"Svindlað“ á neytendum með stuðningi stjórnvalda Páll Kr. Pálsson skrifar 6. júlí 2016 07:00 Frá árinu 1986 hefur VARMA /Glófi ehf. framleitt ullar- og skinnavörur á Akureyri. Því miður þurfum við að hætta starfsemi okkar þar og flytja alfarið í verksmiðju okkar í Reykjavík. Hver er ástæðan? Jú, íslensk stjórnvöld leyfa að svindlað sé á neytendum með því að heimila að innfluttar ullar- og skinnavörur séu án upprunamerkinga. Þetta þýðir einfaldlega að hægt er að telja kaupandanum trú um að erlend innflutt ullar- og skinnavara sé íslensk. Samkeppnisaðilar VARMA í ullarsmávörum og mokkavörum flytja inn einkum frá Asíu, stóran hluta af þeim vörum sem sem við höfum framleitt á Akureyri. Engar kvaðir eru hér á landi um uppruna eða innihaldsmerkingar á innfluttum ullar- og skinnavörum. Merkingar helstu samkeppnisaðila okkar ganga út á að láta neytendur fá á tilfinninguna að um íslenska framleiðslu og hráefni sé að ræða. Fyrst löggjafinn hefur ekki vilja til að gera neitt í því, þrátt fyrir að við höfum í 3 ár ýtt reglulega á að svo verði gert, er ekki um annað að ræða en að færa það sem eftir lifir af framleiðslu okkar á Akureyri í verksmiðju okkar í Reykjavík. Frá júlí 2013 hefur undirritaður reglulega (alls yfir 20 sinnum) vakið athygli stjórnsýslunnar á óréttlæti í merkingamálum innfluttra ullar- og skinnavara (sent tölvupóst á iðnaðar-, innanríkis-, landbúnaðar- og utanríkisráðherra og aðstoðarmenn þeirra). Nú eru liðin þrjú ár án þess að stjórnsýslan hafi gert neitt í þessu mikilvæga máli fyrir innlenda framleiðslu á ullar- og skinnavörum. Það eina sem gerst hefur í málinu er að fyrir um 18 mánuðum síðan var ákveðið að skipa starfshóp til að skoða málið, en ekkert er komið frá honum ennþá.Gagnslaus lagasetning Í apríl síðastliðnum voru samþykkt lög á Alþingi varðandi heimild til notkunar þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. Þau lög breyta í engu því að fyrirtæki þurfa eftir sem áður ekki að innihalds- eða upprunamerkja innfluttar ullar- og skinnavörur, nema þau noti íslenska þjóðfánann í merkingum sínum. Það er ekkert gagn af þeirri lagasetningu fyrir íslenskan iðnað! Að okkar mati er ekki réttmætt gagnvart neytendum að fyrirtæki komist upp með að láta líta út fyrir með merkingum á vörum sem framleiddar eru erlendis úr erlendum hráefnum að þær séu framleiddar hér á landi. Það ætti að vera stjórnvöldum kappsmál að efla innlenda framleiðslu samfara aukinni samkeppni, en ekki að grafa undan henni, eins og íslensk stjórnvöld gera í þessu tilviki. Það er ekkert að því að þeir sem það kjósa flytji inn eða láti framleiða vörur sínar erlendis, en þeir eiga ekki að komast upp með að merkja þær þannig að í augum kaupenda líti þær út sem vörur úr íslenskum hráefnum framleiddar á Íslandi og þannig ná að nýta meðbyrinn með því, þar sem margir erlendir ferðamenn sem og Íslendingar vilja kaupa ullar- og skinnavörur sem framleiddar eru á Íslandi. Okkur finnst að með núverandi fyrirkomulagi í merkingarmálum sé verið að svindla á neytendum án þess að stjórnvöld geri neitt í málinu. Það er einfaldlega ekki hægt að keppa við vörur sem bera engar upprunamerkingar og eru framleiddar í verksmiðjum erlendis. Launakostnaður og ýmis opinber gjöld eins og tryggingagjald, lífeyrisframlag vinnuveitenda og fleira er margfalt hærra hér á landi og óvíða í veröldinni er fjármagnskostnaður jafn hár og á Íslandi. Auk þess hafa tollar og gjöld af innflutningi m.a. af ullar- og skinnavörum, framleiddum úr erlendum hráefnum í Asíu, verið felld niður. Við neyðumst því til að grípa til allra tiltækra ráða til að lækka kostnað í framleiðslunni hjá okkur og einn þátturinn í því er að vera með alla okkar framleiðslu á einum stað. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir okkar í um 3 ár til að fá stjórnvöld til að gera eitthvað í málinu hefur ekkert gerst. Íslensk stjórnvöld hafa að okkar mati algerlega brugðist í þessu máli og bera því mikla ábyrgð á að við neyðumst til að hætta starfsemi okkar á Akureyri og að þar tapist 10 störf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 1986 hefur VARMA /Glófi ehf. framleitt ullar- og skinnavörur á Akureyri. Því miður þurfum við að hætta starfsemi okkar þar og flytja alfarið í verksmiðju okkar í Reykjavík. Hver er ástæðan? Jú, íslensk stjórnvöld leyfa að svindlað sé á neytendum með því að heimila að innfluttar ullar- og skinnavörur séu án upprunamerkinga. Þetta þýðir einfaldlega að hægt er að telja kaupandanum trú um að erlend innflutt ullar- og skinnavara sé íslensk. Samkeppnisaðilar VARMA í ullarsmávörum og mokkavörum flytja inn einkum frá Asíu, stóran hluta af þeim vörum sem sem við höfum framleitt á Akureyri. Engar kvaðir eru hér á landi um uppruna eða innihaldsmerkingar á innfluttum ullar- og skinnavörum. Merkingar helstu samkeppnisaðila okkar ganga út á að láta neytendur fá á tilfinninguna að um íslenska framleiðslu og hráefni sé að ræða. Fyrst löggjafinn hefur ekki vilja til að gera neitt í því, þrátt fyrir að við höfum í 3 ár ýtt reglulega á að svo verði gert, er ekki um annað að ræða en að færa það sem eftir lifir af framleiðslu okkar á Akureyri í verksmiðju okkar í Reykjavík. Frá júlí 2013 hefur undirritaður reglulega (alls yfir 20 sinnum) vakið athygli stjórnsýslunnar á óréttlæti í merkingamálum innfluttra ullar- og skinnavara (sent tölvupóst á iðnaðar-, innanríkis-, landbúnaðar- og utanríkisráðherra og aðstoðarmenn þeirra). Nú eru liðin þrjú ár án þess að stjórnsýslan hafi gert neitt í þessu mikilvæga máli fyrir innlenda framleiðslu á ullar- og skinnavörum. Það eina sem gerst hefur í málinu er að fyrir um 18 mánuðum síðan var ákveðið að skipa starfshóp til að skoða málið, en ekkert er komið frá honum ennþá.Gagnslaus lagasetning Í apríl síðastliðnum voru samþykkt lög á Alþingi varðandi heimild til notkunar þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. Þau lög breyta í engu því að fyrirtæki þurfa eftir sem áður ekki að innihalds- eða upprunamerkja innfluttar ullar- og skinnavörur, nema þau noti íslenska þjóðfánann í merkingum sínum. Það er ekkert gagn af þeirri lagasetningu fyrir íslenskan iðnað! Að okkar mati er ekki réttmætt gagnvart neytendum að fyrirtæki komist upp með að láta líta út fyrir með merkingum á vörum sem framleiddar eru erlendis úr erlendum hráefnum að þær séu framleiddar hér á landi. Það ætti að vera stjórnvöldum kappsmál að efla innlenda framleiðslu samfara aukinni samkeppni, en ekki að grafa undan henni, eins og íslensk stjórnvöld gera í þessu tilviki. Það er ekkert að því að þeir sem það kjósa flytji inn eða láti framleiða vörur sínar erlendis, en þeir eiga ekki að komast upp með að merkja þær þannig að í augum kaupenda líti þær út sem vörur úr íslenskum hráefnum framleiddar á Íslandi og þannig ná að nýta meðbyrinn með því, þar sem margir erlendir ferðamenn sem og Íslendingar vilja kaupa ullar- og skinnavörur sem framleiddar eru á Íslandi. Okkur finnst að með núverandi fyrirkomulagi í merkingarmálum sé verið að svindla á neytendum án þess að stjórnvöld geri neitt í málinu. Það er einfaldlega ekki hægt að keppa við vörur sem bera engar upprunamerkingar og eru framleiddar í verksmiðjum erlendis. Launakostnaður og ýmis opinber gjöld eins og tryggingagjald, lífeyrisframlag vinnuveitenda og fleira er margfalt hærra hér á landi og óvíða í veröldinni er fjármagnskostnaður jafn hár og á Íslandi. Auk þess hafa tollar og gjöld af innflutningi m.a. af ullar- og skinnavörum, framleiddum úr erlendum hráefnum í Asíu, verið felld niður. Við neyðumst því til að grípa til allra tiltækra ráða til að lækka kostnað í framleiðslunni hjá okkur og einn þátturinn í því er að vera með alla okkar framleiðslu á einum stað. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir okkar í um 3 ár til að fá stjórnvöld til að gera eitthvað í málinu hefur ekkert gerst. Íslensk stjórnvöld hafa að okkar mati algerlega brugðist í þessu máli og bera því mikla ábyrgð á að við neyðumst til að hætta starfsemi okkar á Akureyri og að þar tapist 10 störf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun