Hönnun og heilsa O. Lilja Birgisdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Fallega hannað umhverfi hefur áhrif á okkur flest. Tökum Hörpuna sem dæmi, maður gengur inn í listina og upplifir nýja stemningu í hverju horni. Eða Perluna sem trónir efst á Öskjuhlíðinni í dásamlega fallegu umhverfi. Á Íslandi má finna margar fagrar byggingar, vinnustaði, heimili, húsgögn, tæki og tól. Hönnun skiptir máli. Fyrsta upplifun er oftast góð en því miður er það stundum svo að gleymst hefur að huga að ýmsum þáttum í hönnuninni sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu til lengri tíma. Margar rannsóknir eru til varðandi áhrif umhverfis á heilsu eins og t.d. sjónræn áhrif í formi birtu og litavals, hljóðvistar og hönnunar húsbúnaðar. Vinnuferlar og viðmót tæknibúnaðar getur einnig haft áhrif. Vinnuvistfræðin fjallar um samspil manns og umhverfis, áhrif á líðan og heilsu.Með sólgleraugu í vinnunni Hvers vegna þarf starfsfólkið í afgreiðslu Hörpunnar helst að vera með sólgleraugu í vinnunni? Hvernig skyldi kokkunum í Perlunni líða, þurfa þeir kannski að hlaupa upp og niður stiga eða vinna við erfiðar og þröngar aðstæður? Hvað með fallegu háu glerbyggingarnar sem hafa skotist upp hér og þar um höfuðborgina, eru þær hannaðar bæði með hönnun og heilsu í huga? Fær starfsfólkið höfuðverk og vöðvabólgu vegna birtu og glampamyndunar? Þarf að vera með aukapeysu vegna kuldans sem streymir frá glerinu á köldum dögum? Dæmi má einnig taka varðandi hönnun húsgagna, fagurlega hannaður stóll sem fáum þykir gott að sitja í. Umbúðir sem eru fallega hannaðar en þegar þarf að opna þær þá þarf verkfæri og kraft til verksins. Heimilistæki sem eru með svo flóknar stýringar að það þarf verkfræðing til að skilja þær. Tölvukerfi sem eru svo margþætt að nauðsynlegt er að hafa púða á veggnum til að banka höfðinu í reglulega. Heilsan skiptir máli.Hönnuðirnir gleyma sér Því miður er það svo að hönnuðirnir sem eiga verkin gleyma sér oft í sköpuninni og fegurðinni sem síðar kemur mögulega niður á líðan þeirra sem nota eiga hönnunina eða vinna í umhverfinu í lengri tíma. Vinnuvistfræðingur myndi ekki endilega hanna sérlega fagurt umhverfi, tæki eða tól, en vel notendahæft væri það. Þess vegna er það svo mikilvægt að við vinnum saman að hönnun, notum þá þekkingu sem til er á öllum sviðum. Nýtum okkur þau fræði sem við eigum, þá kunnáttu sem fagfólkið hefur og hönnum með heilsuna í huga. Hönnun og heilsa skipta máli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fallega hannað umhverfi hefur áhrif á okkur flest. Tökum Hörpuna sem dæmi, maður gengur inn í listina og upplifir nýja stemningu í hverju horni. Eða Perluna sem trónir efst á Öskjuhlíðinni í dásamlega fallegu umhverfi. Á Íslandi má finna margar fagrar byggingar, vinnustaði, heimili, húsgögn, tæki og tól. Hönnun skiptir máli. Fyrsta upplifun er oftast góð en því miður er það stundum svo að gleymst hefur að huga að ýmsum þáttum í hönnuninni sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu til lengri tíma. Margar rannsóknir eru til varðandi áhrif umhverfis á heilsu eins og t.d. sjónræn áhrif í formi birtu og litavals, hljóðvistar og hönnunar húsbúnaðar. Vinnuferlar og viðmót tæknibúnaðar getur einnig haft áhrif. Vinnuvistfræðin fjallar um samspil manns og umhverfis, áhrif á líðan og heilsu.Með sólgleraugu í vinnunni Hvers vegna þarf starfsfólkið í afgreiðslu Hörpunnar helst að vera með sólgleraugu í vinnunni? Hvernig skyldi kokkunum í Perlunni líða, þurfa þeir kannski að hlaupa upp og niður stiga eða vinna við erfiðar og þröngar aðstæður? Hvað með fallegu háu glerbyggingarnar sem hafa skotist upp hér og þar um höfuðborgina, eru þær hannaðar bæði með hönnun og heilsu í huga? Fær starfsfólkið höfuðverk og vöðvabólgu vegna birtu og glampamyndunar? Þarf að vera með aukapeysu vegna kuldans sem streymir frá glerinu á köldum dögum? Dæmi má einnig taka varðandi hönnun húsgagna, fagurlega hannaður stóll sem fáum þykir gott að sitja í. Umbúðir sem eru fallega hannaðar en þegar þarf að opna þær þá þarf verkfæri og kraft til verksins. Heimilistæki sem eru með svo flóknar stýringar að það þarf verkfræðing til að skilja þær. Tölvukerfi sem eru svo margþætt að nauðsynlegt er að hafa púða á veggnum til að banka höfðinu í reglulega. Heilsan skiptir máli.Hönnuðirnir gleyma sér Því miður er það svo að hönnuðirnir sem eiga verkin gleyma sér oft í sköpuninni og fegurðinni sem síðar kemur mögulega niður á líðan þeirra sem nota eiga hönnunina eða vinna í umhverfinu í lengri tíma. Vinnuvistfræðingur myndi ekki endilega hanna sérlega fagurt umhverfi, tæki eða tól, en vel notendahæft væri það. Þess vegna er það svo mikilvægt að við vinnum saman að hönnun, notum þá þekkingu sem til er á öllum sviðum. Nýtum okkur þau fræði sem við eigum, þá kunnáttu sem fagfólkið hefur og hönnum með heilsuna í huga. Hönnun og heilsa skipta máli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun