Ég geri allt nema tónlist Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 15. júní 2016 10:00 Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona hlaut Grímuverðlaun fyrr í vikunni fyrir frumraun sína í búningahönnun fyrir leikverkið Njálu. Vís/Eyþór „Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 og sá það strax að mig vantaði vinnustofu, það var þá sem ég stofnaði Algera Studio, vinnustofu fyrir listamenn, residensíu og sýningarrými. Með Algera hef ég staðið fyrir mörgum viðburðum og sýningum bæði hér heima og erlendis, meðal annars á Sequences Art Festival, Menningarnótt, Hávaða, Lunga og List án landamæra,“ segir Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona en hún hlaut Grímuverðlaun fyrr í þessari viku fyrir búningahönnun fyrir leikverkið Njálu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.Brynhildur Guðjónsdóttir sem Njáll í verkinu Njála.Mynd/SunnevaEn hvernig kom það til að myndlistarkona var fengin til þess að hanna búninga í leikhúsi? „Þorleifur Örn hringdi bara í mig. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að gera búninga fyrir Njálu, við ákváðum að hittast á fundi á Keflavíkurflugvelli þar sem ég var að fara til Lettlands að vinna og hann á leiðinni til Þýskalands. Eftir fundinn réð hann mig á staðnum. Fyrsta mánuðinn var ég að setja upp sýningu í Marseille svo við tókum Skype-fundi í hverju hádegi. Það sem var svo frábært við Njálu var að allir fengu að koma með hugmyndir, við vorum öll að vinna saman og það var algjört traust og frelsi í sköpuninni,“ segir hún.Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.Mynd/SunnevaÞað er óhætt að segja að Sunneva Ása hafi heldur betur stokkið í djúpu laugina, en Njála er frumraun hennar í búningahönnun í leikhúsi. Nú bjóðast henni mörg verkefni hér heima og erlendis. „Það er frábært að vinna með Þorleifi, hann gefur mér mikið traust til þess að skapa. Næstu tvö árin mun ég vinna með honum. Við erum að frumsýna í Oslo National Theatre 8. september verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins, í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. Í beinu framhaldi munum við Þorleifur setja upp Othello í Dresden í Þýskalandi, þar næst er það uppsetning á Hamlet í Hannover og Óperan Siegfried eftir Wagner í Karlsuhe,“ segir Sunneva Ása. Hún kemur til með að vinna bæði sem búningahönnuður og kóreógrafer, en hún stundaði dansnám frá þriggja ára aldri.Búningur fyrir verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins.Mynd/Sunneva.„Ég hef mikið pælt í því hvaðan listsköpun kemur, en mér finnst hún öll koma frá nákvæmlega sama kjarnanum, sama hvort þú ert að koma fram, leika eða búa til búninga. Ég sæki bara einhverja tilfinningu í magann, ég get ekki þrýst einhverju fram og ég get ekki búið það til, ég þarf að bíða eftir að það komi til mín. Mér finnst það ekki skipta máli í hvaða formi listin birtist, þetta er allt sami hluturinn,“ segir Sunneva Ása og bætir við að það eina sem hún hefur ekki lagt fyrir sig hvað varðar listsköpun er tónlist. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
„Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 og sá það strax að mig vantaði vinnustofu, það var þá sem ég stofnaði Algera Studio, vinnustofu fyrir listamenn, residensíu og sýningarrými. Með Algera hef ég staðið fyrir mörgum viðburðum og sýningum bæði hér heima og erlendis, meðal annars á Sequences Art Festival, Menningarnótt, Hávaða, Lunga og List án landamæra,“ segir Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona en hún hlaut Grímuverðlaun fyrr í þessari viku fyrir búningahönnun fyrir leikverkið Njálu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.Brynhildur Guðjónsdóttir sem Njáll í verkinu Njála.Mynd/SunnevaEn hvernig kom það til að myndlistarkona var fengin til þess að hanna búninga í leikhúsi? „Þorleifur Örn hringdi bara í mig. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að gera búninga fyrir Njálu, við ákváðum að hittast á fundi á Keflavíkurflugvelli þar sem ég var að fara til Lettlands að vinna og hann á leiðinni til Þýskalands. Eftir fundinn réð hann mig á staðnum. Fyrsta mánuðinn var ég að setja upp sýningu í Marseille svo við tókum Skype-fundi í hverju hádegi. Það sem var svo frábært við Njálu var að allir fengu að koma með hugmyndir, við vorum öll að vinna saman og það var algjört traust og frelsi í sköpuninni,“ segir hún.Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.Mynd/SunnevaÞað er óhætt að segja að Sunneva Ása hafi heldur betur stokkið í djúpu laugina, en Njála er frumraun hennar í búningahönnun í leikhúsi. Nú bjóðast henni mörg verkefni hér heima og erlendis. „Það er frábært að vinna með Þorleifi, hann gefur mér mikið traust til þess að skapa. Næstu tvö árin mun ég vinna með honum. Við erum að frumsýna í Oslo National Theatre 8. september verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins, í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. Í beinu framhaldi munum við Þorleifur setja upp Othello í Dresden í Þýskalandi, þar næst er það uppsetning á Hamlet í Hannover og Óperan Siegfried eftir Wagner í Karlsuhe,“ segir Sunneva Ása. Hún kemur til með að vinna bæði sem búningahönnuður og kóreógrafer, en hún stundaði dansnám frá þriggja ára aldri.Búningur fyrir verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins.Mynd/Sunneva.„Ég hef mikið pælt í því hvaðan listsköpun kemur, en mér finnst hún öll koma frá nákvæmlega sama kjarnanum, sama hvort þú ert að koma fram, leika eða búa til búninga. Ég sæki bara einhverja tilfinningu í magann, ég get ekki þrýst einhverju fram og ég get ekki búið það til, ég þarf að bíða eftir að það komi til mín. Mér finnst það ekki skipta máli í hvaða formi listin birtist, þetta er allt sami hluturinn,“ segir Sunneva Ása og bætir við að það eina sem hún hefur ekki lagt fyrir sig hvað varðar listsköpun er tónlist.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira