Brjóta ekki á eignarrétti en þurfa að rökstyðja „nei“ í hvert skipti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 15:12 Helgi Áss Grétarsson er dósent við lagadeild Háskóla Íslands vísir Helgi Áss Grétarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt séð geti sveitarfélag tekið upp þá stefnu að standa gegn því að íbúðir séu leigðar út í skammtímaleigu, líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að gera. Slíkt ætti jafnan að vera í samræmi við meginreglur um stjórnskipunarlega eignarréttarvernd og grundvallarreglur um jafnræði og meðalhóf en Helgi telur að ákvörðun sveitarstjórnarinnar í Mýrdalshreppi byggi á tilteknu lagaákvæði í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. „Íbúðir eða hús sem leigð eru út til dæmis í gegnum Airbnb myndu flokkast sem gististaðir án vetinga en samkvæmt lögunum er það svo að sýslumaður á hverjum stað veitir rekstrarleyfi sem skilgreint er í 3. grein laganna. Hann getur hins vegar ekki veitt leyfið fyrr en hann hefur fengið umsögn frá tilteknum aðilum, og þar á meðal sveitarstjórn. Ef einn aðili veitir svo neikvæða umsögn er útilokað fyrir sýslumann að veita rekstarleyfi,“ segir Helgi.Orkar tvímælis ef umsagnir eru neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni Hann bendir á að svo virðist sem Mýrdalshreppur hafi nú ákveðið að beita þessu umsagnarvaldi sínu á neikvæðan hátt. Slíkt getur orkað tvímælis þar sem umsögn sveitarfélagsins þarf að vera skýr og rökstudd í hverju máli fyrir sig samkvæmt fyrrnefndum lögum. „Hér gefur umsagnaraðili sem sagt út að allar umsagnir hans munu verða neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni. Slíkt orkar tvímælis. Sé afstaða sveitarfélagsins hins vegar rökstudd í hverju tilviki og afstaðan byggir á málefnalegum forsendum, verður ekki annað séð en að sveitarfélag geti staðið svona að málum,“ segir Helgi. Þá segir hann einnig að hafa verði hugfast að sveitarfélag getur stýrt þróun fasteigna í krafti skipulagsvalds síns í samræmi við skipulagslög. „Af þessum ástæðum ætti sveitarstjórn iðulega kost á að hafna því að veita jákvæða umsögn í skjóli þess að umsókn um fyrirhugað rekstrarleyfi bryti í bága við fyrirliggjandi skipulag, til dæmis að ekki eigi að blanda saman atvinnurekstri og íbúðarhúsnæði,“ segir Helgi.Fasteignaeigendur geti ekki gert hvað sem er við eignir sínar En þá kviknar spurningin um eignarrétt fasteignaeigenda en eignarrétturinn er stjórnarskrárvarinn. Brjóta þessar takmarkanir sveitarfélagsins ekki í bága við hann? „Ég tel að stjórnskipunarleg eignarréttarvernd tryggi fasteignaeigendum ekki þann rétt að meðhöndla eignir sínar með hvaða hætti sem er því almenni löggjafinn getur sett takmarkanir og það er mjög algengt varðandi það að stýra þróun og eðli fasteigna. Það er meðal annars gert með skipulagslögum og líka með þessum lögum um gististaði, veitingastaði og skemmtanahald. Þannig að ég tel ekki að þetta brjóti við eignarréttsákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Tengdar fréttir Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt séð geti sveitarfélag tekið upp þá stefnu að standa gegn því að íbúðir séu leigðar út í skammtímaleigu, líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að gera. Slíkt ætti jafnan að vera í samræmi við meginreglur um stjórnskipunarlega eignarréttarvernd og grundvallarreglur um jafnræði og meðalhóf en Helgi telur að ákvörðun sveitarstjórnarinnar í Mýrdalshreppi byggi á tilteknu lagaákvæði í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. „Íbúðir eða hús sem leigð eru út til dæmis í gegnum Airbnb myndu flokkast sem gististaðir án vetinga en samkvæmt lögunum er það svo að sýslumaður á hverjum stað veitir rekstrarleyfi sem skilgreint er í 3. grein laganna. Hann getur hins vegar ekki veitt leyfið fyrr en hann hefur fengið umsögn frá tilteknum aðilum, og þar á meðal sveitarstjórn. Ef einn aðili veitir svo neikvæða umsögn er útilokað fyrir sýslumann að veita rekstarleyfi,“ segir Helgi.Orkar tvímælis ef umsagnir eru neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni Hann bendir á að svo virðist sem Mýrdalshreppur hafi nú ákveðið að beita þessu umsagnarvaldi sínu á neikvæðan hátt. Slíkt getur orkað tvímælis þar sem umsögn sveitarfélagsins þarf að vera skýr og rökstudd í hverju máli fyrir sig samkvæmt fyrrnefndum lögum. „Hér gefur umsagnaraðili sem sagt út að allar umsagnir hans munu verða neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni. Slíkt orkar tvímælis. Sé afstaða sveitarfélagsins hins vegar rökstudd í hverju tilviki og afstaðan byggir á málefnalegum forsendum, verður ekki annað séð en að sveitarfélag geti staðið svona að málum,“ segir Helgi. Þá segir hann einnig að hafa verði hugfast að sveitarfélag getur stýrt þróun fasteigna í krafti skipulagsvalds síns í samræmi við skipulagslög. „Af þessum ástæðum ætti sveitarstjórn iðulega kost á að hafna því að veita jákvæða umsögn í skjóli þess að umsókn um fyrirhugað rekstrarleyfi bryti í bága við fyrirliggjandi skipulag, til dæmis að ekki eigi að blanda saman atvinnurekstri og íbúðarhúsnæði,“ segir Helgi.Fasteignaeigendur geti ekki gert hvað sem er við eignir sínar En þá kviknar spurningin um eignarrétt fasteignaeigenda en eignarrétturinn er stjórnarskrárvarinn. Brjóta þessar takmarkanir sveitarfélagsins ekki í bága við hann? „Ég tel að stjórnskipunarleg eignarréttarvernd tryggi fasteignaeigendum ekki þann rétt að meðhöndla eignir sínar með hvaða hætti sem er því almenni löggjafinn getur sett takmarkanir og það er mjög algengt varðandi það að stýra þróun og eðli fasteigna. Það er meðal annars gert með skipulagslögum og líka með þessum lögum um gististaði, veitingastaði og skemmtanahald. Þannig að ég tel ekki að þetta brjóti við eignarréttsákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi.
Tengdar fréttir Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01