Jafnrétti til náms Stella Rún Guðmundsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 Þegar ég hóf nám við HÍ í læknisfræði sagði forstöðumaður deildarinnar að þetta nám væri full vinna (meira á próftímabilum) og varaði okkur við því að vinna með námi. Ég lagði mikið á mig til þess að komast inn og vildi leggja allt mitt í námið svo ég tók þá ákvörðun að vinna ekki. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég er núna á mínu öðru ári í læknisfræði og er einn af þeim fjölmörgu nemendum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Samkvæmt úttekt Félagsvísindastofnunar eru það 40% háskólanema. Ég fékk í byrjun annar 708.000 krónur í fyrirframgreiðslu námslána. Það gera 141.000 krónur á mánuði. 118.000 krónur ef júní er tekinn með en önnin klárast ekki fyrr en 22. maí og því eru ekki margir vinnudagar í maí. Samkvæmt neysluviðmiði velferðarráðuneytisins er grunnviðmið einstaklings án barns 102.565 krónur, þ.e.a.s. heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar. Um grunnviðmiðin stendur á vefnum „grunnviðmið gefur vísbendingu um hvað lágmarksútgjöld geti verið í ákveðnum útgjaldaflokkum“. Grunnviðmið er það lægsta sem hægt er að lifa á. Einhvern veginn eigum við námsmenn að framfleyta okkur fyrir minna. Ég bý ein og leigi íbúð á Stúdentagörðum. Leigan er 81.800 krónur á mánuði en ég fæ 22.000 krónur í húsaleigubætur. Ég þarf því að borga 59.800 í leigu. Auk þess þarf ég að borga önnur föst gjöld eins og símreikning og ræktaráskrift. Ég sit því eftir með 71.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég þarf 21.000 krónur til að ná upp í grunnviðmið velferðarráðuneytisins. Það gefur augaleið að lítið má fara úrskeiðis.Í vítahring En ýmislegt hefur farið úrskeiðis, óvænt útgjöld eru óumflýjanleg. Ég þurfti til að mynda að fara í rannsóknir á Landspítalanum á þessari önn. Það kostaði mig 17.000 krónur. Þann mánuðinn var ég með 54.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég spyr þann sem les – myndi það duga þér? Ég byrjaði að vinna á þessari önn þegar ég sá í hvað stefndi. Auk þess þurfti ég að taka yfirdrátt til að geta borgað mat og leigu. Ég þarf að vinna eins og hestur næsta sumar til að borga upp yfirdráttinn en í kjölfarið munu námslánin mín lækka á næsta ári. Frítekjumarkið er einungis 930.000 krónur. Ég er komin í vítahring. Ég er í prófum að læra um töfrandi heim sýkla í von um að síðar geti ég aðstoðað þá sem þeir herja á. Ég get hins vegar ekki notið þess sem skyldi, því ég er með hnút í maga og óbragð í munni. Er háskólanám á Íslandi virkilega einungis fyrir þá sem eiga fjárhagslegt bakland? Hvað með okkur hin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf nám við HÍ í læknisfræði sagði forstöðumaður deildarinnar að þetta nám væri full vinna (meira á próftímabilum) og varaði okkur við því að vinna með námi. Ég lagði mikið á mig til þess að komast inn og vildi leggja allt mitt í námið svo ég tók þá ákvörðun að vinna ekki. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég er núna á mínu öðru ári í læknisfræði og er einn af þeim fjölmörgu nemendum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Samkvæmt úttekt Félagsvísindastofnunar eru það 40% háskólanema. Ég fékk í byrjun annar 708.000 krónur í fyrirframgreiðslu námslána. Það gera 141.000 krónur á mánuði. 118.000 krónur ef júní er tekinn með en önnin klárast ekki fyrr en 22. maí og því eru ekki margir vinnudagar í maí. Samkvæmt neysluviðmiði velferðarráðuneytisins er grunnviðmið einstaklings án barns 102.565 krónur, þ.e.a.s. heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar. Um grunnviðmiðin stendur á vefnum „grunnviðmið gefur vísbendingu um hvað lágmarksútgjöld geti verið í ákveðnum útgjaldaflokkum“. Grunnviðmið er það lægsta sem hægt er að lifa á. Einhvern veginn eigum við námsmenn að framfleyta okkur fyrir minna. Ég bý ein og leigi íbúð á Stúdentagörðum. Leigan er 81.800 krónur á mánuði en ég fæ 22.000 krónur í húsaleigubætur. Ég þarf því að borga 59.800 í leigu. Auk þess þarf ég að borga önnur föst gjöld eins og símreikning og ræktaráskrift. Ég sit því eftir með 71.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég þarf 21.000 krónur til að ná upp í grunnviðmið velferðarráðuneytisins. Það gefur augaleið að lítið má fara úrskeiðis.Í vítahring En ýmislegt hefur farið úrskeiðis, óvænt útgjöld eru óumflýjanleg. Ég þurfti til að mynda að fara í rannsóknir á Landspítalanum á þessari önn. Það kostaði mig 17.000 krónur. Þann mánuðinn var ég með 54.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Ég spyr þann sem les – myndi það duga þér? Ég byrjaði að vinna á þessari önn þegar ég sá í hvað stefndi. Auk þess þurfti ég að taka yfirdrátt til að geta borgað mat og leigu. Ég þarf að vinna eins og hestur næsta sumar til að borga upp yfirdráttinn en í kjölfarið munu námslánin mín lækka á næsta ári. Frítekjumarkið er einungis 930.000 krónur. Ég er komin í vítahring. Ég er í prófum að læra um töfrandi heim sýkla í von um að síðar geti ég aðstoðað þá sem þeir herja á. Ég get hins vegar ekki notið þess sem skyldi, því ég er með hnút í maga og óbragð í munni. Er háskólanám á Íslandi virkilega einungis fyrir þá sem eiga fjárhagslegt bakland? Hvað með okkur hin?
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar