Tökum forystu með nýrri löggjöf gegn skattaskjólum Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 15. júní 2016 07:00 Panama-skjölin hafa vakið almenna umræðu um það tjón sem aflandsfélög og önnur starfsemi í skattaskjólum veldur vestrænum samfélögum, öllum almenningi og heiðarlegri atvinnustarfsemi. James Henry, fyrrverandi aðalhagfræðingur ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey og sérfræðingur í skattaskjólum, hefur nýlokið rannsókn sem sýnir að fjármunir í skattaskjólum nema 21 til 32 þúsund milljörðum dollara. Þessir fjármunir eru meiri en þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna og 1.000 til 1.500 sinnum meiri en þjóðarframleiðsla Íslands. Þessi hegðun er það algeng og yfirþyrmandi að hún hefur veruleg áhrif á misskiptingu auðs í heiminum og fylgifiskurinn skattaundanskot verður til þess að almenningur og almennur atvinnurekstur þarf að greiða mun hærri skatta en ella. Samkeppnistaða fyrirtækja skekkist.Hvað eru önnur lönd að gera til þess að berjast gegn skattaskjólum? Breska fjármálaráðuneytið er að undirbúa löggjöf sem skyldar breskar aflandseyjar til að upplýsa um nöfnin bak við aflandsfélög á fjölda breskra aflandseyja svo sem á Mön, Ermarsundseyjum og Bresku Jómfrúaeyjum. Svíar ætla að efla sína skattrannsóknadeild til þess að rannsaka af krafti eigendur aflandsfélaga. Ástralía hefur lagt til að 28 auðugustu ríki heimsins stofni rannsóknarhópa til þess að rannsaka Panama-skjölin með það að markmiði að lögsækja þá sem brjóta skattalög.Hvað á Ísland að gera? Að undanförnu hefur mér verið hugsað til þeirra fjármuna sem eru að streyma úr slitabúum íslensku bankanna til kröfuhafa í skattaskjólum og komist að þeirri niðurstöðu að Ísland þarf að taka frumkvæði í baráttunni við aflandsfélög enda munum við eiga heimsmet í fjölda aflandsfélaga miðað við fólksfjölda. Ekki heimsmet sem við viljum halda í. Til þess að vinda ofan af þessari þróun þurfum við að smíða öflugra vopn en við nú ráðum yfir. Fyrirmyndina má finna í lögum nr. 60 frá árinu 2015 um stöðugleikaskatt sem fjármálaráðherra fékk samþykkt á yfirstandandi þingi. Alþingi þarf að samþykkja ný lög sem innifela efnislega m.a. þessar greinar.Lög um sérstakan skatt á félög í skattaskjólum 1. gr. Markmið og ráðstöfun. Markmið laga þessara er að stuðla að losun fjármagnshafta með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Í því skyni er mælt fyrir um skattlagningu sem ætlað er að mæta neikvæðum áhrifum af starfsemi aflandsfélaga og meðfylgjandi skattaundanskotum. Þeir fjármunir sem falla til við skattlagningu samkvæmt lögum þessum skulu renna í ríkissjóð og skal ráðstöfun fjárins samrýmast markmiðum um efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika. 2. gr. Skattskyldir aðilar. Skylda til að greiða skatt, eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum, hvílir á lögaðilum sem skráðir eru í skattaskjólum, samanber lista OECD yfir skattaskjól. 3. gr. Skattstofn. Til skattstofns teljast: A. Heildarkröfur skattskylds aðila 31. desember 2015 hjá lögaðilum sem áður störfuðu sem viðskiptabankar eða sparisjóðir, sbr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og sæta slitameðferð, sbr. 101. gr. laga nr. 161/2002, eða hafa lokið slitameðferð, sbr. 103. gr. a sömu laga. B. Allar aðrar greiðslur til lögaðila sem skráðir eru í skattaskjólum. 4. gr. Skatthlutfall. Skatturinn skal nema er 39% af heildareignum skv. 3. gr. A lið og 39% af greiðslum til skattskylds aðila skv. 3. gr. B lið. 5. gr. Innheimta a) Slitabú gömlu bankanna skulu halda eftir og greiða skattinn af greiðslum upp í samþykktar kröfur lögaðila í skattaskjólum í búin samanber 3. gr. A. b) Allir íslenskir lögaðilar sem greiða lögaðilum í skattaskjólum skulu halda eftir skatti af greiðslunni óháð eðli greiðslunnar sbr. 3. gr. B. 6. gr. Gildistaka. Lög þessi öðlast þegar gildi.Lokaorð Með því að skattleggja allar greiðslur til lögaðila í skattaskjólum mun Ísland leggja sitt af mörkum til þess að ráðast að einni af rótum skattsvika og misskiptingar auðs. Stofnun félaga í skattaskjólum byggir fremur á andfélagslegri hegðun og græðgi en nýsköpun eða framboði á betri vörum og þjónustu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Panama-skjölin hafa vakið almenna umræðu um það tjón sem aflandsfélög og önnur starfsemi í skattaskjólum veldur vestrænum samfélögum, öllum almenningi og heiðarlegri atvinnustarfsemi. James Henry, fyrrverandi aðalhagfræðingur ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey og sérfræðingur í skattaskjólum, hefur nýlokið rannsókn sem sýnir að fjármunir í skattaskjólum nema 21 til 32 þúsund milljörðum dollara. Þessir fjármunir eru meiri en þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna og 1.000 til 1.500 sinnum meiri en þjóðarframleiðsla Íslands. Þessi hegðun er það algeng og yfirþyrmandi að hún hefur veruleg áhrif á misskiptingu auðs í heiminum og fylgifiskurinn skattaundanskot verður til þess að almenningur og almennur atvinnurekstur þarf að greiða mun hærri skatta en ella. Samkeppnistaða fyrirtækja skekkist.Hvað eru önnur lönd að gera til þess að berjast gegn skattaskjólum? Breska fjármálaráðuneytið er að undirbúa löggjöf sem skyldar breskar aflandseyjar til að upplýsa um nöfnin bak við aflandsfélög á fjölda breskra aflandseyja svo sem á Mön, Ermarsundseyjum og Bresku Jómfrúaeyjum. Svíar ætla að efla sína skattrannsóknadeild til þess að rannsaka af krafti eigendur aflandsfélaga. Ástralía hefur lagt til að 28 auðugustu ríki heimsins stofni rannsóknarhópa til þess að rannsaka Panama-skjölin með það að markmiði að lögsækja þá sem brjóta skattalög.Hvað á Ísland að gera? Að undanförnu hefur mér verið hugsað til þeirra fjármuna sem eru að streyma úr slitabúum íslensku bankanna til kröfuhafa í skattaskjólum og komist að þeirri niðurstöðu að Ísland þarf að taka frumkvæði í baráttunni við aflandsfélög enda munum við eiga heimsmet í fjölda aflandsfélaga miðað við fólksfjölda. Ekki heimsmet sem við viljum halda í. Til þess að vinda ofan af þessari þróun þurfum við að smíða öflugra vopn en við nú ráðum yfir. Fyrirmyndina má finna í lögum nr. 60 frá árinu 2015 um stöðugleikaskatt sem fjármálaráðherra fékk samþykkt á yfirstandandi þingi. Alþingi þarf að samþykkja ný lög sem innifela efnislega m.a. þessar greinar.Lög um sérstakan skatt á félög í skattaskjólum 1. gr. Markmið og ráðstöfun. Markmið laga þessara er að stuðla að losun fjármagnshafta með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Í því skyni er mælt fyrir um skattlagningu sem ætlað er að mæta neikvæðum áhrifum af starfsemi aflandsfélaga og meðfylgjandi skattaundanskotum. Þeir fjármunir sem falla til við skattlagningu samkvæmt lögum þessum skulu renna í ríkissjóð og skal ráðstöfun fjárins samrýmast markmiðum um efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika. 2. gr. Skattskyldir aðilar. Skylda til að greiða skatt, eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum, hvílir á lögaðilum sem skráðir eru í skattaskjólum, samanber lista OECD yfir skattaskjól. 3. gr. Skattstofn. Til skattstofns teljast: A. Heildarkröfur skattskylds aðila 31. desember 2015 hjá lögaðilum sem áður störfuðu sem viðskiptabankar eða sparisjóðir, sbr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og sæta slitameðferð, sbr. 101. gr. laga nr. 161/2002, eða hafa lokið slitameðferð, sbr. 103. gr. a sömu laga. B. Allar aðrar greiðslur til lögaðila sem skráðir eru í skattaskjólum. 4. gr. Skatthlutfall. Skatturinn skal nema er 39% af heildareignum skv. 3. gr. A lið og 39% af greiðslum til skattskylds aðila skv. 3. gr. B lið. 5. gr. Innheimta a) Slitabú gömlu bankanna skulu halda eftir og greiða skattinn af greiðslum upp í samþykktar kröfur lögaðila í skattaskjólum í búin samanber 3. gr. A. b) Allir íslenskir lögaðilar sem greiða lögaðilum í skattaskjólum skulu halda eftir skatti af greiðslunni óháð eðli greiðslunnar sbr. 3. gr. B. 6. gr. Gildistaka. Lög þessi öðlast þegar gildi.Lokaorð Með því að skattleggja allar greiðslur til lögaðila í skattaskjólum mun Ísland leggja sitt af mörkum til þess að ráðast að einni af rótum skattsvika og misskiptingar auðs. Stofnun félaga í skattaskjólum byggir fremur á andfélagslegri hegðun og græðgi en nýsköpun eða framboði á betri vörum og þjónustu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun