Skilgreining ODIHR er á þá leið að hatursglæpur er verknaður sem brýtur í bága við almenn hegningarlög og ásetningur brotsins er að fullu eða hluta til neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans. Brotið getur verið framið gegn manneskju eða eign. Lögin tilgreina nákvæmlega hvaða „hópar“ eða „eiginleikar“ eru verndaðir í þessu tilliti og í almennum hegningarlögum er það gert í greinum 180 og 233a sem tilgreinir sérstaklega þjóðerni, trúarbrögð, kynþátt, litarhátt, kynhneigð og kynvitund. Brot á almennum hegningarlögum þar sem ásetningur brotanna byggist á neikvæðu viðhorfi (fordómum) gegn aðila vegna þjóðernis, trúarbragða, kynþáttar, litarháttar, kynhneigðar eða kynvitundar viðkomandi telst þar af leiðandi vera hatursglæpur.Refsihækkunarheimild Víða í Evrópu er refsihækkunarheimild í lögum varðandi þennan neikvæða ásetning. Það er að segja að sé sýnt fram á neikvæðan ásetning (e. biased motive) í broti á hegningarlögum getur dómari þyngt dóm yfir brotamanninum. Rökin með þessari refsihækkunarheimild eru mikilvægi þess að sporna gegn hatursglæpum og haturstali þar sem afleiðingar þeirra geta jaðarsett fólk og hamlað þátttöku í lýðræðissamfélagi auk þess sem horft er til almannahagsmuna vegna þess að hatursglæpir og -tal getur grafið undan samstöðu í samfélaginu og hvatt til ofbeldis gegn minnihlutahópum. Hérlendis er þessi refsihækkunarheimild ekki til staðar í lögum og þar af leiðandi eru aðeins tvær greinar almennra hegningarlaga sem sérstaklega taka þessa mismunun fram. Í 180. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.“ Og í grein 233a sömu laga segir: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ LRH hefur þar af leiðandi lagt áherslu á að þróunarverkefni hatursglæpa sinni sérstaklega málum er varða brot á þessum tveimur lagagreinum. Hins vegar hefur jafnframt komið inn til rannsóknar, sem mögulegir hatursglæpir, brot á öðrum lagagreinum almennra hegningarlaga vegna þess að sterkur grunur lék á að ásetningur brots væri neikvætt viðhorf jafnvel þótt refsihækkunarheimild sé ekki til staðar í íslenskum lögum. Um er að ræða alvarleg brot á við líkamsárás og íkveikju en einnig skemmdarverk. Mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er sífellt í þróun hvað varðar verk- og vinnulag en skilgreiningar hugtaksins eru ávallt hinar sömu. Þess má í lokin geta að bæði hafa ODIHR og Evrópunefnd gegn fordómum og umburðarleysi (ECRI) lýst ánægju sinni með þetta frumkvæðisverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvatt embættið áfram til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun