Jafnrétti til náms Stella Rún Guðmundsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 Þegar ég hóf nám við HÍ í læknisfræði sagði forstöðumaður deildarinnar að þetta nám væri full vinna (meira á próftímabilum) og varaði okkur við því að vinna með námi. Ég lagði mikið á mig til þess að komast inn og vildi leggja allt mitt í námið svo ég tók þá ákvörðun að vinna ekki. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég er núna á mínu öðru ári í læknisfræði og er einn af þeim fjölmörgu nemendum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Samkvæmt úttekt Félagsvísindastofnunar eru það 40% háskólanema. Ég fékk í byrjun annar 708.000 krónur í fyrirframgreiðslu námslána. Það gera 141.000 krónur á mánuði. 118.000 krónur ef júní er tekinn með en önnin klárast ekki fyrr en 22. maí og því eru ekki margir vinnudagar í maí. Samkvæmt neysluviðmiði velferðarráðuneytisins er grunnviðmið einstaklings án barns 102.565 krónur, þ.e.a.s. heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar. Um grunnviðmiðin stendur á vefnum „grunnviðmið gefur vísbendingu um hvað lágmarksútgjöld geti verið í ákveðnum útgjaldaflokkum“. Grunnviðmið er það lægsta sem hægt er að lifa á. Einhvern veginn eigum við námsmenn að framfleyta okkur fyrir minna. Ég bý ein og leigi íbúð á Stúdentagörðum. Leigan er 81.800 krónur á mánuði en ég fæ 22.000 krónur í húsaleigubætur. Ég þarf því að borga 59.800 í leigu. Auk þess þarf ég að borga önnur föst gjöld eins og símreikning og ræktaráskrift. Ég sit því eftir með 71.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég þarf 21.000 krónur til að ná upp í grunnviðmið velferðarráðuneytisins. Það gefur augaleið að lítið má fara úrskeiðis.Í vítahring En ýmislegt hefur farið úrskeiðis, óvænt útgjöld eru óumflýjanleg. Ég þurfti til að mynda að fara í rannsóknir á Landspítalanum á þessari önn. Það kostaði mig 17.000 krónur. Þann mánuðinn var ég með 54.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég spyr þann sem les – myndi það duga þér? Ég byrjaði að vinna á þessari önn þegar ég sá í hvað stefndi. Auk þess þurfti ég að taka yfirdrátt til að geta borgað mat og leigu. Ég þarf að vinna eins og hestur næsta sumar til að borga upp yfirdráttinn en í kjölfarið munu námslánin mín lækka á næsta ári. Frítekjumarkið er einungis 930.000 krónur. Ég er komin í vítahring. Ég er í prófum að læra um töfrandi heim sýkla í von um að síðar geti ég aðstoðað þá sem þeir herja á. Ég get hins vegar ekki notið þess sem skyldi, því ég er með hnút í maga og óbragð í munni. Er háskólanám á Íslandi virkilega einungis fyrir þá sem eiga fjárhagslegt bakland? Hvað með okkur hin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf nám við HÍ í læknisfræði sagði forstöðumaður deildarinnar að þetta nám væri full vinna (meira á próftímabilum) og varaði okkur við því að vinna með námi. Ég lagði mikið á mig til þess að komast inn og vildi leggja allt mitt í námið svo ég tók þá ákvörðun að vinna ekki. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég er núna á mínu öðru ári í læknisfræði og er einn af þeim fjölmörgu nemendum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Samkvæmt úttekt Félagsvísindastofnunar eru það 40% háskólanema. Ég fékk í byrjun annar 708.000 krónur í fyrirframgreiðslu námslána. Það gera 141.000 krónur á mánuði. 118.000 krónur ef júní er tekinn með en önnin klárast ekki fyrr en 22. maí og því eru ekki margir vinnudagar í maí. Samkvæmt neysluviðmiði velferðarráðuneytisins er grunnviðmið einstaklings án barns 102.565 krónur, þ.e.a.s. heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar. Um grunnviðmiðin stendur á vefnum „grunnviðmið gefur vísbendingu um hvað lágmarksútgjöld geti verið í ákveðnum útgjaldaflokkum“. Grunnviðmið er það lægsta sem hægt er að lifa á. Einhvern veginn eigum við námsmenn að framfleyta okkur fyrir minna. Ég bý ein og leigi íbúð á Stúdentagörðum. Leigan er 81.800 krónur á mánuði en ég fæ 22.000 krónur í húsaleigubætur. Ég þarf því að borga 59.800 í leigu. Auk þess þarf ég að borga önnur föst gjöld eins og símreikning og ræktaráskrift. Ég sit því eftir með 71.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég þarf 21.000 krónur til að ná upp í grunnviðmið velferðarráðuneytisins. Það gefur augaleið að lítið má fara úrskeiðis.Í vítahring En ýmislegt hefur farið úrskeiðis, óvænt útgjöld eru óumflýjanleg. Ég þurfti til að mynda að fara í rannsóknir á Landspítalanum á þessari önn. Það kostaði mig 17.000 krónur. Þann mánuðinn var ég með 54.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég spyr þann sem les – myndi það duga þér? Ég byrjaði að vinna á þessari önn þegar ég sá í hvað stefndi. Auk þess þurfti ég að taka yfirdrátt til að geta borgað mat og leigu. Ég þarf að vinna eins og hestur næsta sumar til að borga upp yfirdráttinn en í kjölfarið munu námslánin mín lækka á næsta ári. Frítekjumarkið er einungis 930.000 krónur. Ég er komin í vítahring. Ég er í prófum að læra um töfrandi heim sýkla í von um að síðar geti ég aðstoðað þá sem þeir herja á. Ég get hins vegar ekki notið þess sem skyldi, því ég er með hnút í maga og óbragð í munni. Er háskólanám á Íslandi virkilega einungis fyrir þá sem eiga fjárhagslegt bakland? Hvað með okkur hin?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun