97 ára látin bíða á gangi spítalans í þrjá tíma Birgir Olgeirsson og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 24. júní 2016 13:05 Amma Kristínar er 97 ára gömul. Hún var látin bíða fram á gangi spítalans í þrjá klukkutíma í gær. Mynd/ Kristín Ásta „Mér finnst þetta ótrúlega sorglegt,“ segir Kristín Ásta Matthíasdóttir sem lenti í heldur óskemmtilegri reynslu á Landspítalanum í gærkvöldi. Amma hennar, sem er 97 ára gömul, þurfti á læknisaðstoð að halda í gær. Hún var flutt á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún var send í röntgenmyndatöku. Þegar henni var lokið myndaðist mikið óvissuástand þar sem ekki lá fyrir hvaða úrræði amma Kristínar átti að fá. Mikill erill var á Landspítalanum í gærkvöld og augljóst að mikið álag var á starfsfólki að sögn Kristínar. Amma hennar virðist hafa gleymst í öllum hamaganginum og þurfti því að liggja fram á gangi í þrjá klukkutíma þar sem hún var orðin þreytt og ringluð. Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi var henni svo komið fyrir inni á sjúkrastofu. „Við vorum búin að spyrja nokkra og það vissi í rauninni enginn neitt.Það kom svo loksins að því að læknirinn hennar ömmu mætti niður og þá kom í ljós að þetta ástand skapaðist sökum misskilnings og voru við beðin afsökunar á því,“ segir Kristín Ásta en fleiri biðu á ganginum þetta kvöld, þar á meðal eldri maður. Ástandið á Landspítalanum hefur verið virkilega slæmt undanfarin ár, hefur stofnunin verið undirmönnuð á löngu tímabili og hefur þurft að geyma sjúklinga á göngum sökum plássleysis. Kristín Ásta segir þetta ástand óviðundandi og yfirvöld megi hafa skömm fyrir. „Ég vil samt taka fram að ég er mjög þakklát þessu góða og duglega starfsfólki á spítalanum sem þarf að vinna við þessar óviðunandi aðstæður.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Mér finnst þetta ótrúlega sorglegt,“ segir Kristín Ásta Matthíasdóttir sem lenti í heldur óskemmtilegri reynslu á Landspítalanum í gærkvöldi. Amma hennar, sem er 97 ára gömul, þurfti á læknisaðstoð að halda í gær. Hún var flutt á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún var send í röntgenmyndatöku. Þegar henni var lokið myndaðist mikið óvissuástand þar sem ekki lá fyrir hvaða úrræði amma Kristínar átti að fá. Mikill erill var á Landspítalanum í gærkvöld og augljóst að mikið álag var á starfsfólki að sögn Kristínar. Amma hennar virðist hafa gleymst í öllum hamaganginum og þurfti því að liggja fram á gangi í þrjá klukkutíma þar sem hún var orðin þreytt og ringluð. Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi var henni svo komið fyrir inni á sjúkrastofu. „Við vorum búin að spyrja nokkra og það vissi í rauninni enginn neitt.Það kom svo loksins að því að læknirinn hennar ömmu mætti niður og þá kom í ljós að þetta ástand skapaðist sökum misskilnings og voru við beðin afsökunar á því,“ segir Kristín Ásta en fleiri biðu á ganginum þetta kvöld, þar á meðal eldri maður. Ástandið á Landspítalanum hefur verið virkilega slæmt undanfarin ár, hefur stofnunin verið undirmönnuð á löngu tímabili og hefur þurft að geyma sjúklinga á göngum sökum plássleysis. Kristín Ásta segir þetta ástand óviðundandi og yfirvöld megi hafa skömm fyrir. „Ég vil samt taka fram að ég er mjög þakklát þessu góða og duglega starfsfólki á spítalanum sem þarf að vinna við þessar óviðunandi aðstæður.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira