Tökum forystu með nýrri löggjöf gegn skattaskjólum Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 15. júní 2016 07:00 Panama-skjölin hafa vakið almenna umræðu um það tjón sem aflandsfélög og önnur starfsemi í skattaskjólum veldur vestrænum samfélögum, öllum almenningi og heiðarlegri atvinnustarfsemi. James Henry, fyrrverandi aðalhagfræðingur ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey og sérfræðingur í skattaskjólum, hefur nýlokið rannsókn sem sýnir að fjármunir í skattaskjólum nema 21 til 32 þúsund milljörðum dollara. Þessir fjármunir eru meiri en þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna og 1.000 til 1.500 sinnum meiri en þjóðarframleiðsla Íslands. Þessi hegðun er það algeng og yfirþyrmandi að hún hefur veruleg áhrif á misskiptingu auðs í heiminum og fylgifiskurinn skattaundanskot verður til þess að almenningur og almennur atvinnurekstur þarf að greiða mun hærri skatta en ella. Samkeppnistaða fyrirtækja skekkist.Hvað eru önnur lönd að gera til þess að berjast gegn skattaskjólum? Breska fjármálaráðuneytið er að undirbúa löggjöf sem skyldar breskar aflandseyjar til að upplýsa um nöfnin bak við aflandsfélög á fjölda breskra aflandseyja svo sem á Mön, Ermarsundseyjum og Bresku Jómfrúaeyjum. Svíar ætla að efla sína skattrannsóknadeild til þess að rannsaka af krafti eigendur aflandsfélaga. Ástralía hefur lagt til að 28 auðugustu ríki heimsins stofni rannsóknarhópa til þess að rannsaka Panama-skjölin með það að markmiði að lögsækja þá sem brjóta skattalög.Hvað á Ísland að gera? Að undanförnu hefur mér verið hugsað til þeirra fjármuna sem eru að streyma úr slitabúum íslensku bankanna til kröfuhafa í skattaskjólum og komist að þeirri niðurstöðu að Ísland þarf að taka frumkvæði í baráttunni við aflandsfélög enda munum við eiga heimsmet í fjölda aflandsfélaga miðað við fólksfjölda. Ekki heimsmet sem við viljum halda í. Til þess að vinda ofan af þessari þróun þurfum við að smíða öflugra vopn en við nú ráðum yfir. Fyrirmyndina má finna í lögum nr. 60 frá árinu 2015 um stöðugleikaskatt sem fjármálaráðherra fékk samþykkt á yfirstandandi þingi. Alþingi þarf að samþykkja ný lög sem innifela efnislega m.a. þessar greinar.Lög um sérstakan skatt á félög í skattaskjólum 1. gr. Markmið og ráðstöfun. Markmið laga þessara er að stuðla að losun fjármagnshafta með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Í því skyni er mælt fyrir um skattlagningu sem ætlað er að mæta neikvæðum áhrifum af starfsemi aflandsfélaga og meðfylgjandi skattaundanskotum. Þeir fjármunir sem falla til við skattlagningu samkvæmt lögum þessum skulu renna í ríkissjóð og skal ráðstöfun fjárins samrýmast markmiðum um efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika. 2. gr. Skattskyldir aðilar. Skylda til að greiða skatt, eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum, hvílir á lögaðilum sem skráðir eru í skattaskjólum, samanber lista OECD yfir skattaskjól. 3. gr. Skattstofn. Til skattstofns teljast: A. Heildarkröfur skattskylds aðila 31. desember 2015 hjá lögaðilum sem áður störfuðu sem viðskiptabankar eða sparisjóðir, sbr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og sæta slitameðferð, sbr. 101. gr. laga nr. 161/2002, eða hafa lokið slitameðferð, sbr. 103. gr. a sömu laga. B. Allar aðrar greiðslur til lögaðila sem skráðir eru í skattaskjólum. 4. gr. Skatthlutfall. Skatturinn skal nema er 39% af heildareignum skv. 3. gr. A lið og 39% af greiðslum til skattskylds aðila skv. 3. gr. B lið. 5. gr. Innheimta a) Slitabú gömlu bankanna skulu halda eftir og greiða skattinn af greiðslum upp í samþykktar kröfur lögaðila í skattaskjólum í búin samanber 3. gr. A. b) Allir íslenskir lögaðilar sem greiða lögaðilum í skattaskjólum skulu halda eftir skatti af greiðslunni óháð eðli greiðslunnar sbr. 3. gr. B. 6. gr. Gildistaka. Lög þessi öðlast þegar gildi.Lokaorð Með því að skattleggja allar greiðslur til lögaðila í skattaskjólum mun Ísland leggja sitt af mörkum til þess að ráðast að einni af rótum skattsvika og misskiptingar auðs. Stofnun félaga í skattaskjólum byggir fremur á andfélagslegri hegðun og græðgi en nýsköpun eða framboði á betri vörum og þjónustu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Panama-skjölin hafa vakið almenna umræðu um það tjón sem aflandsfélög og önnur starfsemi í skattaskjólum veldur vestrænum samfélögum, öllum almenningi og heiðarlegri atvinnustarfsemi. James Henry, fyrrverandi aðalhagfræðingur ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey og sérfræðingur í skattaskjólum, hefur nýlokið rannsókn sem sýnir að fjármunir í skattaskjólum nema 21 til 32 þúsund milljörðum dollara. Þessir fjármunir eru meiri en þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna og 1.000 til 1.500 sinnum meiri en þjóðarframleiðsla Íslands. Þessi hegðun er það algeng og yfirþyrmandi að hún hefur veruleg áhrif á misskiptingu auðs í heiminum og fylgifiskurinn skattaundanskot verður til þess að almenningur og almennur atvinnurekstur þarf að greiða mun hærri skatta en ella. Samkeppnistaða fyrirtækja skekkist.Hvað eru önnur lönd að gera til þess að berjast gegn skattaskjólum? Breska fjármálaráðuneytið er að undirbúa löggjöf sem skyldar breskar aflandseyjar til að upplýsa um nöfnin bak við aflandsfélög á fjölda breskra aflandseyja svo sem á Mön, Ermarsundseyjum og Bresku Jómfrúaeyjum. Svíar ætla að efla sína skattrannsóknadeild til þess að rannsaka af krafti eigendur aflandsfélaga. Ástralía hefur lagt til að 28 auðugustu ríki heimsins stofni rannsóknarhópa til þess að rannsaka Panama-skjölin með það að markmiði að lögsækja þá sem brjóta skattalög.Hvað á Ísland að gera? Að undanförnu hefur mér verið hugsað til þeirra fjármuna sem eru að streyma úr slitabúum íslensku bankanna til kröfuhafa í skattaskjólum og komist að þeirri niðurstöðu að Ísland þarf að taka frumkvæði í baráttunni við aflandsfélög enda munum við eiga heimsmet í fjölda aflandsfélaga miðað við fólksfjölda. Ekki heimsmet sem við viljum halda í. Til þess að vinda ofan af þessari þróun þurfum við að smíða öflugra vopn en við nú ráðum yfir. Fyrirmyndina má finna í lögum nr. 60 frá árinu 2015 um stöðugleikaskatt sem fjármálaráðherra fékk samþykkt á yfirstandandi þingi. Alþingi þarf að samþykkja ný lög sem innifela efnislega m.a. þessar greinar.Lög um sérstakan skatt á félög í skattaskjólum 1. gr. Markmið og ráðstöfun. Markmið laga þessara er að stuðla að losun fjármagnshafta með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Í því skyni er mælt fyrir um skattlagningu sem ætlað er að mæta neikvæðum áhrifum af starfsemi aflandsfélaga og meðfylgjandi skattaundanskotum. Þeir fjármunir sem falla til við skattlagningu samkvæmt lögum þessum skulu renna í ríkissjóð og skal ráðstöfun fjárins samrýmast markmiðum um efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika. 2. gr. Skattskyldir aðilar. Skylda til að greiða skatt, eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum, hvílir á lögaðilum sem skráðir eru í skattaskjólum, samanber lista OECD yfir skattaskjól. 3. gr. Skattstofn. Til skattstofns teljast: A. Heildarkröfur skattskylds aðila 31. desember 2015 hjá lögaðilum sem áður störfuðu sem viðskiptabankar eða sparisjóðir, sbr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og sæta slitameðferð, sbr. 101. gr. laga nr. 161/2002, eða hafa lokið slitameðferð, sbr. 103. gr. a sömu laga. B. Allar aðrar greiðslur til lögaðila sem skráðir eru í skattaskjólum. 4. gr. Skatthlutfall. Skatturinn skal nema er 39% af heildareignum skv. 3. gr. A lið og 39% af greiðslum til skattskylds aðila skv. 3. gr. B lið. 5. gr. Innheimta a) Slitabú gömlu bankanna skulu halda eftir og greiða skattinn af greiðslum upp í samþykktar kröfur lögaðila í skattaskjólum í búin samanber 3. gr. A. b) Allir íslenskir lögaðilar sem greiða lögaðilum í skattaskjólum skulu halda eftir skatti af greiðslunni óháð eðli greiðslunnar sbr. 3. gr. B. 6. gr. Gildistaka. Lög þessi öðlast þegar gildi.Lokaorð Með því að skattleggja allar greiðslur til lögaðila í skattaskjólum mun Ísland leggja sitt af mörkum til þess að ráðast að einni af rótum skattsvika og misskiptingar auðs. Stofnun félaga í skattaskjólum byggir fremur á andfélagslegri hegðun og græðgi en nýsköpun eða framboði á betri vörum og þjónustu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun