Óljóst um allt menningarstarf í Reykjanesbæ Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. maí 2016 13:13 Setning Ljósanætur er með stærri menningarviðburðum Reykjanesbæjar ár hvert. Vísir/Stöð 2 Svo gæti farið að niðurskurður verði á allri þjónusta í Reykjanesbæ sem ekki telst til lögbundinna skylduverkefna fari bærinn í greiðslufall eins og stefnir í. Á meðal starfsemi bæjarins sem telst ekki til skylduverkefna er leikskólastarf, tónlistarkennsla, rekstur íþróttamannvirkja og menningarviðburðir á borð við Ljósanótt. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun í dag afhenda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga formlega tilkynningu þess efnis að samningar við kröfuhafa bæjarins hafi mistekist. Fram undan blasir því við greiðslufall á skuldbindingum bæjarins sem mun að öllum líkindum leiða til þess að innanríkisráðuneytið muni skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu.Aðeins lögbundin skylduverkefni tryggð„Ef til skipan fjárhaldsstjórnar kemur þá verður hennar hlutverk að tryggja þessa lögboðnu grunnþjónustu sem okkur sem sveitarfélagi ber að veita íbúum,“ útskýrir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og segir því skólastarf og heilbrigðisþjónustu ekki vera í hættu. Hann segir að ef komi til fjárhaldsstjórnar verði stofnuð nefnd hjá innanríkisráðuneytinu sem muni endurmeta alla starfsemi bæjarfélagsins og ákveða hvað sé nauðsyn og hvað ekki. Þá verði meðal annars tekið mið á hver lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga séu. „Þar verða fjölmörg atriði sem þarf að skoða. Til dæmis Ljósanótt sem kostar okkar 20 milljónir á ári, rekstur Tónlistarskóla, rekstur leikskóla, rekstur íþróttamannvirkja, fyrir utan þau sem okkur ber skylda til að standa undir vegna leikfimikennslu, og annað sem flokkast ekki undir lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstóri Reykjanesbæjar, sendir í dag formlegt erindi til Eftirlitsnefndar sveitafélaga þar sem hann tilkynnir um bæjarfélagið geti ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum.vísirAllt útlit fyrir að Ljósanótt verði í árKjartan Már vonast þó til að skilningur verði fyrir því að sumt geti bæjarfélag ekki verið án, þó svo að ekki sé um lögbundna grunnþjónustu að ræða. Þar leggur hann áherslu á að leikskólastarf haldi áfram því án þess muni allt atvinnulíf lamast. Undirbúningur á Ljósanótt í ár er það langt kominn að allt útlit er fyrir að hún verði haldin með einhverju sniði en Kjartan segist ekki vita hvað svo um bæjarhátíðina. „Við vitum það nú líka að það er ekki hægt að skera samfélag það mikið niður að það vilji enginn vera hérna. Ef það er ekki alvöru mannlíf þá náttúrulega flytja þeir í burtu sem geta og vilja búa við þær aðstæður.“ Tengdar fréttir Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Svo gæti farið að niðurskurður verði á allri þjónusta í Reykjanesbæ sem ekki telst til lögbundinna skylduverkefna fari bærinn í greiðslufall eins og stefnir í. Á meðal starfsemi bæjarins sem telst ekki til skylduverkefna er leikskólastarf, tónlistarkennsla, rekstur íþróttamannvirkja og menningarviðburðir á borð við Ljósanótt. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun í dag afhenda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga formlega tilkynningu þess efnis að samningar við kröfuhafa bæjarins hafi mistekist. Fram undan blasir því við greiðslufall á skuldbindingum bæjarins sem mun að öllum líkindum leiða til þess að innanríkisráðuneytið muni skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu.Aðeins lögbundin skylduverkefni tryggð„Ef til skipan fjárhaldsstjórnar kemur þá verður hennar hlutverk að tryggja þessa lögboðnu grunnþjónustu sem okkur sem sveitarfélagi ber að veita íbúum,“ útskýrir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og segir því skólastarf og heilbrigðisþjónustu ekki vera í hættu. Hann segir að ef komi til fjárhaldsstjórnar verði stofnuð nefnd hjá innanríkisráðuneytinu sem muni endurmeta alla starfsemi bæjarfélagsins og ákveða hvað sé nauðsyn og hvað ekki. Þá verði meðal annars tekið mið á hver lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga séu. „Þar verða fjölmörg atriði sem þarf að skoða. Til dæmis Ljósanótt sem kostar okkar 20 milljónir á ári, rekstur Tónlistarskóla, rekstur leikskóla, rekstur íþróttamannvirkja, fyrir utan þau sem okkur ber skylda til að standa undir vegna leikfimikennslu, og annað sem flokkast ekki undir lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstóri Reykjanesbæjar, sendir í dag formlegt erindi til Eftirlitsnefndar sveitafélaga þar sem hann tilkynnir um bæjarfélagið geti ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum.vísirAllt útlit fyrir að Ljósanótt verði í árKjartan Már vonast þó til að skilningur verði fyrir því að sumt geti bæjarfélag ekki verið án, þó svo að ekki sé um lögbundna grunnþjónustu að ræða. Þar leggur hann áherslu á að leikskólastarf haldi áfram því án þess muni allt atvinnulíf lamast. Undirbúningur á Ljósanótt í ár er það langt kominn að allt útlit er fyrir að hún verði haldin með einhverju sniði en Kjartan segist ekki vita hvað svo um bæjarhátíðina. „Við vitum það nú líka að það er ekki hægt að skera samfélag það mikið niður að það vilji enginn vera hérna. Ef það er ekki alvöru mannlíf þá náttúrulega flytja þeir í burtu sem geta og vilja búa við þær aðstæður.“
Tengdar fréttir Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15
Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00
Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00