Brjóta ekki á eignarrétti en þurfa að rökstyðja „nei“ í hvert skipti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 15:12 Helgi Áss Grétarsson er dósent við lagadeild Háskóla Íslands vísir Helgi Áss Grétarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt séð geti sveitarfélag tekið upp þá stefnu að standa gegn því að íbúðir séu leigðar út í skammtímaleigu, líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að gera. Slíkt ætti jafnan að vera í samræmi við meginreglur um stjórnskipunarlega eignarréttarvernd og grundvallarreglur um jafnræði og meðalhóf en Helgi telur að ákvörðun sveitarstjórnarinnar í Mýrdalshreppi byggi á tilteknu lagaákvæði í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. „Íbúðir eða hús sem leigð eru út til dæmis í gegnum Airbnb myndu flokkast sem gististaðir án vetinga en samkvæmt lögunum er það svo að sýslumaður á hverjum stað veitir rekstrarleyfi sem skilgreint er í 3. grein laganna. Hann getur hins vegar ekki veitt leyfið fyrr en hann hefur fengið umsögn frá tilteknum aðilum, og þar á meðal sveitarstjórn. Ef einn aðili veitir svo neikvæða umsögn er útilokað fyrir sýslumann að veita rekstarleyfi,“ segir Helgi.Orkar tvímælis ef umsagnir eru neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni Hann bendir á að svo virðist sem Mýrdalshreppur hafi nú ákveðið að beita þessu umsagnarvaldi sínu á neikvæðan hátt. Slíkt getur orkað tvímælis þar sem umsögn sveitarfélagsins þarf að vera skýr og rökstudd í hverju máli fyrir sig samkvæmt fyrrnefndum lögum. „Hér gefur umsagnaraðili sem sagt út að allar umsagnir hans munu verða neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni. Slíkt orkar tvímælis. Sé afstaða sveitarfélagsins hins vegar rökstudd í hverju tilviki og afstaðan byggir á málefnalegum forsendum, verður ekki annað séð en að sveitarfélag geti staðið svona að málum,“ segir Helgi. Þá segir hann einnig að hafa verði hugfast að sveitarfélag getur stýrt þróun fasteigna í krafti skipulagsvalds síns í samræmi við skipulagslög. „Af þessum ástæðum ætti sveitarstjórn iðulega kost á að hafna því að veita jákvæða umsögn í skjóli þess að umsókn um fyrirhugað rekstrarleyfi bryti í bága við fyrirliggjandi skipulag, til dæmis að ekki eigi að blanda saman atvinnurekstri og íbúðarhúsnæði,“ segir Helgi.Fasteignaeigendur geti ekki gert hvað sem er við eignir sínar En þá kviknar spurningin um eignarrétt fasteignaeigenda en eignarrétturinn er stjórnarskrárvarinn. Brjóta þessar takmarkanir sveitarfélagsins ekki í bága við hann? „Ég tel að stjórnskipunarleg eignarréttarvernd tryggi fasteignaeigendum ekki þann rétt að meðhöndla eignir sínar með hvaða hætti sem er því almenni löggjafinn getur sett takmarkanir og það er mjög algengt varðandi það að stýra þróun og eðli fasteigna. Það er meðal annars gert með skipulagslögum og líka með þessum lögum um gististaði, veitingastaði og skemmtanahald. Þannig að ég tel ekki að þetta brjóti við eignarréttsákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Tengdar fréttir Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt séð geti sveitarfélag tekið upp þá stefnu að standa gegn því að íbúðir séu leigðar út í skammtímaleigu, líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að gera. Slíkt ætti jafnan að vera í samræmi við meginreglur um stjórnskipunarlega eignarréttarvernd og grundvallarreglur um jafnræði og meðalhóf en Helgi telur að ákvörðun sveitarstjórnarinnar í Mýrdalshreppi byggi á tilteknu lagaákvæði í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. „Íbúðir eða hús sem leigð eru út til dæmis í gegnum Airbnb myndu flokkast sem gististaðir án vetinga en samkvæmt lögunum er það svo að sýslumaður á hverjum stað veitir rekstrarleyfi sem skilgreint er í 3. grein laganna. Hann getur hins vegar ekki veitt leyfið fyrr en hann hefur fengið umsögn frá tilteknum aðilum, og þar á meðal sveitarstjórn. Ef einn aðili veitir svo neikvæða umsögn er útilokað fyrir sýslumann að veita rekstarleyfi,“ segir Helgi.Orkar tvímælis ef umsagnir eru neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni Hann bendir á að svo virðist sem Mýrdalshreppur hafi nú ákveðið að beita þessu umsagnarvaldi sínu á neikvæðan hátt. Slíkt getur orkað tvímælis þar sem umsögn sveitarfélagsins þarf að vera skýr og rökstudd í hverju máli fyrir sig samkvæmt fyrrnefndum lögum. „Hér gefur umsagnaraðili sem sagt út að allar umsagnir hans munu verða neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni. Slíkt orkar tvímælis. Sé afstaða sveitarfélagsins hins vegar rökstudd í hverju tilviki og afstaðan byggir á málefnalegum forsendum, verður ekki annað séð en að sveitarfélag geti staðið svona að málum,“ segir Helgi. Þá segir hann einnig að hafa verði hugfast að sveitarfélag getur stýrt þróun fasteigna í krafti skipulagsvalds síns í samræmi við skipulagslög. „Af þessum ástæðum ætti sveitarstjórn iðulega kost á að hafna því að veita jákvæða umsögn í skjóli þess að umsókn um fyrirhugað rekstrarleyfi bryti í bága við fyrirliggjandi skipulag, til dæmis að ekki eigi að blanda saman atvinnurekstri og íbúðarhúsnæði,“ segir Helgi.Fasteignaeigendur geti ekki gert hvað sem er við eignir sínar En þá kviknar spurningin um eignarrétt fasteignaeigenda en eignarrétturinn er stjórnarskrárvarinn. Brjóta þessar takmarkanir sveitarfélagsins ekki í bága við hann? „Ég tel að stjórnskipunarleg eignarréttarvernd tryggi fasteignaeigendum ekki þann rétt að meðhöndla eignir sínar með hvaða hætti sem er því almenni löggjafinn getur sett takmarkanir og það er mjög algengt varðandi það að stýra þróun og eðli fasteigna. Það er meðal annars gert með skipulagslögum og líka með þessum lögum um gististaði, veitingastaði og skemmtanahald. Þannig að ég tel ekki að þetta brjóti við eignarréttsákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi.
Tengdar fréttir Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01