Hvernig er staðan á íslenskum geðdeildum í dag? Sigríður Margrét Örnólfsdóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Aðili sem ég hitti nýlega og starfa sinna vegna kemur oft inn á geðdeildir með fólk í allavega ástandi tjáði mér að hann upplifði ástandið þar hafa versnað. Þar sæi hann fólk sem erfitt væri að ná augnsambandi og eiga samræður við. Eru þetta lyfjaáhrif? Það eru 20 ár síðan ég fékk greininguna schizophrenia, ofheyrnir og ofsjónir í kjölfar áfalls. Sex fyrstu árin, innlagnir á geðdeild, ýmis meðferðarúrræði og lyfjagjöf. Síðastliðin rúm 14 ár utan geðbatterísins á lygnum sjó. Reynsla mín og saga svo margra annarra er kveikjan að þessari grein. Þann 15. júní sl. var haldið málþing á vegum Geðhjálpar sem margir stóðu að. Hefur okkur borið af leið? Þar flutti bandarískur geðlæknir, Allen Frances, fyrirlestur. Umfjöllunarefnið ofgreiningar og ofneysla lyfja. Þetta er löngu tímabært og hristir vonandi ærlega upp í kerfinu. 14. júní er grein í Fréttablaðinu um málþingið. Þar kemur Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir fram með margt gott og segir framþróun hafa orðið varðandi lyf sem geti gagnast við alvarlegum geðröskunum. Eru til samantektir eða rannsóknir sem styðja þessa fullyrðingu eða er þetta huglægt mat?Gífurleg ábyrgð Ábyrgð geðlækna er gífurleg miðað við það huglæga mat sem ákvarðar greiningu og meðferð sjúklings. Líf og heilsa fólks er undir. Við stofnun Hugarafls 2003 komu ferskir vindar inn í umræðuna um geðheilbrigðismál og samtökin hafa komið mörgum með geðraskanir til aðstoðar. Auður Axelsdóttir, ein af frumkvöðlunum og forstöðumaður Hugarafls, spurði spurninga, fékk fyrirlesara, hélt málþing og kynnti nýjungar, m.a finnsku aðferðina, og vakti það litla hrifningu meðal margra geðlækna. Finnska aðferðin gengur út á að virkja fjölskyldu og fagaðila og mynda stuðningsnet um sjúkling. Samtöl notuð. Lyf notuð í undantekningartilfellum. Rannsóknir hafa sýnt fram á umtalsverðan árangur. Af hverju ekki að gefa þessu gaum? Ef ég hefði notið finnsku aðferðarinnar, e.t.v. án lyfja, hefði ég losnað við sex mismunandi aukaverkanir. Rúmlegu að mestu vegna þreytu og máttleysis í rúm tvö ár. Og hugsanlega ofbeldi og nauðungarvistanir. Lyf hafa aldrei haft áhrif á skynjanir mínar. Ég set spurningarmerki við fikt með lyfjanotkun sem á að hafa áhrif á á heilastöðvar og boðskipti. Hvað liggur þar að baki? Í mínu tilfelli komu samt róandi áhrif lyfja stundum að gagni. Ég er langt komin með lestur bókarinnar Saving Normal eftir áðurnefndan geðlækni, Allen Frances. Vona að sem flestir innan geðheilbrigðiskerfisins kynni sér efni þessarar bókar og nýti í störfum sínum. Breytt viðhorf, starfsaðferðir og verklag þarf ekki að kosta mikla peninga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hönnun og heilsa Fallega hannað umhverfi hefur áhrif á okkur flest. Tökum Hörpuna sem dæmi, maður gengur inn í listina og upplifir nýja stemningu í hverju horni. Eða Perluna sem trónir efst á Öskjuhlíðinni í dásamlega fallegu umhverfi. 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Aðili sem ég hitti nýlega og starfa sinna vegna kemur oft inn á geðdeildir með fólk í allavega ástandi tjáði mér að hann upplifði ástandið þar hafa versnað. Þar sæi hann fólk sem erfitt væri að ná augnsambandi og eiga samræður við. Eru þetta lyfjaáhrif? Það eru 20 ár síðan ég fékk greininguna schizophrenia, ofheyrnir og ofsjónir í kjölfar áfalls. Sex fyrstu árin, innlagnir á geðdeild, ýmis meðferðarúrræði og lyfjagjöf. Síðastliðin rúm 14 ár utan geðbatterísins á lygnum sjó. Reynsla mín og saga svo margra annarra er kveikjan að þessari grein. Þann 15. júní sl. var haldið málþing á vegum Geðhjálpar sem margir stóðu að. Hefur okkur borið af leið? Þar flutti bandarískur geðlæknir, Allen Frances, fyrirlestur. Umfjöllunarefnið ofgreiningar og ofneysla lyfja. Þetta er löngu tímabært og hristir vonandi ærlega upp í kerfinu. 14. júní er grein í Fréttablaðinu um málþingið. Þar kemur Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir fram með margt gott og segir framþróun hafa orðið varðandi lyf sem geti gagnast við alvarlegum geðröskunum. Eru til samantektir eða rannsóknir sem styðja þessa fullyrðingu eða er þetta huglægt mat?Gífurleg ábyrgð Ábyrgð geðlækna er gífurleg miðað við það huglæga mat sem ákvarðar greiningu og meðferð sjúklings. Líf og heilsa fólks er undir. Við stofnun Hugarafls 2003 komu ferskir vindar inn í umræðuna um geðheilbrigðismál og samtökin hafa komið mörgum með geðraskanir til aðstoðar. Auður Axelsdóttir, ein af frumkvöðlunum og forstöðumaður Hugarafls, spurði spurninga, fékk fyrirlesara, hélt málþing og kynnti nýjungar, m.a finnsku aðferðina, og vakti það litla hrifningu meðal margra geðlækna. Finnska aðferðin gengur út á að virkja fjölskyldu og fagaðila og mynda stuðningsnet um sjúkling. Samtöl notuð. Lyf notuð í undantekningartilfellum. Rannsóknir hafa sýnt fram á umtalsverðan árangur. Af hverju ekki að gefa þessu gaum? Ef ég hefði notið finnsku aðferðarinnar, e.t.v. án lyfja, hefði ég losnað við sex mismunandi aukaverkanir. Rúmlegu að mestu vegna þreytu og máttleysis í rúm tvö ár. Og hugsanlega ofbeldi og nauðungarvistanir. Lyf hafa aldrei haft áhrif á skynjanir mínar. Ég set spurningarmerki við fikt með lyfjanotkun sem á að hafa áhrif á á heilastöðvar og boðskipti. Hvað liggur þar að baki? Í mínu tilfelli komu samt róandi áhrif lyfja stundum að gagni. Ég er langt komin með lestur bókarinnar Saving Normal eftir áðurnefndan geðlækni, Allen Frances. Vona að sem flestir innan geðheilbrigðiskerfisins kynni sér efni þessarar bókar og nýti í störfum sínum. Breytt viðhorf, starfsaðferðir og verklag þarf ekki að kosta mikla peninga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hönnun og heilsa Fallega hannað umhverfi hefur áhrif á okkur flest. Tökum Hörpuna sem dæmi, maður gengur inn í listina og upplifir nýja stemningu í hverju horni. Eða Perluna sem trónir efst á Öskjuhlíðinni í dásamlega fallegu umhverfi. 30. júní 2016 07:00
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun