Þrettándi maðurinn Sverrir Björnsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Lítillæti, dugnaður og ísköld einbeiting strákanna okkar er aðdáunarverð, svona ætla ég líka að verða. Ég tók reyndar þátt í leiknum við Englendinga, mætti snemma, með snakk og bjór og sat límdur við Lazy-boyinn allan leikinn. Í stöðunni 2-1 þorði ég varla að hreyfa mig, þorði ekki á klósett og gætti þess að færa ekki neitt úr stað á borðinu sem gæti breytt feng shuinu. Ég tók sprett á klósettið í hálfleik og sendi þaðan góða strauma til Frakklands. Seinni hálfleikur tók enn meira á, allan hálfleikinn sat ég frosinn í stellingunni, því minnsta hreyfing gæti hreyft vængi fiðrildisins. Og viti menn þetta dugði, við unnum!!! Ég dansaði eins og trylltur kjúklingur um alla íbúð. Þetta er frábært, tilfinningin minnti á árin fyrir hrun þegar þjóðin sprangaði um heiminn með kassann úti. Það þarf þó að þakka fleirum en strákunum og mér. Tólfan; blái herinn fór hamförum á leiknum, í logandi jökli, í dáleiðandi dregnum seimi ómaði, Áfram Ísland og frummanna takturinn sló hitt liðið út af laginu.Barátta á VIP-svæðinu Ég áttaði mig þó ekki á því fyrr en daginn eftir að hér voru enn stærri kraftar að verki. Þessar örlagaríku mínútur íslenskrar íþróttasögu fór nefnilega fram tryllingsleg barátta á VIP-svæði vallarins. Hér á eftir eru hápunktar þessarar dramatísku orrustu. Til að gæta sagnfræðilegrar nákvæmni eru öll ummæli höfð orðrétt eftir. Í upphafi leiks segir oddviti knattspyrnusambands Englands við herra Ólaf Ragnar Grímsson. „Eru ekki bara allir Íslendingar mættir hérna, er bara nokkur heima á Íslandi?“ Margur hefði haldið að þetta væru kurteislegar samræður eða jafnvel vinalegt spjall en forseti vor skynjaði á örskotstund að hér var verið að lítillækka land og þjóð. Og þegar við komumst yfir í leiknum hallaði hann sér að oddvitanum og mælti hin fleygu orð; „Þú hefðir kannski átt að spara þér brandarann hérna í upphafi.“ Þetta var söguleg stund sem hefur ekki fengið nægilega athygli. Ef ekki væri fyrir nokkur fjölmiðlaviðtöl sem Ólafur hefur af hógværð sinni veitt og þennan greinarstúf minn myndi enginn vita hver hlutur okkar félaganna í sigri íslenska landsliðsins var. Og áfram mun ríkja sá misskilningur að fegurð leiksins og samkennd þjóða eigi að ríkja yfir hnútukasti og þjóðernisrembingi. Viðtöl og greinaskrif okkar Ólafs munu eflaust ekki duga til að leiðrétta þetta og rétta okkar hlut. Ólafur og ég verðum því að ganga auðmjúkir frá leik undir merki Steins Steinarr; „Mitt stolt er að vera sonur þessarar þjóðar. En þjóðin er ekki líkt því eins stolt af mér.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Lítillæti, dugnaður og ísköld einbeiting strákanna okkar er aðdáunarverð, svona ætla ég líka að verða. Ég tók reyndar þátt í leiknum við Englendinga, mætti snemma, með snakk og bjór og sat límdur við Lazy-boyinn allan leikinn. Í stöðunni 2-1 þorði ég varla að hreyfa mig, þorði ekki á klósett og gætti þess að færa ekki neitt úr stað á borðinu sem gæti breytt feng shuinu. Ég tók sprett á klósettið í hálfleik og sendi þaðan góða strauma til Frakklands. Seinni hálfleikur tók enn meira á, allan hálfleikinn sat ég frosinn í stellingunni, því minnsta hreyfing gæti hreyft vængi fiðrildisins. Og viti menn þetta dugði, við unnum!!! Ég dansaði eins og trylltur kjúklingur um alla íbúð. Þetta er frábært, tilfinningin minnti á árin fyrir hrun þegar þjóðin sprangaði um heiminn með kassann úti. Það þarf þó að þakka fleirum en strákunum og mér. Tólfan; blái herinn fór hamförum á leiknum, í logandi jökli, í dáleiðandi dregnum seimi ómaði, Áfram Ísland og frummanna takturinn sló hitt liðið út af laginu.Barátta á VIP-svæðinu Ég áttaði mig þó ekki á því fyrr en daginn eftir að hér voru enn stærri kraftar að verki. Þessar örlagaríku mínútur íslenskrar íþróttasögu fór nefnilega fram tryllingsleg barátta á VIP-svæði vallarins. Hér á eftir eru hápunktar þessarar dramatísku orrustu. Til að gæta sagnfræðilegrar nákvæmni eru öll ummæli höfð orðrétt eftir. Í upphafi leiks segir oddviti knattspyrnusambands Englands við herra Ólaf Ragnar Grímsson. „Eru ekki bara allir Íslendingar mættir hérna, er bara nokkur heima á Íslandi?“ Margur hefði haldið að þetta væru kurteislegar samræður eða jafnvel vinalegt spjall en forseti vor skynjaði á örskotstund að hér var verið að lítillækka land og þjóð. Og þegar við komumst yfir í leiknum hallaði hann sér að oddvitanum og mælti hin fleygu orð; „Þú hefðir kannski átt að spara þér brandarann hérna í upphafi.“ Þetta var söguleg stund sem hefur ekki fengið nægilega athygli. Ef ekki væri fyrir nokkur fjölmiðlaviðtöl sem Ólafur hefur af hógværð sinni veitt og þennan greinarstúf minn myndi enginn vita hver hlutur okkar félaganna í sigri íslenska landsliðsins var. Og áfram mun ríkja sá misskilningur að fegurð leiksins og samkennd þjóða eigi að ríkja yfir hnútukasti og þjóðernisrembingi. Viðtöl og greinaskrif okkar Ólafs munu eflaust ekki duga til að leiðrétta þetta og rétta okkar hlut. Ólafur og ég verðum því að ganga auðmjúkir frá leik undir merki Steins Steinarr; „Mitt stolt er að vera sonur þessarar þjóðar. En þjóðin er ekki líkt því eins stolt af mér.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun