Hönnun og heilsa O. Lilja Birgisdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Fallega hannað umhverfi hefur áhrif á okkur flest. Tökum Hörpuna sem dæmi, maður gengur inn í listina og upplifir nýja stemningu í hverju horni. Eða Perluna sem trónir efst á Öskjuhlíðinni í dásamlega fallegu umhverfi. Á Íslandi má finna margar fagrar byggingar, vinnustaði, heimili, húsgögn, tæki og tól. Hönnun skiptir máli. Fyrsta upplifun er oftast góð en því miður er það stundum svo að gleymst hefur að huga að ýmsum þáttum í hönnuninni sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu til lengri tíma. Margar rannsóknir eru til varðandi áhrif umhverfis á heilsu eins og t.d. sjónræn áhrif í formi birtu og litavals, hljóðvistar og hönnunar húsbúnaðar. Vinnuferlar og viðmót tæknibúnaðar getur einnig haft áhrif. Vinnuvistfræðin fjallar um samspil manns og umhverfis, áhrif á líðan og heilsu.Með sólgleraugu í vinnunni Hvers vegna þarf starfsfólkið í afgreiðslu Hörpunnar helst að vera með sólgleraugu í vinnunni? Hvernig skyldi kokkunum í Perlunni líða, þurfa þeir kannski að hlaupa upp og niður stiga eða vinna við erfiðar og þröngar aðstæður? Hvað með fallegu háu glerbyggingarnar sem hafa skotist upp hér og þar um höfuðborgina, eru þær hannaðar bæði með hönnun og heilsu í huga? Fær starfsfólkið höfuðverk og vöðvabólgu vegna birtu og glampamyndunar? Þarf að vera með aukapeysu vegna kuldans sem streymir frá glerinu á köldum dögum? Dæmi má einnig taka varðandi hönnun húsgagna, fagurlega hannaður stóll sem fáum þykir gott að sitja í. Umbúðir sem eru fallega hannaðar en þegar þarf að opna þær þá þarf verkfæri og kraft til verksins. Heimilistæki sem eru með svo flóknar stýringar að það þarf verkfræðing til að skilja þær. Tölvukerfi sem eru svo margþætt að nauðsynlegt er að hafa púða á veggnum til að banka höfðinu í reglulega. Heilsan skiptir máli.Hönnuðirnir gleyma sér Því miður er það svo að hönnuðirnir sem eiga verkin gleyma sér oft í sköpuninni og fegurðinni sem síðar kemur mögulega niður á líðan þeirra sem nota eiga hönnunina eða vinna í umhverfinu í lengri tíma. Vinnuvistfræðingur myndi ekki endilega hanna sérlega fagurt umhverfi, tæki eða tól, en vel notendahæft væri það. Þess vegna er það svo mikilvægt að við vinnum saman að hönnun, notum þá þekkingu sem til er á öllum sviðum. Nýtum okkur þau fræði sem við eigum, þá kunnáttu sem fagfólkið hefur og hönnum með heilsuna í huga. Hönnun og heilsa skipta máli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Fallega hannað umhverfi hefur áhrif á okkur flest. Tökum Hörpuna sem dæmi, maður gengur inn í listina og upplifir nýja stemningu í hverju horni. Eða Perluna sem trónir efst á Öskjuhlíðinni í dásamlega fallegu umhverfi. Á Íslandi má finna margar fagrar byggingar, vinnustaði, heimili, húsgögn, tæki og tól. Hönnun skiptir máli. Fyrsta upplifun er oftast góð en því miður er það stundum svo að gleymst hefur að huga að ýmsum þáttum í hönnuninni sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu til lengri tíma. Margar rannsóknir eru til varðandi áhrif umhverfis á heilsu eins og t.d. sjónræn áhrif í formi birtu og litavals, hljóðvistar og hönnunar húsbúnaðar. Vinnuferlar og viðmót tæknibúnaðar getur einnig haft áhrif. Vinnuvistfræðin fjallar um samspil manns og umhverfis, áhrif á líðan og heilsu.Með sólgleraugu í vinnunni Hvers vegna þarf starfsfólkið í afgreiðslu Hörpunnar helst að vera með sólgleraugu í vinnunni? Hvernig skyldi kokkunum í Perlunni líða, þurfa þeir kannski að hlaupa upp og niður stiga eða vinna við erfiðar og þröngar aðstæður? Hvað með fallegu háu glerbyggingarnar sem hafa skotist upp hér og þar um höfuðborgina, eru þær hannaðar bæði með hönnun og heilsu í huga? Fær starfsfólkið höfuðverk og vöðvabólgu vegna birtu og glampamyndunar? Þarf að vera með aukapeysu vegna kuldans sem streymir frá glerinu á köldum dögum? Dæmi má einnig taka varðandi hönnun húsgagna, fagurlega hannaður stóll sem fáum þykir gott að sitja í. Umbúðir sem eru fallega hannaðar en þegar þarf að opna þær þá þarf verkfæri og kraft til verksins. Heimilistæki sem eru með svo flóknar stýringar að það þarf verkfræðing til að skilja þær. Tölvukerfi sem eru svo margþætt að nauðsynlegt er að hafa púða á veggnum til að banka höfðinu í reglulega. Heilsan skiptir máli.Hönnuðirnir gleyma sér Því miður er það svo að hönnuðirnir sem eiga verkin gleyma sér oft í sköpuninni og fegurðinni sem síðar kemur mögulega niður á líðan þeirra sem nota eiga hönnunina eða vinna í umhverfinu í lengri tíma. Vinnuvistfræðingur myndi ekki endilega hanna sérlega fagurt umhverfi, tæki eða tól, en vel notendahæft væri það. Þess vegna er það svo mikilvægt að við vinnum saman að hönnun, notum þá þekkingu sem til er á öllum sviðum. Nýtum okkur þau fræði sem við eigum, þá kunnáttu sem fagfólkið hefur og hönnum með heilsuna í huga. Hönnun og heilsa skipta máli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun