Starfsmanni Félags heyrnarlausra sem grunaður er um mansal sagt upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2016 10:24 "Misbrestur hefur orðið á því hvernig fyrrum starfsmaðurinn stóð að uppgjöri á tekjum vegna sölu happdrættismiða, gagnvart sölufólki,“ segir í tilkynningu frá Félagi heyrnarlausra. vísir/vilhelm Félag heyrnarlausra hefur sagt upp starfsmanni félagsins sem grunaður er um mansal. Um er að ræða mann sem var markaðs-og fjáröflunarstjóri en uppsögnin hefur þegar tekið gildi að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að einnig að innanhúsrannsók, sem lögmaður félagsins stýrði, hafi leitt í ljós alvarlegan trúnaðarbrest við félagið sem kallaði á tafarlausa uppsögn. „Misbrestur hefur orðið á því hvernig fyrrum starfsmaðurinn stóð að uppgjöri á tekjum vegna sölu happdrættismiða, gagnvart sölufólki. Félag heyrnarlausra mun gera ráðstafanir til að rétta hlut þeirra sem hlunnfarnir hafa verið í viðskiptum við fyrrum starfsmanninn. Þrátt fyrir að félaginu beri ekki lagaleg skylda til þess, telur það siðferðilega skyldu sína að tryggja hlut þeirra sem hafa komið að sölu happdrættismiða þess,“ segir í tilkynningunni. Fréttablaðið greindi fyrst frá því fyrir þremur vikum að lögreglan hefði til rannsóknar vinnumansalsmál innan Félags heyrnarlausra. Samkvæmt heimildum blaðsins þurfti rússnesk kona sem kom hingað til lands til að selja happdrættismiða að borga 1000 dollara við komuna til landsins án þess að hafa hér atvinnuleyfi. Það hefur hún gert í tvígang. Hún hafi fengið um 20 þúsund krónur í laun á síðustu tveimur mánuðum. Þá hafi hún verið rukkuð fyrir skutl á vegum vinnuveitanda síns á þau svæði þar sem henni var gert að vinna, allt að 3000 krónur í hvert skipti. Samkomulag Félags heyrnarlausra við fólkið er að þau fái 25% af sölu happdrættismiðanna í laun. Konan sem um ræðir í þessu máli fékk hinsvegar aðeins 15% af andvirði sölunnar. Daði segir að um samkomulag hafi verið á milli hennar og starfsmannsins gegn því að hún fengi fría gistingu á heimili hans. Í tilkynningunni frá Félagi heyrnarlausa segir að ljóst er að innra eftirlit með sölumálum félagsins hafi brugðist. „Þetta mál gefur því tilefni til að setja skriflegar verklagsreglur um samskipti félagsins við sölufólk og tryggja að uppgjör gagnvart því fari fram á réttan hátt. Félag heyrnarlausra reiðir sig á stuðning almennings við að vinna að málefnum heyrnarlausra og er happdrættissala helsta tekjulind þess. Félag heyrnarlausra harmar gjörðir starfsmannsins og vonar að þær hafi ekki kastað rýrð á starfsemi félagsins sem er svo mikilvæg öllum heyrnarlausum,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Leita fleiri þolenda mansals Meint mansal innan Félags heyrnarlausra er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Skýrslutöku er ekki lokið. Kona, sem lögregla kom í skjól í síðustu viku, dvelur enn í Kvennaathvarfi. Rannsókn sagt miða ágætlega. 2. júní 2016 08:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Félag heyrnarlausra hefur sagt upp starfsmanni félagsins sem grunaður er um mansal. Um er að ræða mann sem var markaðs-og fjáröflunarstjóri en uppsögnin hefur þegar tekið gildi að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að einnig að innanhúsrannsók, sem lögmaður félagsins stýrði, hafi leitt í ljós alvarlegan trúnaðarbrest við félagið sem kallaði á tafarlausa uppsögn. „Misbrestur hefur orðið á því hvernig fyrrum starfsmaðurinn stóð að uppgjöri á tekjum vegna sölu happdrættismiða, gagnvart sölufólki. Félag heyrnarlausra mun gera ráðstafanir til að rétta hlut þeirra sem hlunnfarnir hafa verið í viðskiptum við fyrrum starfsmanninn. Þrátt fyrir að félaginu beri ekki lagaleg skylda til þess, telur það siðferðilega skyldu sína að tryggja hlut þeirra sem hafa komið að sölu happdrættismiða þess,“ segir í tilkynningunni. Fréttablaðið greindi fyrst frá því fyrir þremur vikum að lögreglan hefði til rannsóknar vinnumansalsmál innan Félags heyrnarlausra. Samkvæmt heimildum blaðsins þurfti rússnesk kona sem kom hingað til lands til að selja happdrættismiða að borga 1000 dollara við komuna til landsins án þess að hafa hér atvinnuleyfi. Það hefur hún gert í tvígang. Hún hafi fengið um 20 þúsund krónur í laun á síðustu tveimur mánuðum. Þá hafi hún verið rukkuð fyrir skutl á vegum vinnuveitanda síns á þau svæði þar sem henni var gert að vinna, allt að 3000 krónur í hvert skipti. Samkomulag Félags heyrnarlausra við fólkið er að þau fái 25% af sölu happdrættismiðanna í laun. Konan sem um ræðir í þessu máli fékk hinsvegar aðeins 15% af andvirði sölunnar. Daði segir að um samkomulag hafi verið á milli hennar og starfsmannsins gegn því að hún fengi fría gistingu á heimili hans. Í tilkynningunni frá Félagi heyrnarlausa segir að ljóst er að innra eftirlit með sölumálum félagsins hafi brugðist. „Þetta mál gefur því tilefni til að setja skriflegar verklagsreglur um samskipti félagsins við sölufólk og tryggja að uppgjör gagnvart því fari fram á réttan hátt. Félag heyrnarlausra reiðir sig á stuðning almennings við að vinna að málefnum heyrnarlausra og er happdrættissala helsta tekjulind þess. Félag heyrnarlausra harmar gjörðir starfsmannsins og vonar að þær hafi ekki kastað rýrð á starfsemi félagsins sem er svo mikilvæg öllum heyrnarlausum,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Leita fleiri þolenda mansals Meint mansal innan Félags heyrnarlausra er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Skýrslutöku er ekki lokið. Kona, sem lögregla kom í skjól í síðustu viku, dvelur enn í Kvennaathvarfi. Rannsókn sagt miða ágætlega. 2. júní 2016 08:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45
Leita fleiri þolenda mansals Meint mansal innan Félags heyrnarlausra er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Skýrslutöku er ekki lokið. Kona, sem lögregla kom í skjól í síðustu viku, dvelur enn í Kvennaathvarfi. Rannsókn sagt miða ágætlega. 2. júní 2016 08:00