Innlent

Hluti Smáralindar rýmdur eftir að brunakerfið fór í gang

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/albert
Hluti Smáralindar var rýmdur skömmu fyrir klukkan níu í kvöld eftir að brunakerfi verslunarmiðstöðvarinnar fór í gang. 

Frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fengust þær upplýsingar að málið hefði ekki komið á þeirra borð. Líklegast væri um að ræða ræsingu díselrafstöðvar í nágrenninu sem hefði haft þessi áhrif. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×