Byrgjum brunninn – fyrirbyggjum einelti Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Reglulega koma í fjölmiðlum sögur af skelfilegum eineltismálum. Einelti sem jafnvel hefur fengið að þrífast árum saman. Að baki þeim eru einstaklingar, fjölskyldur og heilu samfélögin sem þjást. Menn finna til vanmáttar og mörgum finnst lítið sem ekkert gert til að rétta hlut þess sem brotið er á. Nú nýlega rataði enn eitt slíkt eineltismál í fjölmiðla, einelti í skóla í Reykjavík og líkamsárás. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur nú samþykkt að óháður aðili verði fenginn til að fara yfir verkferla vegna eineltis og samskiptavanda barna. Mjög mikilvægt er að verkferlar séu góðir og virki vel þegar slík mál koma upp. Jafnframt er mikilvægt að þeir sem eru þolendur eineltis, svo og gerendur fái viðeigandi aðstoð. Að vinna úr afleiðingum eineltis getur tekið langan tíma, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Best er því auðvitað að koma í veg fyrir einelti. En hvernig er hægt að koma í veg fyrir einelti og byggja upp umhverfi barna þannig að samskiptin byggist á virðingu, umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, umhyggju fyrir náunganum og hugrekki til að bregðast við órétti? Það er gert með því að byggja upp góðan skólabrag og skilning á því að einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Það er gert með því að skoða og vinna með hópinn sem heild og samskiptamynstur hans, en ekki einblína á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda og þolanda. Það er gert með því að tryggja að ekki sé jarðvegur fyrir einelti. Það er gert með því að byrja strax í leikskóla. Vináttuverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla sem byggir einmitt á þessari hugmyndafræði. Verkefnið byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og rannsóknir sýna að verkefnið ber góðan árangur. Jafnframt er mikil ánægja meðal starfsfólks, foreldra og barna með Vináttu. Verkefnið er danskt að uppruna, nefnist Fri for mobberi á dönsku, og er nú notað í 50% leikskóla í Danmörku og 40% grunnskóla. Barnaheill hófu vinnu með verkefnið haustið 2014 og í dag eru 30 leikskólar þátttakendur í verkefninu. Fleiri munu bætast í hópinn í haust. Einelti getur þróast út frá aðstæðum sem í fljótu bragði virðast saklausar, eins og að skilja út undan í leik, eða vilja ekki leiða einhvern. Þegar tekist er á við þannig aðstæður er mikilvægt að tryggja að allir komi út úr aðstæðum með reisn. Að ekki séu búnir til sökudólgar eða fórnarlömb. Mikilvægt er að öll börnin fái tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd og samskiptahæfni og séu metin út frá eigin styrkleikum. Það eru hinir fullorðnu sem bera ábyrgð á að búa börnunum þannig umhverfi og að vera börnunum góðar fyrirmyndir í orði og verki. Leikskólar sem hafa áhuga á að taka þátt í Vináttu geta haft samband við barnaheill@barnaheill.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega koma í fjölmiðlum sögur af skelfilegum eineltismálum. Einelti sem jafnvel hefur fengið að þrífast árum saman. Að baki þeim eru einstaklingar, fjölskyldur og heilu samfélögin sem þjást. Menn finna til vanmáttar og mörgum finnst lítið sem ekkert gert til að rétta hlut þess sem brotið er á. Nú nýlega rataði enn eitt slíkt eineltismál í fjölmiðla, einelti í skóla í Reykjavík og líkamsárás. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur nú samþykkt að óháður aðili verði fenginn til að fara yfir verkferla vegna eineltis og samskiptavanda barna. Mjög mikilvægt er að verkferlar séu góðir og virki vel þegar slík mál koma upp. Jafnframt er mikilvægt að þeir sem eru þolendur eineltis, svo og gerendur fái viðeigandi aðstoð. Að vinna úr afleiðingum eineltis getur tekið langan tíma, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Best er því auðvitað að koma í veg fyrir einelti. En hvernig er hægt að koma í veg fyrir einelti og byggja upp umhverfi barna þannig að samskiptin byggist á virðingu, umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, umhyggju fyrir náunganum og hugrekki til að bregðast við órétti? Það er gert með því að byggja upp góðan skólabrag og skilning á því að einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Það er gert með því að skoða og vinna með hópinn sem heild og samskiptamynstur hans, en ekki einblína á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda og þolanda. Það er gert með því að tryggja að ekki sé jarðvegur fyrir einelti. Það er gert með því að byrja strax í leikskóla. Vináttuverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla sem byggir einmitt á þessari hugmyndafræði. Verkefnið byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og rannsóknir sýna að verkefnið ber góðan árangur. Jafnframt er mikil ánægja meðal starfsfólks, foreldra og barna með Vináttu. Verkefnið er danskt að uppruna, nefnist Fri for mobberi á dönsku, og er nú notað í 50% leikskóla í Danmörku og 40% grunnskóla. Barnaheill hófu vinnu með verkefnið haustið 2014 og í dag eru 30 leikskólar þátttakendur í verkefninu. Fleiri munu bætast í hópinn í haust. Einelti getur þróast út frá aðstæðum sem í fljótu bragði virðast saklausar, eins og að skilja út undan í leik, eða vilja ekki leiða einhvern. Þegar tekist er á við þannig aðstæður er mikilvægt að tryggja að allir komi út úr aðstæðum með reisn. Að ekki séu búnir til sökudólgar eða fórnarlömb. Mikilvægt er að öll börnin fái tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd og samskiptahæfni og séu metin út frá eigin styrkleikum. Það eru hinir fullorðnu sem bera ábyrgð á að búa börnunum þannig umhverfi og að vera börnunum góðar fyrirmyndir í orði og verki. Leikskólar sem hafa áhuga á að taka þátt í Vináttu geta haft samband við barnaheill@barnaheill.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun