Menningarblinda Kópavogsbæjar 15. júlí 2016 10:00 Undirritaður hefur búið í Kópavogi undanfarin 26 ár eftir að hafa búið í Reykjavík áður. Þar sem tónlist hefur verið mitt ævistarf hef ég alllengi fylgst af áhuga með lista- og menningarmálum í Kópavogi, sér í lagi vegna þess hve vel Kópavogsbær hefur staðið að slíkum málum. Tónlistarskóli Kópavogs var stofnaður 1963, eftir söfnun listaverka í allmörg ár var Gerðarsafn stofnað 1994, Salurinn, fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins, var tekinn í notkun í janúar 1999 og um leið fékk Tónlistarskóli Kópavogs sérhannaðan tónlistarskóla í sömu byggingu. Árið 2009 var Tónlistarsafn Íslands stofnað í Kópavogi með samningi Kópavogsbæjar og menntamálaráðuneytisins. Hlutverk safnsins er að vera þjónustu-, fræðslu- og miðlunarsetur fyrir tónlist sem þjónar almenningi, söfnum og stofnunum í landinu með upplýsingum um listgreinina. Til starfa voru fengnir hámenntaðir tónlistarmenn, þeir dr. Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður safnsins, og dr. Jón Hrólfur Sigurjónsson verkefnisstjóri. Hafa þeir síðan starfað að þessum málum að segja má af eldlegum áhuga, haldið margar sýningar, safnað saman heimildum um íslenska tónlistararfleifð, merkum gögnum um íslenska tónlistarmenningu, stuðlað að rannsóknum á sögu íslenskrar tónlistar, unnið að gagnagrunni um íslenska tónlist og stefnt að því að veita aðgang að sögu íslenskrar tónlistar á netinu. Íslensk tónlistarhandrit (frá 1100-1800), elstu hljóðritanir gerðar á Íslandi og þjóðfræðiefni stofnunar Árna Magnússonar eru dæmi um verkefni sem þegar eru aðgengileg. Vinna þeir nú að gagnagrunni um öll orgel og organista í íslenskum kirkjum frá upphafi. Allur þessi lista- og menningaruppgangur hjá Kópavogsbæ hefur fyllt mig, mína starfsbræður og alla unnendur tónlistar gleði og fögnuði yfir aðdáunarverðu framtaki. Reiðarslag Eins og kunnugt er búa margir tónlistarmenn í Kópavogi. Tilfinning okkar er að við búum í bæ sem hefur hugsun á því og telur það mikilvægt að varðveita íslenska tónlistarmenningu með þessum hætti. EN, svo allt í einu kemur reiðarslag. Nú á allt í einu að loka safninu! Hvað kemur til? Var þessi menningaráhugi forráðamanna Kópavogsbæjar einhver sýndaráhugi? Ekki getur verið um vöntun á fé að ræða, þar sem Kópavogsbær hefur nýlega gumað af sterkri fjárhagsstöðu bæjarins. Er e.t.v. þarna um að ræða hreina og beina andúð einhverra á þessari menningarstarfsemi? Hér gæti orðið mikið slys, ef menningarsnauðum aðilum tekst að gera þessa ákvörðun að veruleika. Það yrði bæði þeim og Kópavogsbæ til ævarandi skammar. Ég vil hvetja alla þá sem láta sig þetta mál varða til að láta í ljós skoðanir sínar og fá forráðamenn Kópavogsbæjar, sem áður hafa verið til fyrirmyndar á sviði lista- og menningar, til að hugsa alvarlega um hvað þeir eru að gera. Það tekur stuttan tíma að eyðileggja, en afar langan tíma að byggja upp aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur búið í Kópavogi undanfarin 26 ár eftir að hafa búið í Reykjavík áður. Þar sem tónlist hefur verið mitt ævistarf hef ég alllengi fylgst af áhuga með lista- og menningarmálum í Kópavogi, sér í lagi vegna þess hve vel Kópavogsbær hefur staðið að slíkum málum. Tónlistarskóli Kópavogs var stofnaður 1963, eftir söfnun listaverka í allmörg ár var Gerðarsafn stofnað 1994, Salurinn, fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins, var tekinn í notkun í janúar 1999 og um leið fékk Tónlistarskóli Kópavogs sérhannaðan tónlistarskóla í sömu byggingu. Árið 2009 var Tónlistarsafn Íslands stofnað í Kópavogi með samningi Kópavogsbæjar og menntamálaráðuneytisins. Hlutverk safnsins er að vera þjónustu-, fræðslu- og miðlunarsetur fyrir tónlist sem þjónar almenningi, söfnum og stofnunum í landinu með upplýsingum um listgreinina. Til starfa voru fengnir hámenntaðir tónlistarmenn, þeir dr. Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður safnsins, og dr. Jón Hrólfur Sigurjónsson verkefnisstjóri. Hafa þeir síðan starfað að þessum málum að segja má af eldlegum áhuga, haldið margar sýningar, safnað saman heimildum um íslenska tónlistararfleifð, merkum gögnum um íslenska tónlistarmenningu, stuðlað að rannsóknum á sögu íslenskrar tónlistar, unnið að gagnagrunni um íslenska tónlist og stefnt að því að veita aðgang að sögu íslenskrar tónlistar á netinu. Íslensk tónlistarhandrit (frá 1100-1800), elstu hljóðritanir gerðar á Íslandi og þjóðfræðiefni stofnunar Árna Magnússonar eru dæmi um verkefni sem þegar eru aðgengileg. Vinna þeir nú að gagnagrunni um öll orgel og organista í íslenskum kirkjum frá upphafi. Allur þessi lista- og menningaruppgangur hjá Kópavogsbæ hefur fyllt mig, mína starfsbræður og alla unnendur tónlistar gleði og fögnuði yfir aðdáunarverðu framtaki. Reiðarslag Eins og kunnugt er búa margir tónlistarmenn í Kópavogi. Tilfinning okkar er að við búum í bæ sem hefur hugsun á því og telur það mikilvægt að varðveita íslenska tónlistarmenningu með þessum hætti. EN, svo allt í einu kemur reiðarslag. Nú á allt í einu að loka safninu! Hvað kemur til? Var þessi menningaráhugi forráðamanna Kópavogsbæjar einhver sýndaráhugi? Ekki getur verið um vöntun á fé að ræða, þar sem Kópavogsbær hefur nýlega gumað af sterkri fjárhagsstöðu bæjarins. Er e.t.v. þarna um að ræða hreina og beina andúð einhverra á þessari menningarstarfsemi? Hér gæti orðið mikið slys, ef menningarsnauðum aðilum tekst að gera þessa ákvörðun að veruleika. Það yrði bæði þeim og Kópavogsbæ til ævarandi skammar. Ég vil hvetja alla þá sem láta sig þetta mál varða til að láta í ljós skoðanir sínar og fá forráðamenn Kópavogsbæjar, sem áður hafa verið til fyrirmyndar á sviði lista- og menningar, til að hugsa alvarlega um hvað þeir eru að gera. Það tekur stuttan tíma að eyðileggja, en afar langan tíma að byggja upp aftur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun