Dekrið við skrumið Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. júlí 2016 07:00 Umhverfispólitíkin á Íslandi getur oft verið skrýtin, sérstaklega sú sem sprettur upp af skrifborðum í Reykjavík. Fyrir nokkrum árum fóru sérfræðingar að boða hrun í gæsastofninum og kvað svo rammt að boðskapnum, að málið var tekið upp á Alþingi og töldu sumir þingmenn þess vegna koma til greina að banna skotveiðar á gæs. Þetta kom okkur, sem deilum kjörum með fuglum, fiskum og dýrum, í opna skjöldu, því fjölgun gæsarinnar væri meiri en góðu hófi gegndi með óhjákvæmilegum ágangi og skaða fyrir gróðurfar landsins. Síðar kom í ljós, að allt var þetta á misskilningi byggt. Gæsin væri talin á vetrarbeit í Skotlandi, en stórir hópar höfðu „villst“ á leiðinni og sest að yfir veturinn í Noregi og ekki hafði verið gert ráð fyrir slíkum villum í talningunni. Engum datt í hug að spyrja fólkið í dreifðum byggðum sem deilir kjörum með gæsinni. Nú hefur sprottið upp af skrifborðum á þurrkasvæðunum í Reykjavík sérstök þrá til að vernda vaðfugla og þá kemur ekkert annað til greina en að skapa votlendi með því að fylla skurði til sveita með mold og möl. Ekki hefur enn verið sérstaklega tilgreint hver á að borga, en líklega ekki hugmyndasmiðir úr sínum sjóðum. Samt vekur athygli, að í einustu mýrinni í Reykjavík keppast menn við að þurrka upp í stríði við vaðfuglana, byggja hvert mannvirkið af öðru í Vatnsmýrinni, svo örugglega verði ekki eitt einasta blautt strá að finna í reykvískri mold. En það er ekki skortur á votlendi sem ógnar fyrst og fremst lífi vaðfuglanna, heldur refur og minkur. Svo boða margir, sem fylla vilja skurðina, að friða ref og tala um, að minkurinn sé sætur og samofinn fegurðinni í íslenskri náttúru og þurfi því sína vernd. Ekkert ógnar fremur fuglalífinu í landinu en vargurinn og þar vega þyngst refur og minkur. Nú er svo komið að rjúpan flykkist hingað heim að mínum bæ og verpir hér allt um kring, af því að enginn friður er fyrir varginum til fjalla. Vilji fólk elska fuglalífið, þá er árangursríkast að útrýma mink og halda ref í skefjum með markvissum veiðum um allt land. En þannig umhverfispólitík fellur ekki að dekrinu við skrumið sem elskar frekar skýrslur um hugmyndir, en raunhæfar aðgerðir í samstarfi við heimafólk sem þekkir til aðstæðna og kann til verka.Skrifborðsástin á fuglalífinu Ástin á fuglalífinu við skrifborðin í Reykjavík birtist í margs konar útrás. Ef byggja á brú við árósa, þá stendur ekki á fjármunum til þess að meta umhverfisáhrifin fyrir fuglalífið. Hver reykvísk sendinefndin af annarri kemur á vettvang, telur og mælir, skrifar og metur, svo skýrslurnar hlaðast upp. Þetta horfðum við, heimafólkið, upp á þegar vegur og brú voru byggð við árósa Breiðdalsár á Meleyri árið 1994. En eftir að framkvæmdum lauk missti stjórnsýslan ástina á fuglalífinu, enda hafa engar rannsóknir farið fram á því hvernig fuglunum reiðir af við nýju brúna. En það skynjum við, sem búum í nágrenni við brúna, að fuglalífið blómstrar einmitt þar, því þar finnur fuglinn öryggi við umferðina fyrir varginum, sérstaklega ref og mink. Þannig er brúin hina bestu náttúruvernd. Skrifborðsástin í Reykjavík á fuglalífinu er samt ekki sannfærð um það. Árum seinna var undirbúið að byggja brú yfir botn Berufjarðar. Fyrirhugað brúarstæði var svo dæmt óboðlegt fyrir fuglalífið og seinkaði þar með lagningu slitlags á síðasta hluta hringleiðar um landið um nokkur ár. Nú loksins er komin niðurstaða í það mál og ekki við öðru að búast en að fuglalífið eigi von á góðu skjóli við brúna, blómstri og dafni, þó það verði ekki skráð í skýrslum á reykvískum skrifborðum. En ef fylla á fjörð af grút vegna risalaxeldis í líkingu við skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg með óafturkræfum skaða fyrir lífríkið, fugla og fiska, og um síðir fyrir mannlífið líka, þá stendur ekki á ókeypis leyfisveitingum frá skrifborðum í Reykjavík. Það þykir fínt um þessar mundir að dekra við skrumið í umhverfismálum á Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Umhverfispólitíkin á Íslandi getur oft verið skrýtin, sérstaklega sú sem sprettur upp af skrifborðum í Reykjavík. Fyrir nokkrum árum fóru sérfræðingar að boða hrun í gæsastofninum og kvað svo rammt að boðskapnum, að málið var tekið upp á Alþingi og töldu sumir þingmenn þess vegna koma til greina að banna skotveiðar á gæs. Þetta kom okkur, sem deilum kjörum með fuglum, fiskum og dýrum, í opna skjöldu, því fjölgun gæsarinnar væri meiri en góðu hófi gegndi með óhjákvæmilegum ágangi og skaða fyrir gróðurfar landsins. Síðar kom í ljós, að allt var þetta á misskilningi byggt. Gæsin væri talin á vetrarbeit í Skotlandi, en stórir hópar höfðu „villst“ á leiðinni og sest að yfir veturinn í Noregi og ekki hafði verið gert ráð fyrir slíkum villum í talningunni. Engum datt í hug að spyrja fólkið í dreifðum byggðum sem deilir kjörum með gæsinni. Nú hefur sprottið upp af skrifborðum á þurrkasvæðunum í Reykjavík sérstök þrá til að vernda vaðfugla og þá kemur ekkert annað til greina en að skapa votlendi með því að fylla skurði til sveita með mold og möl. Ekki hefur enn verið sérstaklega tilgreint hver á að borga, en líklega ekki hugmyndasmiðir úr sínum sjóðum. Samt vekur athygli, að í einustu mýrinni í Reykjavík keppast menn við að þurrka upp í stríði við vaðfuglana, byggja hvert mannvirkið af öðru í Vatnsmýrinni, svo örugglega verði ekki eitt einasta blautt strá að finna í reykvískri mold. En það er ekki skortur á votlendi sem ógnar fyrst og fremst lífi vaðfuglanna, heldur refur og minkur. Svo boða margir, sem fylla vilja skurðina, að friða ref og tala um, að minkurinn sé sætur og samofinn fegurðinni í íslenskri náttúru og þurfi því sína vernd. Ekkert ógnar fremur fuglalífinu í landinu en vargurinn og þar vega þyngst refur og minkur. Nú er svo komið að rjúpan flykkist hingað heim að mínum bæ og verpir hér allt um kring, af því að enginn friður er fyrir varginum til fjalla. Vilji fólk elska fuglalífið, þá er árangursríkast að útrýma mink og halda ref í skefjum með markvissum veiðum um allt land. En þannig umhverfispólitík fellur ekki að dekrinu við skrumið sem elskar frekar skýrslur um hugmyndir, en raunhæfar aðgerðir í samstarfi við heimafólk sem þekkir til aðstæðna og kann til verka.Skrifborðsástin á fuglalífinu Ástin á fuglalífinu við skrifborðin í Reykjavík birtist í margs konar útrás. Ef byggja á brú við árósa, þá stendur ekki á fjármunum til þess að meta umhverfisáhrifin fyrir fuglalífið. Hver reykvísk sendinefndin af annarri kemur á vettvang, telur og mælir, skrifar og metur, svo skýrslurnar hlaðast upp. Þetta horfðum við, heimafólkið, upp á þegar vegur og brú voru byggð við árósa Breiðdalsár á Meleyri árið 1994. En eftir að framkvæmdum lauk missti stjórnsýslan ástina á fuglalífinu, enda hafa engar rannsóknir farið fram á því hvernig fuglunum reiðir af við nýju brúna. En það skynjum við, sem búum í nágrenni við brúna, að fuglalífið blómstrar einmitt þar, því þar finnur fuglinn öryggi við umferðina fyrir varginum, sérstaklega ref og mink. Þannig er brúin hina bestu náttúruvernd. Skrifborðsástin í Reykjavík á fuglalífinu er samt ekki sannfærð um það. Árum seinna var undirbúið að byggja brú yfir botn Berufjarðar. Fyrirhugað brúarstæði var svo dæmt óboðlegt fyrir fuglalífið og seinkaði þar með lagningu slitlags á síðasta hluta hringleiðar um landið um nokkur ár. Nú loksins er komin niðurstaða í það mál og ekki við öðru að búast en að fuglalífið eigi von á góðu skjóli við brúna, blómstri og dafni, þó það verði ekki skráð í skýrslum á reykvískum skrifborðum. En ef fylla á fjörð af grút vegna risalaxeldis í líkingu við skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg með óafturkræfum skaða fyrir lífríkið, fugla og fiska, og um síðir fyrir mannlífið líka, þá stendur ekki á ókeypis leyfisveitingum frá skrifborðum í Reykjavík. Það þykir fínt um þessar mundir að dekra við skrumið í umhverfismálum á Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun