
Kristján Eldjárn, kommúnisminn og klámvísurnar
Þegar Kristján Eldjárn bauð sig fyrst fram 1968 gengu menn um hverfi Reykjavíkurborgar; bönkuðu upp á í hverju einasta húsi (þetta var fyrir tíma Facebook) og vöruðu fólk við að kjósa Kristján til forseta því hann væri hættulegur maður. Hann væri kommúnisti sem myndi vinna að því að koma Íslandi undir Sovétríkin. Þá var enn fremur mikið hneykslismál að Kristján hefði á háskólaárum sínum samið klámvísur. Það sæi hver maður að það var engan veginn viðeigandi fyrir næsta forseta Íslands að hafa samið slíkar vísur.
Líklega var þetta meira hneyksli en við getum ímyndað okkur enda fyrir tíma veraldarvefsins. Sem betur fer náðu þessar sögur þó ekki að sannfæra of marga enda var Kristján Eldjárn kosinn forseti, Ísland varð ekki leppríki Sovétríkjanna og klámvísur urðu ekki að morgunverðarbæn landans. Reyndar kom í ljós að Kristján Eldjárn var afskaplega góður forseti og enn fá sumir dreymið augnaráð þegar rifjuð er upp forsetatíð hans, en þessi saga er samt óþægilega kunnugleg.
Sáttasemjarinn mikli
Í norrænni goðafræði er Forseti, sonur Nönnu og Baldurs, sáttasemjarinn mikli. Sumum finnst þetta klisja en öðrum, eins og mér, finnst mikilvægt í ljósi umróts síðustu missera að þjóðin eignist sameiningartákn í forseta sínum. Guðni hefur einmitt lagt áherslu á þá skoðun sína að forseti Íslands eigi að vera sáttasemjari og að engum eigi að finnast forsetinn vera „með hinum í liði", með eða á móti ESB, með eða á móti virkjunum o.s.frv. Hann eigi að koma hlutlaus að borðinu. Guðni vill vera forseti allra Íslendinga, enda einn af okkur. Þetta speglast ágætlega í hinum stóra stuðningshópi hans, eða eins og ein orðaði svo vel: „í þverpólitískari hóp hef ég ekki komist síðan ég tók þátt í stórri flugslysaæfingu."
Tilhugsunin um Guðna sem forseta fyllir mig von. Von um að nú breytist pólitískt landslag okkar á þann veg að auðmýkt en ekki hroki verði aðalsmerki kjörinna fulltrúa. Von um að nú muni ráðamenn þjóðannar sjá að það er hægt að vinna kosningabaráttu án þess að ráðast á nokkurn. Von um að bjartsýni og heilindi Guðna sameini þjóð sem er þreytt og tortryggin. Von um að sómakennd verði einkunnarorð okkar.
Von um að flestir sjái í gegnum aðdróttanir og samsæriskenningar, líkt og með Kristján, kommúnismann og klámvísurnar.
Skoðun

Varmadælu-rafbílar
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Fúskleysi er framkvæmanlegt
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Erum við svona smá?
Ólafur Stephensen skrifar

Er apótekið opið? – af skyldum lyfsala
Már Egilsson skrifar

Vissulega lítið vit í slíkum samningi
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Er verið að færa menntun kennara hálfa öld aftur í tímann?
Atli Harðarson skrifar

Lækkum kosningaaldurinn í 16 ára
Geir Finnsson skrifar

Verðbólguvarnir á ferðalögum
Björn Berg Gunnarsson skrifar

Staða lóðamála í Reykjavík
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

700 hjálmar
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Bréf til Kára
Aríel Pétursson skrifar

Grænasta sveitarfélagið skammað af ráðherra
Pawel Bartoszek skrifar

Búsetufrelsi – Hver erum við?
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Samfylkingin kynnir verkefnalista fyrir þinglok
Kristrún Frostadóttir skrifar

Rangfærslur um skýrslu vegna Nýja Skerjafjarðar
Matthías Arngrímsson skrifar

Virði en ekki byrði
Ásgerður Pálsdóttir skrifar

Er gjaldmiðill sem sveiflast eins og íslenska veðrið endilega málið?
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Hver eru forgangsmál Sjálfstæðisflokksins?
Guðjón Jensson skrifar

Þú ert ekki bara óábyrgur, eins og þú segir sjálfur réttilega, Guðlaugur Þór
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Hvert fer útsvarið mitt?
Sandra Gunnarsdóttir skrifar

Hver mun sinna þér?
Sandra B. Franks skrifar

Hvað amar eiginlega að okkur?
Jakob Frímann Magnússon skrifar

Hugarafl 20 ára
Eymundur Eymundsson skrifar

Sök bítur...
Sigursteinn Másson skrifar

Nýtur náttúran verndar í Reykjavík?
Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar

Samtalið við Seyðfirðinga sem aldrei varð
Magnús Guðmundsson skrifar

Nám fyrir öll!
Drífa Lýðsdóttir,Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Er búsetufrelsisfólk annars flokks?
Guðrún Njálsdóttir skrifar

Tillaga um beina kosningu borgarstjóra
Helgi Áss Grétarsson skrifar