Byrgjum brunninn – fyrirbyggjum einelti Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Reglulega koma í fjölmiðlum sögur af skelfilegum eineltismálum. Einelti sem jafnvel hefur fengið að þrífast árum saman. Að baki þeim eru einstaklingar, fjölskyldur og heilu samfélögin sem þjást. Menn finna til vanmáttar og mörgum finnst lítið sem ekkert gert til að rétta hlut þess sem brotið er á. Nú nýlega rataði enn eitt slíkt eineltismál í fjölmiðla, einelti í skóla í Reykjavík og líkamsárás. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur nú samþykkt að óháður aðili verði fenginn til að fara yfir verkferla vegna eineltis og samskiptavanda barna. Mjög mikilvægt er að verkferlar séu góðir og virki vel þegar slík mál koma upp. Jafnframt er mikilvægt að þeir sem eru þolendur eineltis, svo og gerendur fái viðeigandi aðstoð. Að vinna úr afleiðingum eineltis getur tekið langan tíma, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Best er því auðvitað að koma í veg fyrir einelti. En hvernig er hægt að koma í veg fyrir einelti og byggja upp umhverfi barna þannig að samskiptin byggist á virðingu, umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, umhyggju fyrir náunganum og hugrekki til að bregðast við órétti? Það er gert með því að byggja upp góðan skólabrag og skilning á því að einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Það er gert með því að skoða og vinna með hópinn sem heild og samskiptamynstur hans, en ekki einblína á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda og þolanda. Það er gert með því að tryggja að ekki sé jarðvegur fyrir einelti. Það er gert með því að byrja strax í leikskóla. Vináttuverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla sem byggir einmitt á þessari hugmyndafræði. Verkefnið byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og rannsóknir sýna að verkefnið ber góðan árangur. Jafnframt er mikil ánægja meðal starfsfólks, foreldra og barna með Vináttu. Verkefnið er danskt að uppruna, nefnist Fri for mobberi á dönsku, og er nú notað í 50% leikskóla í Danmörku og 40% grunnskóla. Barnaheill hófu vinnu með verkefnið haustið 2014 og í dag eru 30 leikskólar þátttakendur í verkefninu. Fleiri munu bætast í hópinn í haust. Einelti getur þróast út frá aðstæðum sem í fljótu bragði virðast saklausar, eins og að skilja út undan í leik, eða vilja ekki leiða einhvern. Þegar tekist er á við þannig aðstæður er mikilvægt að tryggja að allir komi út úr aðstæðum með reisn. Að ekki séu búnir til sökudólgar eða fórnarlömb. Mikilvægt er að öll börnin fái tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd og samskiptahæfni og séu metin út frá eigin styrkleikum. Það eru hinir fullorðnu sem bera ábyrgð á að búa börnunum þannig umhverfi og að vera börnunum góðar fyrirmyndir í orði og verki. Leikskólar sem hafa áhuga á að taka þátt í Vináttu geta haft samband við barnaheill@barnaheill.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Reglulega koma í fjölmiðlum sögur af skelfilegum eineltismálum. Einelti sem jafnvel hefur fengið að þrífast árum saman. Að baki þeim eru einstaklingar, fjölskyldur og heilu samfélögin sem þjást. Menn finna til vanmáttar og mörgum finnst lítið sem ekkert gert til að rétta hlut þess sem brotið er á. Nú nýlega rataði enn eitt slíkt eineltismál í fjölmiðla, einelti í skóla í Reykjavík og líkamsárás. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur nú samþykkt að óháður aðili verði fenginn til að fara yfir verkferla vegna eineltis og samskiptavanda barna. Mjög mikilvægt er að verkferlar séu góðir og virki vel þegar slík mál koma upp. Jafnframt er mikilvægt að þeir sem eru þolendur eineltis, svo og gerendur fái viðeigandi aðstoð. Að vinna úr afleiðingum eineltis getur tekið langan tíma, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Best er því auðvitað að koma í veg fyrir einelti. En hvernig er hægt að koma í veg fyrir einelti og byggja upp umhverfi barna þannig að samskiptin byggist á virðingu, umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, umhyggju fyrir náunganum og hugrekki til að bregðast við órétti? Það er gert með því að byggja upp góðan skólabrag og skilning á því að einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Það er gert með því að skoða og vinna með hópinn sem heild og samskiptamynstur hans, en ekki einblína á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda og þolanda. Það er gert með því að tryggja að ekki sé jarðvegur fyrir einelti. Það er gert með því að byrja strax í leikskóla. Vináttuverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla sem byggir einmitt á þessari hugmyndafræði. Verkefnið byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og rannsóknir sýna að verkefnið ber góðan árangur. Jafnframt er mikil ánægja meðal starfsfólks, foreldra og barna með Vináttu. Verkefnið er danskt að uppruna, nefnist Fri for mobberi á dönsku, og er nú notað í 50% leikskóla í Danmörku og 40% grunnskóla. Barnaheill hófu vinnu með verkefnið haustið 2014 og í dag eru 30 leikskólar þátttakendur í verkefninu. Fleiri munu bætast í hópinn í haust. Einelti getur þróast út frá aðstæðum sem í fljótu bragði virðast saklausar, eins og að skilja út undan í leik, eða vilja ekki leiða einhvern. Þegar tekist er á við þannig aðstæður er mikilvægt að tryggja að allir komi út úr aðstæðum með reisn. Að ekki séu búnir til sökudólgar eða fórnarlömb. Mikilvægt er að öll börnin fái tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd og samskiptahæfni og séu metin út frá eigin styrkleikum. Það eru hinir fullorðnu sem bera ábyrgð á að búa börnunum þannig umhverfi og að vera börnunum góðar fyrirmyndir í orði og verki. Leikskólar sem hafa áhuga á að taka þátt í Vináttu geta haft samband við barnaheill@barnaheill.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun