Dekrið við skrumið Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. júlí 2016 07:00 Umhverfispólitíkin á Íslandi getur oft verið skrýtin, sérstaklega sú sem sprettur upp af skrifborðum í Reykjavík. Fyrir nokkrum árum fóru sérfræðingar að boða hrun í gæsastofninum og kvað svo rammt að boðskapnum, að málið var tekið upp á Alþingi og töldu sumir þingmenn þess vegna koma til greina að banna skotveiðar á gæs. Þetta kom okkur, sem deilum kjörum með fuglum, fiskum og dýrum, í opna skjöldu, því fjölgun gæsarinnar væri meiri en góðu hófi gegndi með óhjákvæmilegum ágangi og skaða fyrir gróðurfar landsins. Síðar kom í ljós, að allt var þetta á misskilningi byggt. Gæsin væri talin á vetrarbeit í Skotlandi, en stórir hópar höfðu „villst“ á leiðinni og sest að yfir veturinn í Noregi og ekki hafði verið gert ráð fyrir slíkum villum í talningunni. Engum datt í hug að spyrja fólkið í dreifðum byggðum sem deilir kjörum með gæsinni. Nú hefur sprottið upp af skrifborðum á þurrkasvæðunum í Reykjavík sérstök þrá til að vernda vaðfugla og þá kemur ekkert annað til greina en að skapa votlendi með því að fylla skurði til sveita með mold og möl. Ekki hefur enn verið sérstaklega tilgreint hver á að borga, en líklega ekki hugmyndasmiðir úr sínum sjóðum. Samt vekur athygli, að í einustu mýrinni í Reykjavík keppast menn við að þurrka upp í stríði við vaðfuglana, byggja hvert mannvirkið af öðru í Vatnsmýrinni, svo örugglega verði ekki eitt einasta blautt strá að finna í reykvískri mold. En það er ekki skortur á votlendi sem ógnar fyrst og fremst lífi vaðfuglanna, heldur refur og minkur. Svo boða margir, sem fylla vilja skurðina, að friða ref og tala um, að minkurinn sé sætur og samofinn fegurðinni í íslenskri náttúru og þurfi því sína vernd. Ekkert ógnar fremur fuglalífinu í landinu en vargurinn og þar vega þyngst refur og minkur. Nú er svo komið að rjúpan flykkist hingað heim að mínum bæ og verpir hér allt um kring, af því að enginn friður er fyrir varginum til fjalla. Vilji fólk elska fuglalífið, þá er árangursríkast að útrýma mink og halda ref í skefjum með markvissum veiðum um allt land. En þannig umhverfispólitík fellur ekki að dekrinu við skrumið sem elskar frekar skýrslur um hugmyndir, en raunhæfar aðgerðir í samstarfi við heimafólk sem þekkir til aðstæðna og kann til verka.Skrifborðsástin á fuglalífinu Ástin á fuglalífinu við skrifborðin í Reykjavík birtist í margs konar útrás. Ef byggja á brú við árósa, þá stendur ekki á fjármunum til þess að meta umhverfisáhrifin fyrir fuglalífið. Hver reykvísk sendinefndin af annarri kemur á vettvang, telur og mælir, skrifar og metur, svo skýrslurnar hlaðast upp. Þetta horfðum við, heimafólkið, upp á þegar vegur og brú voru byggð við árósa Breiðdalsár á Meleyri árið 1994. En eftir að framkvæmdum lauk missti stjórnsýslan ástina á fuglalífinu, enda hafa engar rannsóknir farið fram á því hvernig fuglunum reiðir af við nýju brúna. En það skynjum við, sem búum í nágrenni við brúna, að fuglalífið blómstrar einmitt þar, því þar finnur fuglinn öryggi við umferðina fyrir varginum, sérstaklega ref og mink. Þannig er brúin hina bestu náttúruvernd. Skrifborðsástin í Reykjavík á fuglalífinu er samt ekki sannfærð um það. Árum seinna var undirbúið að byggja brú yfir botn Berufjarðar. Fyrirhugað brúarstæði var svo dæmt óboðlegt fyrir fuglalífið og seinkaði þar með lagningu slitlags á síðasta hluta hringleiðar um landið um nokkur ár. Nú loksins er komin niðurstaða í það mál og ekki við öðru að búast en að fuglalífið eigi von á góðu skjóli við brúna, blómstri og dafni, þó það verði ekki skráð í skýrslum á reykvískum skrifborðum. En ef fylla á fjörð af grút vegna risalaxeldis í líkingu við skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg með óafturkræfum skaða fyrir lífríkið, fugla og fiska, og um síðir fyrir mannlífið líka, þá stendur ekki á ókeypis leyfisveitingum frá skrifborðum í Reykjavík. Það þykir fínt um þessar mundir að dekra við skrumið í umhverfismálum á Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Umhverfispólitíkin á Íslandi getur oft verið skrýtin, sérstaklega sú sem sprettur upp af skrifborðum í Reykjavík. Fyrir nokkrum árum fóru sérfræðingar að boða hrun í gæsastofninum og kvað svo rammt að boðskapnum, að málið var tekið upp á Alþingi og töldu sumir þingmenn þess vegna koma til greina að banna skotveiðar á gæs. Þetta kom okkur, sem deilum kjörum með fuglum, fiskum og dýrum, í opna skjöldu, því fjölgun gæsarinnar væri meiri en góðu hófi gegndi með óhjákvæmilegum ágangi og skaða fyrir gróðurfar landsins. Síðar kom í ljós, að allt var þetta á misskilningi byggt. Gæsin væri talin á vetrarbeit í Skotlandi, en stórir hópar höfðu „villst“ á leiðinni og sest að yfir veturinn í Noregi og ekki hafði verið gert ráð fyrir slíkum villum í talningunni. Engum datt í hug að spyrja fólkið í dreifðum byggðum sem deilir kjörum með gæsinni. Nú hefur sprottið upp af skrifborðum á þurrkasvæðunum í Reykjavík sérstök þrá til að vernda vaðfugla og þá kemur ekkert annað til greina en að skapa votlendi með því að fylla skurði til sveita með mold og möl. Ekki hefur enn verið sérstaklega tilgreint hver á að borga, en líklega ekki hugmyndasmiðir úr sínum sjóðum. Samt vekur athygli, að í einustu mýrinni í Reykjavík keppast menn við að þurrka upp í stríði við vaðfuglana, byggja hvert mannvirkið af öðru í Vatnsmýrinni, svo örugglega verði ekki eitt einasta blautt strá að finna í reykvískri mold. En það er ekki skortur á votlendi sem ógnar fyrst og fremst lífi vaðfuglanna, heldur refur og minkur. Svo boða margir, sem fylla vilja skurðina, að friða ref og tala um, að minkurinn sé sætur og samofinn fegurðinni í íslenskri náttúru og þurfi því sína vernd. Ekkert ógnar fremur fuglalífinu í landinu en vargurinn og þar vega þyngst refur og minkur. Nú er svo komið að rjúpan flykkist hingað heim að mínum bæ og verpir hér allt um kring, af því að enginn friður er fyrir varginum til fjalla. Vilji fólk elska fuglalífið, þá er árangursríkast að útrýma mink og halda ref í skefjum með markvissum veiðum um allt land. En þannig umhverfispólitík fellur ekki að dekrinu við skrumið sem elskar frekar skýrslur um hugmyndir, en raunhæfar aðgerðir í samstarfi við heimafólk sem þekkir til aðstæðna og kann til verka.Skrifborðsástin á fuglalífinu Ástin á fuglalífinu við skrifborðin í Reykjavík birtist í margs konar útrás. Ef byggja á brú við árósa, þá stendur ekki á fjármunum til þess að meta umhverfisáhrifin fyrir fuglalífið. Hver reykvísk sendinefndin af annarri kemur á vettvang, telur og mælir, skrifar og metur, svo skýrslurnar hlaðast upp. Þetta horfðum við, heimafólkið, upp á þegar vegur og brú voru byggð við árósa Breiðdalsár á Meleyri árið 1994. En eftir að framkvæmdum lauk missti stjórnsýslan ástina á fuglalífinu, enda hafa engar rannsóknir farið fram á því hvernig fuglunum reiðir af við nýju brúna. En það skynjum við, sem búum í nágrenni við brúna, að fuglalífið blómstrar einmitt þar, því þar finnur fuglinn öryggi við umferðina fyrir varginum, sérstaklega ref og mink. Þannig er brúin hina bestu náttúruvernd. Skrifborðsástin í Reykjavík á fuglalífinu er samt ekki sannfærð um það. Árum seinna var undirbúið að byggja brú yfir botn Berufjarðar. Fyrirhugað brúarstæði var svo dæmt óboðlegt fyrir fuglalífið og seinkaði þar með lagningu slitlags á síðasta hluta hringleiðar um landið um nokkur ár. Nú loksins er komin niðurstaða í það mál og ekki við öðru að búast en að fuglalífið eigi von á góðu skjóli við brúna, blómstri og dafni, þó það verði ekki skráð í skýrslum á reykvískum skrifborðum. En ef fylla á fjörð af grút vegna risalaxeldis í líkingu við skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg með óafturkræfum skaða fyrir lífríkið, fugla og fiska, og um síðir fyrir mannlífið líka, þá stendur ekki á ókeypis leyfisveitingum frá skrifborðum í Reykjavík. Það þykir fínt um þessar mundir að dekra við skrumið í umhverfismálum á Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun