Skilgreining á hatursglæp Eyrún Eyþórsdóttir og Aldra Hrönn Jóhannsdóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Í janúar síðastliðnum var sett á laggirnar þróunarverkefni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) er lýtur að hatursglæpum. Þessi ákvörðun er í takt við þróun sem hefur orðið í Evrópu en tvö ár eru síðan lögreglan í Ósló setti sambærilega deild á laggirnar en níu ár hjá lögreglunni í Stokkhólmi séu dæmi tekin. Tilgangur verkefnisins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er því að fylgja eftir þróun sem hefur átt sér stað í löggæslu í Evrópu. Auk þess er Ísland aðildarríki að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) en barátta gegn hatursglæpum er eitt helsta málefni Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu þeirrar stofnunar (ODIHR) og hefur ODIHR lagt á það ríka áherslu að lögregla aðildarríkja sinni málaflokknum, þar með talin lögregla á Íslandi. Skilgreining hatursglæpa á Íslandi, líkt og í öðrum Evrópulöndum, byggir á skilgreiningum ODIHR og eru það sömu skilgreiningar og hatursglæpafræðin innan akademíunnar almennt nota. Störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er varðar hatursglæpi eru því ekki unnin í tómarúmi, byggð á skoðunum (til dæmis pólitískum) einstakra lögreglumanna, heldur eru þau formuð í íslensk lög og unnin eftir alþjóðlegum skilgreiningum. Skilgreining ODIHR er á þá leið að hatursglæpur er verknaður sem brýtur í bága við almenn hegningarlög og ásetningur brotsins er að fullu eða hluta til neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans. Brotið getur verið framið gegn manneskju eða eign. Lögin tilgreina nákvæmlega hvaða „hópar“ eða „eiginleikar“ eru verndaðir í þessu tilliti og í almennum hegningarlögum er það gert í greinum 180 og 233a sem tilgreinir sérstaklega þjóðerni, trúarbrögð, kynþátt, litarhátt, kynhneigð og kynvitund. Brot á almennum hegningarlögum þar sem ásetningur brotanna byggist á neikvæðu viðhorfi (fordómum) gegn aðila vegna þjóðernis, trúarbragða, kynþáttar, litarháttar, kynhneigðar eða kynvitundar viðkomandi telst þar af leiðandi vera hatursglæpur.Refsihækkunarheimild Víða í Evrópu er refsihækkunarheimild í lögum varðandi þennan neikvæða ásetning. Það er að segja að sé sýnt fram á neikvæðan ásetning (e. biased motive) í broti á hegningarlögum getur dómari þyngt dóm yfir brotamanninum. Rökin með þessari refsihækkunarheimild eru mikilvægi þess að sporna gegn hatursglæpum og haturstali þar sem afleiðingar þeirra geta jaðarsett fólk og hamlað þátttöku í lýðræðissamfélagi auk þess sem horft er til almannahagsmuna vegna þess að hatursglæpir og -tal getur grafið undan samstöðu í samfélaginu og hvatt til ofbeldis gegn minnihlutahópum. Hérlendis er þessi refsihækkunarheimild ekki til staðar í lögum og þar af leiðandi eru aðeins tvær greinar almennra hegningarlaga sem sérstaklega taka þessa mismunun fram. Í 180. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.“ Og í grein 233a sömu laga segir: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ LRH hefur þar af leiðandi lagt áherslu á að þróunarverkefni hatursglæpa sinni sérstaklega málum er varða brot á þessum tveimur lagagreinum. Hins vegar hefur jafnframt komið inn til rannsóknar, sem mögulegir hatursglæpir, brot á öðrum lagagreinum almennra hegningarlaga vegna þess að sterkur grunur lék á að ásetningur brots væri neikvætt viðhorf jafnvel þótt refsihækkunarheimild sé ekki til staðar í íslenskum lögum. Um er að ræða alvarleg brot á við líkamsárás og íkveikju en einnig skemmdarverk. Mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er sífellt í þróun hvað varðar verk- og vinnulag en skilgreiningar hugtaksins eru ávallt hinar sömu. Þess má í lokin geta að bæði hafa ODIHR og Evrópunefnd gegn fordómum og umburðarleysi (ECRI) lýst ánægju sinni með þetta frumkvæðisverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvatt embættið áfram til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í janúar síðastliðnum var sett á laggirnar þróunarverkefni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) er lýtur að hatursglæpum. Þessi ákvörðun er í takt við þróun sem hefur orðið í Evrópu en tvö ár eru síðan lögreglan í Ósló setti sambærilega deild á laggirnar en níu ár hjá lögreglunni í Stokkhólmi séu dæmi tekin. Tilgangur verkefnisins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er því að fylgja eftir þróun sem hefur átt sér stað í löggæslu í Evrópu. Auk þess er Ísland aðildarríki að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) en barátta gegn hatursglæpum er eitt helsta málefni Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu þeirrar stofnunar (ODIHR) og hefur ODIHR lagt á það ríka áherslu að lögregla aðildarríkja sinni málaflokknum, þar með talin lögregla á Íslandi. Skilgreining hatursglæpa á Íslandi, líkt og í öðrum Evrópulöndum, byggir á skilgreiningum ODIHR og eru það sömu skilgreiningar og hatursglæpafræðin innan akademíunnar almennt nota. Störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er varðar hatursglæpi eru því ekki unnin í tómarúmi, byggð á skoðunum (til dæmis pólitískum) einstakra lögreglumanna, heldur eru þau formuð í íslensk lög og unnin eftir alþjóðlegum skilgreiningum. Skilgreining ODIHR er á þá leið að hatursglæpur er verknaður sem brýtur í bága við almenn hegningarlög og ásetningur brotsins er að fullu eða hluta til neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans. Brotið getur verið framið gegn manneskju eða eign. Lögin tilgreina nákvæmlega hvaða „hópar“ eða „eiginleikar“ eru verndaðir í þessu tilliti og í almennum hegningarlögum er það gert í greinum 180 og 233a sem tilgreinir sérstaklega þjóðerni, trúarbrögð, kynþátt, litarhátt, kynhneigð og kynvitund. Brot á almennum hegningarlögum þar sem ásetningur brotanna byggist á neikvæðu viðhorfi (fordómum) gegn aðila vegna þjóðernis, trúarbragða, kynþáttar, litarháttar, kynhneigðar eða kynvitundar viðkomandi telst þar af leiðandi vera hatursglæpur.Refsihækkunarheimild Víða í Evrópu er refsihækkunarheimild í lögum varðandi þennan neikvæða ásetning. Það er að segja að sé sýnt fram á neikvæðan ásetning (e. biased motive) í broti á hegningarlögum getur dómari þyngt dóm yfir brotamanninum. Rökin með þessari refsihækkunarheimild eru mikilvægi þess að sporna gegn hatursglæpum og haturstali þar sem afleiðingar þeirra geta jaðarsett fólk og hamlað þátttöku í lýðræðissamfélagi auk þess sem horft er til almannahagsmuna vegna þess að hatursglæpir og -tal getur grafið undan samstöðu í samfélaginu og hvatt til ofbeldis gegn minnihlutahópum. Hérlendis er þessi refsihækkunarheimild ekki til staðar í lögum og þar af leiðandi eru aðeins tvær greinar almennra hegningarlaga sem sérstaklega taka þessa mismunun fram. Í 180. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.“ Og í grein 233a sömu laga segir: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ LRH hefur þar af leiðandi lagt áherslu á að þróunarverkefni hatursglæpa sinni sérstaklega málum er varða brot á þessum tveimur lagagreinum. Hins vegar hefur jafnframt komið inn til rannsóknar, sem mögulegir hatursglæpir, brot á öðrum lagagreinum almennra hegningarlaga vegna þess að sterkur grunur lék á að ásetningur brots væri neikvætt viðhorf jafnvel þótt refsihækkunarheimild sé ekki til staðar í íslenskum lögum. Um er að ræða alvarleg brot á við líkamsárás og íkveikju en einnig skemmdarverk. Mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er sífellt í þróun hvað varðar verk- og vinnulag en skilgreiningar hugtaksins eru ávallt hinar sömu. Þess má í lokin geta að bæði hafa ODIHR og Evrópunefnd gegn fordómum og umburðarleysi (ECRI) lýst ánægju sinni með þetta frumkvæðisverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvatt embættið áfram til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun