"Svindlað“ á neytendum með stuðningi stjórnvalda Páll Kr. Pálsson skrifar 6. júlí 2016 07:00 Frá árinu 1986 hefur VARMA /Glófi ehf. framleitt ullar- og skinnavörur á Akureyri. Því miður þurfum við að hætta starfsemi okkar þar og flytja alfarið í verksmiðju okkar í Reykjavík. Hver er ástæðan? Jú, íslensk stjórnvöld leyfa að svindlað sé á neytendum með því að heimila að innfluttar ullar- og skinnavörur séu án upprunamerkinga. Þetta þýðir einfaldlega að hægt er að telja kaupandanum trú um að erlend innflutt ullar- og skinnavara sé íslensk. Samkeppnisaðilar VARMA í ullarsmávörum og mokkavörum flytja inn einkum frá Asíu, stóran hluta af þeim vörum sem sem við höfum framleitt á Akureyri. Engar kvaðir eru hér á landi um uppruna eða innihaldsmerkingar á innfluttum ullar- og skinnavörum. Merkingar helstu samkeppnisaðila okkar ganga út á að láta neytendur fá á tilfinninguna að um íslenska framleiðslu og hráefni sé að ræða. Fyrst löggjafinn hefur ekki vilja til að gera neitt í því, þrátt fyrir að við höfum í 3 ár ýtt reglulega á að svo verði gert, er ekki um annað að ræða en að færa það sem eftir lifir af framleiðslu okkar á Akureyri í verksmiðju okkar í Reykjavík. Frá júlí 2013 hefur undirritaður reglulega (alls yfir 20 sinnum) vakið athygli stjórnsýslunnar á óréttlæti í merkingamálum innfluttra ullar- og skinnavara (sent tölvupóst á iðnaðar-, innanríkis-, landbúnaðar- og utanríkisráðherra og aðstoðarmenn þeirra). Nú eru liðin þrjú ár án þess að stjórnsýslan hafi gert neitt í þessu mikilvæga máli fyrir innlenda framleiðslu á ullar- og skinnavörum. Það eina sem gerst hefur í málinu er að fyrir um 18 mánuðum síðan var ákveðið að skipa starfshóp til að skoða málið, en ekkert er komið frá honum ennþá.Gagnslaus lagasetning Í apríl síðastliðnum voru samþykkt lög á Alþingi varðandi heimild til notkunar þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. Þau lög breyta í engu því að fyrirtæki þurfa eftir sem áður ekki að innihalds- eða upprunamerkja innfluttar ullar- og skinnavörur, nema þau noti íslenska þjóðfánann í merkingum sínum. Það er ekkert gagn af þeirri lagasetningu fyrir íslenskan iðnað! Að okkar mati er ekki réttmætt gagnvart neytendum að fyrirtæki komist upp með að láta líta út fyrir með merkingum á vörum sem framleiddar eru erlendis úr erlendum hráefnum að þær séu framleiddar hér á landi. Það ætti að vera stjórnvöldum kappsmál að efla innlenda framleiðslu samfara aukinni samkeppni, en ekki að grafa undan henni, eins og íslensk stjórnvöld gera í þessu tilviki. Það er ekkert að því að þeir sem það kjósa flytji inn eða láti framleiða vörur sínar erlendis, en þeir eiga ekki að komast upp með að merkja þær þannig að í augum kaupenda líti þær út sem vörur úr íslenskum hráefnum framleiddar á Íslandi og þannig ná að nýta meðbyrinn með því, þar sem margir erlendir ferðamenn sem og Íslendingar vilja kaupa ullar- og skinnavörur sem framleiddar eru á Íslandi. Okkur finnst að með núverandi fyrirkomulagi í merkingarmálum sé verið að svindla á neytendum án þess að stjórnvöld geri neitt í málinu. Það er einfaldlega ekki hægt að keppa við vörur sem bera engar upprunamerkingar og eru framleiddar í verksmiðjum erlendis. Launakostnaður og ýmis opinber gjöld eins og tryggingagjald, lífeyrisframlag vinnuveitenda og fleira er margfalt hærra hér á landi og óvíða í veröldinni er fjármagnskostnaður jafn hár og á Íslandi. Auk þess hafa tollar og gjöld af innflutningi m.a. af ullar- og skinnavörum, framleiddum úr erlendum hráefnum í Asíu, verið felld niður. Við neyðumst því til að grípa til allra tiltækra ráða til að lækka kostnað í framleiðslunni hjá okkur og einn þátturinn í því er að vera með alla okkar framleiðslu á einum stað. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir okkar í um 3 ár til að fá stjórnvöld til að gera eitthvað í málinu hefur ekkert gerst. Íslensk stjórnvöld hafa að okkar mati algerlega brugðist í þessu máli og bera því mikla ábyrgð á að við neyðumst til að hætta starfsemi okkar á Akureyri og að þar tapist 10 störf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 1986 hefur VARMA /Glófi ehf. framleitt ullar- og skinnavörur á Akureyri. Því miður þurfum við að hætta starfsemi okkar þar og flytja alfarið í verksmiðju okkar í Reykjavík. Hver er ástæðan? Jú, íslensk stjórnvöld leyfa að svindlað sé á neytendum með því að heimila að innfluttar ullar- og skinnavörur séu án upprunamerkinga. Þetta þýðir einfaldlega að hægt er að telja kaupandanum trú um að erlend innflutt ullar- og skinnavara sé íslensk. Samkeppnisaðilar VARMA í ullarsmávörum og mokkavörum flytja inn einkum frá Asíu, stóran hluta af þeim vörum sem sem við höfum framleitt á Akureyri. Engar kvaðir eru hér á landi um uppruna eða innihaldsmerkingar á innfluttum ullar- og skinnavörum. Merkingar helstu samkeppnisaðila okkar ganga út á að láta neytendur fá á tilfinninguna að um íslenska framleiðslu og hráefni sé að ræða. Fyrst löggjafinn hefur ekki vilja til að gera neitt í því, þrátt fyrir að við höfum í 3 ár ýtt reglulega á að svo verði gert, er ekki um annað að ræða en að færa það sem eftir lifir af framleiðslu okkar á Akureyri í verksmiðju okkar í Reykjavík. Frá júlí 2013 hefur undirritaður reglulega (alls yfir 20 sinnum) vakið athygli stjórnsýslunnar á óréttlæti í merkingamálum innfluttra ullar- og skinnavara (sent tölvupóst á iðnaðar-, innanríkis-, landbúnaðar- og utanríkisráðherra og aðstoðarmenn þeirra). Nú eru liðin þrjú ár án þess að stjórnsýslan hafi gert neitt í þessu mikilvæga máli fyrir innlenda framleiðslu á ullar- og skinnavörum. Það eina sem gerst hefur í málinu er að fyrir um 18 mánuðum síðan var ákveðið að skipa starfshóp til að skoða málið, en ekkert er komið frá honum ennþá.Gagnslaus lagasetning Í apríl síðastliðnum voru samþykkt lög á Alþingi varðandi heimild til notkunar þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. Þau lög breyta í engu því að fyrirtæki þurfa eftir sem áður ekki að innihalds- eða upprunamerkja innfluttar ullar- og skinnavörur, nema þau noti íslenska þjóðfánann í merkingum sínum. Það er ekkert gagn af þeirri lagasetningu fyrir íslenskan iðnað! Að okkar mati er ekki réttmætt gagnvart neytendum að fyrirtæki komist upp með að láta líta út fyrir með merkingum á vörum sem framleiddar eru erlendis úr erlendum hráefnum að þær séu framleiddar hér á landi. Það ætti að vera stjórnvöldum kappsmál að efla innlenda framleiðslu samfara aukinni samkeppni, en ekki að grafa undan henni, eins og íslensk stjórnvöld gera í þessu tilviki. Það er ekkert að því að þeir sem það kjósa flytji inn eða láti framleiða vörur sínar erlendis, en þeir eiga ekki að komast upp með að merkja þær þannig að í augum kaupenda líti þær út sem vörur úr íslenskum hráefnum framleiddar á Íslandi og þannig ná að nýta meðbyrinn með því, þar sem margir erlendir ferðamenn sem og Íslendingar vilja kaupa ullar- og skinnavörur sem framleiddar eru á Íslandi. Okkur finnst að með núverandi fyrirkomulagi í merkingarmálum sé verið að svindla á neytendum án þess að stjórnvöld geri neitt í málinu. Það er einfaldlega ekki hægt að keppa við vörur sem bera engar upprunamerkingar og eru framleiddar í verksmiðjum erlendis. Launakostnaður og ýmis opinber gjöld eins og tryggingagjald, lífeyrisframlag vinnuveitenda og fleira er margfalt hærra hér á landi og óvíða í veröldinni er fjármagnskostnaður jafn hár og á Íslandi. Auk þess hafa tollar og gjöld af innflutningi m.a. af ullar- og skinnavörum, framleiddum úr erlendum hráefnum í Asíu, verið felld niður. Við neyðumst því til að grípa til allra tiltækra ráða til að lækka kostnað í framleiðslunni hjá okkur og einn þátturinn í því er að vera með alla okkar framleiðslu á einum stað. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir okkar í um 3 ár til að fá stjórnvöld til að gera eitthvað í málinu hefur ekkert gerst. Íslensk stjórnvöld hafa að okkar mati algerlega brugðist í þessu máli og bera því mikla ábyrgð á að við neyðumst til að hætta starfsemi okkar á Akureyri og að þar tapist 10 störf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun