Að vera sjálfum sér bestur Friðrik Rafnsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Það er óttalega dapurlegt að Bretar skuli ætla að segja skilið við Evrópusambandið, einkum þeirra vegna, en kemur kannski ekki mjög á óvart. Ég hef fylgst nokkuð vel með umræðunni um Evrópusambandið allt frá árunum 1981 til 1988 þegar ég stundaði nám í Frakklandi og sá merki maður, Mitterand, var forseti Frakklands. Mitterand Frakklandsforseti og Kohl, kanslari Þýskalands, voru ákafir talsmenn samvinnu og friðar í Evrópu. Þeir mundu báðir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar og töldu að besta leiðin til þess væri að efla samstarf Evrópuþjóðanna sem mest, byggja á sameiginlegu gildismati lýðræðis, réttlætis, menningar og sögu, og mynda með sér öflugt, yfirþjóðlegt bandalag sem myndi bæta hag allra, Evrópusambandið. Til er fræg, afar hugljúf mynd af þeim félögum þar sem þeir haldast í hendur þessu til staðfestingar sem þýðir: aldrei aftur stríð milli þessara þjóða. Maður á víst aldrei að segja aldrei, en nú eru rúm sjötíu ár liðin sem er lengra friðar- og velmegunarskeið en verið hefur lengi. Bretar hafa hins vegar alla tíð verið sér á parti í þessu samstarfi og verið með allskyns sérkröfur sem samstarfsríkin á meginlandinu hafa reynt að mæta eftir föngum og þau hafa stundum sýnt Bretum virðingarvert langlundargeð. Samband Breta og meginlandsþjóðanna hefur verið svona haltu-mér-slepptu-mér samband. Það er á vissan hátt sjarmerandi eins og Bretar eru flestir, en líka oft þreytandi. Sýn ýmissa fjölmiðla, stjórnmálaskýrenda og stjórnmálamanna hérlendis hefur einatt litast af engilsaxneskri heimssýn og þar af leiðandi umræðunni í Bretlandi. Því væri óskandi að útganga Breta úr þessu sambandi sjálfstæðra Evrópuríkja verði til þess að við hér heima förum að ræða um Evrópusambandið eins og það er, en ekki út frá þeirri heldur þröngu heimssýn (nánast rörsýn) sem við höfum fengið á það í gegnum umræðuna í Bretlandi. Við, eins og þeir í þessu tilfelli, höfum stundum verið sjálfum okkur verst. Nú er ef til vill tímabært að við hættum að vera sjálfum okkur verst, hættum að skattyrðast hvort við annað og þær þjóðir sem vilja okkur vel. Þar með yrðum við kannski ekki sjálfum okkur best, en í það minnsta mun skárri en nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er óttalega dapurlegt að Bretar skuli ætla að segja skilið við Evrópusambandið, einkum þeirra vegna, en kemur kannski ekki mjög á óvart. Ég hef fylgst nokkuð vel með umræðunni um Evrópusambandið allt frá árunum 1981 til 1988 þegar ég stundaði nám í Frakklandi og sá merki maður, Mitterand, var forseti Frakklands. Mitterand Frakklandsforseti og Kohl, kanslari Þýskalands, voru ákafir talsmenn samvinnu og friðar í Evrópu. Þeir mundu báðir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar og töldu að besta leiðin til þess væri að efla samstarf Evrópuþjóðanna sem mest, byggja á sameiginlegu gildismati lýðræðis, réttlætis, menningar og sögu, og mynda með sér öflugt, yfirþjóðlegt bandalag sem myndi bæta hag allra, Evrópusambandið. Til er fræg, afar hugljúf mynd af þeim félögum þar sem þeir haldast í hendur þessu til staðfestingar sem þýðir: aldrei aftur stríð milli þessara þjóða. Maður á víst aldrei að segja aldrei, en nú eru rúm sjötíu ár liðin sem er lengra friðar- og velmegunarskeið en verið hefur lengi. Bretar hafa hins vegar alla tíð verið sér á parti í þessu samstarfi og verið með allskyns sérkröfur sem samstarfsríkin á meginlandinu hafa reynt að mæta eftir föngum og þau hafa stundum sýnt Bretum virðingarvert langlundargeð. Samband Breta og meginlandsþjóðanna hefur verið svona haltu-mér-slepptu-mér samband. Það er á vissan hátt sjarmerandi eins og Bretar eru flestir, en líka oft þreytandi. Sýn ýmissa fjölmiðla, stjórnmálaskýrenda og stjórnmálamanna hérlendis hefur einatt litast af engilsaxneskri heimssýn og þar af leiðandi umræðunni í Bretlandi. Því væri óskandi að útganga Breta úr þessu sambandi sjálfstæðra Evrópuríkja verði til þess að við hér heima förum að ræða um Evrópusambandið eins og það er, en ekki út frá þeirri heldur þröngu heimssýn (nánast rörsýn) sem við höfum fengið á það í gegnum umræðuna í Bretlandi. Við, eins og þeir í þessu tilfelli, höfum stundum verið sjálfum okkur verst. Nú er ef til vill tímabært að við hættum að vera sjálfum okkur verst, hættum að skattyrðast hvort við annað og þær þjóðir sem vilja okkur vel. Þar með yrðum við kannski ekki sjálfum okkur best, en í það minnsta mun skárri en nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun