97 ára látin bíða á gangi spítalans í þrjá tíma Birgir Olgeirsson og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 24. júní 2016 13:05 Amma Kristínar er 97 ára gömul. Hún var látin bíða fram á gangi spítalans í þrjá klukkutíma í gær. Mynd/ Kristín Ásta „Mér finnst þetta ótrúlega sorglegt,“ segir Kristín Ásta Matthíasdóttir sem lenti í heldur óskemmtilegri reynslu á Landspítalanum í gærkvöldi. Amma hennar, sem er 97 ára gömul, þurfti á læknisaðstoð að halda í gær. Hún var flutt á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún var send í röntgenmyndatöku. Þegar henni var lokið myndaðist mikið óvissuástand þar sem ekki lá fyrir hvaða úrræði amma Kristínar átti að fá. Mikill erill var á Landspítalanum í gærkvöld og augljóst að mikið álag var á starfsfólki að sögn Kristínar. Amma hennar virðist hafa gleymst í öllum hamaganginum og þurfti því að liggja fram á gangi í þrjá klukkutíma þar sem hún var orðin þreytt og ringluð. Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi var henni svo komið fyrir inni á sjúkrastofu. „Við vorum búin að spyrja nokkra og það vissi í rauninni enginn neitt.Það kom svo loksins að því að læknirinn hennar ömmu mætti niður og þá kom í ljós að þetta ástand skapaðist sökum misskilnings og voru við beðin afsökunar á því,“ segir Kristín Ásta en fleiri biðu á ganginum þetta kvöld, þar á meðal eldri maður. Ástandið á Landspítalanum hefur verið virkilega slæmt undanfarin ár, hefur stofnunin verið undirmönnuð á löngu tímabili og hefur þurft að geyma sjúklinga á göngum sökum plássleysis. Kristín Ásta segir þetta ástand óviðundandi og yfirvöld megi hafa skömm fyrir. „Ég vil samt taka fram að ég er mjög þakklát þessu góða og duglega starfsfólki á spítalanum sem þarf að vinna við þessar óviðunandi aðstæður.“ Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
„Mér finnst þetta ótrúlega sorglegt,“ segir Kristín Ásta Matthíasdóttir sem lenti í heldur óskemmtilegri reynslu á Landspítalanum í gærkvöldi. Amma hennar, sem er 97 ára gömul, þurfti á læknisaðstoð að halda í gær. Hún var flutt á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún var send í röntgenmyndatöku. Þegar henni var lokið myndaðist mikið óvissuástand þar sem ekki lá fyrir hvaða úrræði amma Kristínar átti að fá. Mikill erill var á Landspítalanum í gærkvöld og augljóst að mikið álag var á starfsfólki að sögn Kristínar. Amma hennar virðist hafa gleymst í öllum hamaganginum og þurfti því að liggja fram á gangi í þrjá klukkutíma þar sem hún var orðin þreytt og ringluð. Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi var henni svo komið fyrir inni á sjúkrastofu. „Við vorum búin að spyrja nokkra og það vissi í rauninni enginn neitt.Það kom svo loksins að því að læknirinn hennar ömmu mætti niður og þá kom í ljós að þetta ástand skapaðist sökum misskilnings og voru við beðin afsökunar á því,“ segir Kristín Ásta en fleiri biðu á ganginum þetta kvöld, þar á meðal eldri maður. Ástandið á Landspítalanum hefur verið virkilega slæmt undanfarin ár, hefur stofnunin verið undirmönnuð á löngu tímabili og hefur þurft að geyma sjúklinga á göngum sökum plássleysis. Kristín Ásta segir þetta ástand óviðundandi og yfirvöld megi hafa skömm fyrir. „Ég vil samt taka fram að ég er mjög þakklát þessu góða og duglega starfsfólki á spítalanum sem þarf að vinna við þessar óviðunandi aðstæður.“
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira