Vísindamenn hafa auga með Bárðarbungu Svavar Hávarðsson skrifar 4. maí 2016 07:00 Eldgosið í Holuhrauni stóð í sex mánuði. Visir/Egill Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindamenn eru með auga á aukinni jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu þessi misserin. Ýmsar kenningar eru uppi um hvað veldur, en engu er hægt að slá föstu. Hópur vísindamanna mun funda á næstunni á vettvangi almannavarna til að gaumgæfa stöðuna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor og jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, segir að allt frá því í haust hafi orðið vart við að jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hafi hægt og bítandi verið að aukast nokkuð. „Við getum ekki verið viss um hvað nákvæmlega er á ferðinni en það þykir líklegt að hér séu á ferðinni viðbrögð sem tengjast jarðhræringunum við Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni, veturinn 2014-2015. Þetta eru grunnir skjálftar sem benda til þess, en það þarf að skoða þetta betur. Það þarf að fylgjast vel með Bárðarbungu, og við erum að fylgjast með jarðhita á svæðinu – hvort hann vex og katlarnir undir jöklinum geti farið að safna vatni og valda hlaupum. Það er ekki enn þá en sigkatlarnir eru heldur að stækka,“ segir Magnús Tumi. Hann útskýrir að skjálftarnir tengist því þegar askja, eins og gerðist í Bárðarbungu, fellur saman þá myndast mikið ójafnvægi á svæðinu. Grunnvatnsborðið fellur til dæmis en þegar það rís aftur myndast þrýstingur og ísblokkirnar byrja að skríða til. „Þetta gæti verið skýringin en það er ekkert hægt að fullyrða um það – að þetta séu viðbrögð við því sem áður gerðist. Maður skyldi þó halda að sá fasi ætti að vera yfirstaðinn núna.“ Fylgst verður grannt með þróun mála við fjallið í sumar, að sögn Magnúsar Tuma. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru að skoða hvort ástæða sé til að setja upp mæli uppi á Bárðarbungu til eftirlits. Þá er í pípunum að vísindamannaráð almannavarna komi saman á næstunni og fari yfir stöðuna – en sá hópur fundaði daglega um langt skeið fyrir og á meðan eldur var uppi í Holuhrauni. „En það lítur enginn svo á að við séum komin í eitthvert krísuástand, eða neitt slíkt. Við þurfum bara að vita hvað er að gerast,“ segir Magnús Tumi og bætir við að engin merki séu um að jarðskjálftavirknin sé undanfari að einhverju stóru, þó um sé að ræða töluverða virkni. Eins og gögn Veðurstofunnar sýna þá má nefna sem dæmi að fimmtán skjálftar mældust við og í Bárðarbunguöskjunni á einum klukkutíma á sunnudagskvöldið – flestir litlir. Hins vegar eru það stóru skjálftarnir sem telja mest segir Magnús Tumi en skjálftar vel rúmlega þrjú stig hafa mælst allnokkrir að undanförnu og skjálfti í apríl mældist 4,2 stig.Öskjusigið vel yfir 60 metrar -Eldgosinu sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst 2014 lauk 27. febrúar 2015. -Jarðhræringarnar hófust 16. ágúst 2014. -Hraunið í Holuhrauni er 85 ferkílómetrar að stærð. -Meðalþykkt þess er um 10 til 14 metrar (mest 40 metrar) og rúmmál þess um 1,4 rúmkílómetrar. -Öskjusig Bárðarbungu var í lok eldgossins vel yfir 60 metrar þar sem mest er. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindamenn eru með auga á aukinni jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu þessi misserin. Ýmsar kenningar eru uppi um hvað veldur, en engu er hægt að slá föstu. Hópur vísindamanna mun funda á næstunni á vettvangi almannavarna til að gaumgæfa stöðuna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor og jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, segir að allt frá því í haust hafi orðið vart við að jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hafi hægt og bítandi verið að aukast nokkuð. „Við getum ekki verið viss um hvað nákvæmlega er á ferðinni en það þykir líklegt að hér séu á ferðinni viðbrögð sem tengjast jarðhræringunum við Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni, veturinn 2014-2015. Þetta eru grunnir skjálftar sem benda til þess, en það þarf að skoða þetta betur. Það þarf að fylgjast vel með Bárðarbungu, og við erum að fylgjast með jarðhita á svæðinu – hvort hann vex og katlarnir undir jöklinum geti farið að safna vatni og valda hlaupum. Það er ekki enn þá en sigkatlarnir eru heldur að stækka,“ segir Magnús Tumi. Hann útskýrir að skjálftarnir tengist því þegar askja, eins og gerðist í Bárðarbungu, fellur saman þá myndast mikið ójafnvægi á svæðinu. Grunnvatnsborðið fellur til dæmis en þegar það rís aftur myndast þrýstingur og ísblokkirnar byrja að skríða til. „Þetta gæti verið skýringin en það er ekkert hægt að fullyrða um það – að þetta séu viðbrögð við því sem áður gerðist. Maður skyldi þó halda að sá fasi ætti að vera yfirstaðinn núna.“ Fylgst verður grannt með þróun mála við fjallið í sumar, að sögn Magnúsar Tuma. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru að skoða hvort ástæða sé til að setja upp mæli uppi á Bárðarbungu til eftirlits. Þá er í pípunum að vísindamannaráð almannavarna komi saman á næstunni og fari yfir stöðuna – en sá hópur fundaði daglega um langt skeið fyrir og á meðan eldur var uppi í Holuhrauni. „En það lítur enginn svo á að við séum komin í eitthvert krísuástand, eða neitt slíkt. Við þurfum bara að vita hvað er að gerast,“ segir Magnús Tumi og bætir við að engin merki séu um að jarðskjálftavirknin sé undanfari að einhverju stóru, þó um sé að ræða töluverða virkni. Eins og gögn Veðurstofunnar sýna þá má nefna sem dæmi að fimmtán skjálftar mældust við og í Bárðarbunguöskjunni á einum klukkutíma á sunnudagskvöldið – flestir litlir. Hins vegar eru það stóru skjálftarnir sem telja mest segir Magnús Tumi en skjálftar vel rúmlega þrjú stig hafa mælst allnokkrir að undanförnu og skjálfti í apríl mældist 4,2 stig.Öskjusigið vel yfir 60 metrar -Eldgosinu sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst 2014 lauk 27. febrúar 2015. -Jarðhræringarnar hófust 16. ágúst 2014. -Hraunið í Holuhrauni er 85 ferkílómetrar að stærð. -Meðalþykkt þess er um 10 til 14 metrar (mest 40 metrar) og rúmmál þess um 1,4 rúmkílómetrar. -Öskjusig Bárðarbungu var í lok eldgossins vel yfir 60 metrar þar sem mest er.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira