Óljóst um allt menningarstarf í Reykjanesbæ Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. maí 2016 13:13 Setning Ljósanætur er með stærri menningarviðburðum Reykjanesbæjar ár hvert. Vísir/Stöð 2 Svo gæti farið að niðurskurður verði á allri þjónusta í Reykjanesbæ sem ekki telst til lögbundinna skylduverkefna fari bærinn í greiðslufall eins og stefnir í. Á meðal starfsemi bæjarins sem telst ekki til skylduverkefna er leikskólastarf, tónlistarkennsla, rekstur íþróttamannvirkja og menningarviðburðir á borð við Ljósanótt. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun í dag afhenda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga formlega tilkynningu þess efnis að samningar við kröfuhafa bæjarins hafi mistekist. Fram undan blasir því við greiðslufall á skuldbindingum bæjarins sem mun að öllum líkindum leiða til þess að innanríkisráðuneytið muni skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu.Aðeins lögbundin skylduverkefni tryggð„Ef til skipan fjárhaldsstjórnar kemur þá verður hennar hlutverk að tryggja þessa lögboðnu grunnþjónustu sem okkur sem sveitarfélagi ber að veita íbúum,“ útskýrir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og segir því skólastarf og heilbrigðisþjónustu ekki vera í hættu. Hann segir að ef komi til fjárhaldsstjórnar verði stofnuð nefnd hjá innanríkisráðuneytinu sem muni endurmeta alla starfsemi bæjarfélagsins og ákveða hvað sé nauðsyn og hvað ekki. Þá verði meðal annars tekið mið á hver lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga séu. „Þar verða fjölmörg atriði sem þarf að skoða. Til dæmis Ljósanótt sem kostar okkar 20 milljónir á ári, rekstur Tónlistarskóla, rekstur leikskóla, rekstur íþróttamannvirkja, fyrir utan þau sem okkur ber skylda til að standa undir vegna leikfimikennslu, og annað sem flokkast ekki undir lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstóri Reykjanesbæjar, sendir í dag formlegt erindi til Eftirlitsnefndar sveitafélaga þar sem hann tilkynnir um bæjarfélagið geti ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum.vísirAllt útlit fyrir að Ljósanótt verði í árKjartan Már vonast þó til að skilningur verði fyrir því að sumt geti bæjarfélag ekki verið án, þó svo að ekki sé um lögbundna grunnþjónustu að ræða. Þar leggur hann áherslu á að leikskólastarf haldi áfram því án þess muni allt atvinnulíf lamast. Undirbúningur á Ljósanótt í ár er það langt kominn að allt útlit er fyrir að hún verði haldin með einhverju sniði en Kjartan segist ekki vita hvað svo um bæjarhátíðina. „Við vitum það nú líka að það er ekki hægt að skera samfélag það mikið niður að það vilji enginn vera hérna. Ef það er ekki alvöru mannlíf þá náttúrulega flytja þeir í burtu sem geta og vilja búa við þær aðstæður.“ Tengdar fréttir Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Svo gæti farið að niðurskurður verði á allri þjónusta í Reykjanesbæ sem ekki telst til lögbundinna skylduverkefna fari bærinn í greiðslufall eins og stefnir í. Á meðal starfsemi bæjarins sem telst ekki til skylduverkefna er leikskólastarf, tónlistarkennsla, rekstur íþróttamannvirkja og menningarviðburðir á borð við Ljósanótt. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun í dag afhenda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga formlega tilkynningu þess efnis að samningar við kröfuhafa bæjarins hafi mistekist. Fram undan blasir því við greiðslufall á skuldbindingum bæjarins sem mun að öllum líkindum leiða til þess að innanríkisráðuneytið muni skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu.Aðeins lögbundin skylduverkefni tryggð„Ef til skipan fjárhaldsstjórnar kemur þá verður hennar hlutverk að tryggja þessa lögboðnu grunnþjónustu sem okkur sem sveitarfélagi ber að veita íbúum,“ útskýrir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og segir því skólastarf og heilbrigðisþjónustu ekki vera í hættu. Hann segir að ef komi til fjárhaldsstjórnar verði stofnuð nefnd hjá innanríkisráðuneytinu sem muni endurmeta alla starfsemi bæjarfélagsins og ákveða hvað sé nauðsyn og hvað ekki. Þá verði meðal annars tekið mið á hver lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga séu. „Þar verða fjölmörg atriði sem þarf að skoða. Til dæmis Ljósanótt sem kostar okkar 20 milljónir á ári, rekstur Tónlistarskóla, rekstur leikskóla, rekstur íþróttamannvirkja, fyrir utan þau sem okkur ber skylda til að standa undir vegna leikfimikennslu, og annað sem flokkast ekki undir lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstóri Reykjanesbæjar, sendir í dag formlegt erindi til Eftirlitsnefndar sveitafélaga þar sem hann tilkynnir um bæjarfélagið geti ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum.vísirAllt útlit fyrir að Ljósanótt verði í árKjartan Már vonast þó til að skilningur verði fyrir því að sumt geti bæjarfélag ekki verið án, þó svo að ekki sé um lögbundna grunnþjónustu að ræða. Þar leggur hann áherslu á að leikskólastarf haldi áfram því án þess muni allt atvinnulíf lamast. Undirbúningur á Ljósanótt í ár er það langt kominn að allt útlit er fyrir að hún verði haldin með einhverju sniði en Kjartan segist ekki vita hvað svo um bæjarhátíðina. „Við vitum það nú líka að það er ekki hægt að skera samfélag það mikið niður að það vilji enginn vera hérna. Ef það er ekki alvöru mannlíf þá náttúrulega flytja þeir í burtu sem geta og vilja búa við þær aðstæður.“
Tengdar fréttir Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15
Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00
Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00