Vísindamenn hafa auga með Bárðarbungu Svavar Hávarðsson skrifar 4. maí 2016 07:00 Eldgosið í Holuhrauni stóð í sex mánuði. Visir/Egill Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindamenn eru með auga á aukinni jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu þessi misserin. Ýmsar kenningar eru uppi um hvað veldur, en engu er hægt að slá föstu. Hópur vísindamanna mun funda á næstunni á vettvangi almannavarna til að gaumgæfa stöðuna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor og jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, segir að allt frá því í haust hafi orðið vart við að jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hafi hægt og bítandi verið að aukast nokkuð. „Við getum ekki verið viss um hvað nákvæmlega er á ferðinni en það þykir líklegt að hér séu á ferðinni viðbrögð sem tengjast jarðhræringunum við Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni, veturinn 2014-2015. Þetta eru grunnir skjálftar sem benda til þess, en það þarf að skoða þetta betur. Það þarf að fylgjast vel með Bárðarbungu, og við erum að fylgjast með jarðhita á svæðinu – hvort hann vex og katlarnir undir jöklinum geti farið að safna vatni og valda hlaupum. Það er ekki enn þá en sigkatlarnir eru heldur að stækka,“ segir Magnús Tumi. Hann útskýrir að skjálftarnir tengist því þegar askja, eins og gerðist í Bárðarbungu, fellur saman þá myndast mikið ójafnvægi á svæðinu. Grunnvatnsborðið fellur til dæmis en þegar það rís aftur myndast þrýstingur og ísblokkirnar byrja að skríða til. „Þetta gæti verið skýringin en það er ekkert hægt að fullyrða um það – að þetta séu viðbrögð við því sem áður gerðist. Maður skyldi þó halda að sá fasi ætti að vera yfirstaðinn núna.“ Fylgst verður grannt með þróun mála við fjallið í sumar, að sögn Magnúsar Tuma. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru að skoða hvort ástæða sé til að setja upp mæli uppi á Bárðarbungu til eftirlits. Þá er í pípunum að vísindamannaráð almannavarna komi saman á næstunni og fari yfir stöðuna – en sá hópur fundaði daglega um langt skeið fyrir og á meðan eldur var uppi í Holuhrauni. „En það lítur enginn svo á að við séum komin í eitthvert krísuástand, eða neitt slíkt. Við þurfum bara að vita hvað er að gerast,“ segir Magnús Tumi og bætir við að engin merki séu um að jarðskjálftavirknin sé undanfari að einhverju stóru, þó um sé að ræða töluverða virkni. Eins og gögn Veðurstofunnar sýna þá má nefna sem dæmi að fimmtán skjálftar mældust við og í Bárðarbunguöskjunni á einum klukkutíma á sunnudagskvöldið – flestir litlir. Hins vegar eru það stóru skjálftarnir sem telja mest segir Magnús Tumi en skjálftar vel rúmlega þrjú stig hafa mælst allnokkrir að undanförnu og skjálfti í apríl mældist 4,2 stig.Öskjusigið vel yfir 60 metrar -Eldgosinu sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst 2014 lauk 27. febrúar 2015. -Jarðhræringarnar hófust 16. ágúst 2014. -Hraunið í Holuhrauni er 85 ferkílómetrar að stærð. -Meðalþykkt þess er um 10 til 14 metrar (mest 40 metrar) og rúmmál þess um 1,4 rúmkílómetrar. -Öskjusig Bárðarbungu var í lok eldgossins vel yfir 60 metrar þar sem mest er. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindamenn eru með auga á aukinni jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu þessi misserin. Ýmsar kenningar eru uppi um hvað veldur, en engu er hægt að slá föstu. Hópur vísindamanna mun funda á næstunni á vettvangi almannavarna til að gaumgæfa stöðuna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor og jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, segir að allt frá því í haust hafi orðið vart við að jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hafi hægt og bítandi verið að aukast nokkuð. „Við getum ekki verið viss um hvað nákvæmlega er á ferðinni en það þykir líklegt að hér séu á ferðinni viðbrögð sem tengjast jarðhræringunum við Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni, veturinn 2014-2015. Þetta eru grunnir skjálftar sem benda til þess, en það þarf að skoða þetta betur. Það þarf að fylgjast vel með Bárðarbungu, og við erum að fylgjast með jarðhita á svæðinu – hvort hann vex og katlarnir undir jöklinum geti farið að safna vatni og valda hlaupum. Það er ekki enn þá en sigkatlarnir eru heldur að stækka,“ segir Magnús Tumi. Hann útskýrir að skjálftarnir tengist því þegar askja, eins og gerðist í Bárðarbungu, fellur saman þá myndast mikið ójafnvægi á svæðinu. Grunnvatnsborðið fellur til dæmis en þegar það rís aftur myndast þrýstingur og ísblokkirnar byrja að skríða til. „Þetta gæti verið skýringin en það er ekkert hægt að fullyrða um það – að þetta séu viðbrögð við því sem áður gerðist. Maður skyldi þó halda að sá fasi ætti að vera yfirstaðinn núna.“ Fylgst verður grannt með þróun mála við fjallið í sumar, að sögn Magnúsar Tuma. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru að skoða hvort ástæða sé til að setja upp mæli uppi á Bárðarbungu til eftirlits. Þá er í pípunum að vísindamannaráð almannavarna komi saman á næstunni og fari yfir stöðuna – en sá hópur fundaði daglega um langt skeið fyrir og á meðan eldur var uppi í Holuhrauni. „En það lítur enginn svo á að við séum komin í eitthvert krísuástand, eða neitt slíkt. Við þurfum bara að vita hvað er að gerast,“ segir Magnús Tumi og bætir við að engin merki séu um að jarðskjálftavirknin sé undanfari að einhverju stóru, þó um sé að ræða töluverða virkni. Eins og gögn Veðurstofunnar sýna þá má nefna sem dæmi að fimmtán skjálftar mældust við og í Bárðarbunguöskjunni á einum klukkutíma á sunnudagskvöldið – flestir litlir. Hins vegar eru það stóru skjálftarnir sem telja mest segir Magnús Tumi en skjálftar vel rúmlega þrjú stig hafa mælst allnokkrir að undanförnu og skjálfti í apríl mældist 4,2 stig.Öskjusigið vel yfir 60 metrar -Eldgosinu sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst 2014 lauk 27. febrúar 2015. -Jarðhræringarnar hófust 16. ágúst 2014. -Hraunið í Holuhrauni er 85 ferkílómetrar að stærð. -Meðalþykkt þess er um 10 til 14 metrar (mest 40 metrar) og rúmmál þess um 1,4 rúmkílómetrar. -Öskjusig Bárðarbungu var í lok eldgossins vel yfir 60 metrar þar sem mest er.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira