Íslenska geð- heilbrigðiskerfið á árinu 2016 Valgeir Matthías Pálsson skrifar 21. apríl 2016 07:00 Ég sá mig knúinn til þess að setjast niður og skrifa örfá orð um íslenska geðheilbrigðiskerfið nú á tímum uppgangs og velsældar. Geðheilbrigðiskerfi sem komið er að fótum fram. Kerfi sem stjórnað er af innantómum upphrópunum, hroka og yfirgangi. Þetta eru leiðarstefin þrjú eins og ég lít á þetta kerfi í dag. Því er þannig fyrir komið, nú á árinu 2016, að mörgum einstaklingum, tugum, jafnvel hundruðum talsins er vísað frá geðdeild Landspítalans. Vegna hvers ætli öllum þessum fjölda sé vísað frá? Getur það verið sparnaðarkrafa frá ríkinu sem spilar þarna inn í eða eru þetta svokallaðar ákvarðanir stjórnenda, bæði millistjórnenda og yfirstjórnenda, sem ráða þarna för? Það er þyngra en tárum taki að skrifa þennan pistil. Fólk sem hefur barist eins og hetjur svo árum og áratugum skiptir við erfiða andlega sjúkdóma t.d. kvíða og þunglyndi er vísað frá geðdeild, stundum með meðalaglasið í annarri hendinni og gylliboð um eitthvað betra í hinni, eitthvað sem kemur kannski einhvern tímann í framtíðinni eða aldrei. Mér finnst erfitt að horfa upp á ungt fólk í þessu landi á barmi örvæntingar og hengiflugið eitt bara eftir. Fólk sem er í blóma lífsins er nefnilega, og takið eftir þessu, að svipta sig lífi vegna þess að þjónustan við það er engin innan Landspítalans eða annarra sjúkrahúsa landsins. Fær ekki hjálpÍslendingar eru að missa margt ungt fólk sem er í blóma lífsins. Fólk sem sökum andlegra erfiðleika getur ekki séð fram á bjartan og nýjan dag. Bara af þeirri einföldu ástæðu að það fær ekki „hjálpina“. Hjálpina við að fóta sig og ná undir sig fótunum á nýjan leik í þjóðfélagi sem allt er byggt á taktföstum mjög miklum hraða. Sem er ekki það sem við viljum. Eða er það, kæru Íslendingar? Ég segi fyrir mig, hafandi verið í geðheilbrigðiskerfinu frá árinu 2001 eða lengur eftir því hvernig á það er litið. Þjónustan við þá sem eiga í hvað mestum erfiðleikum er engin. Fólki er trekk í trekk vísað frá geðdeild vegna einhvers sem það kannski ekki sjálft veit hvers vegna er. En hafandi verið í þessu kerfi svo lengi sem raun ber vitni tel ég mig hafa viðamikla reynslu og þekkingu á því hvernig þetta kerfi virkar í raun og sann. Kerfið virkar þannig að eftir því sem þú hefur verið lengur í kerfinu færðu alltaf minni og minni þjónustu. Ég lagðist mjög oft inn á árunum 2001–2008. Innlagnir sem eru taldar í tugum. Ég veit það ekki en ráðlögðu Finnar okkur Íslendingum ekki eitthvað vegna þess ástands sem hefur ríkt á Íslandi frá árinu 2008? Ég veit að það sem Finnar báðu Íslendinga um var að skera ekki niður fé til velferðarmála. Heldur gefa í þar. En hvað hefur verið gert á Íslandi? Það hefur verið skorið grimmt niður til heilbrigðis- og velferðarmála, allt frá hruni. Þetta er mjög slæm þróun en hún er sönn. Sjálfsvíg eru allof mörg á Íslandi í dag. Það eru margir sem taka líf sitt á hverju ári. Er það ásættanlegt að svo mikill fjöldi taki líf sitt? Ég segi NEI! Brettið upp ermar í þessum málum kæru ráðamenn. Ef ekkert verður að gert í geðheilbrigðismálum á Íslandi í nánustu framtíð, missum við fleira og fleira ungt fólk sem í blóma lífsins missti fótanna og fann enga aðra leið en að ráða sér bana. Það er nefnilega þannig að ungt fólk er framtíð landsins okkar og hana verðum við að varðveita.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ég sá mig knúinn til þess að setjast niður og skrifa örfá orð um íslenska geðheilbrigðiskerfið nú á tímum uppgangs og velsældar. Geðheilbrigðiskerfi sem komið er að fótum fram. Kerfi sem stjórnað er af innantómum upphrópunum, hroka og yfirgangi. Þetta eru leiðarstefin þrjú eins og ég lít á þetta kerfi í dag. Því er þannig fyrir komið, nú á árinu 2016, að mörgum einstaklingum, tugum, jafnvel hundruðum talsins er vísað frá geðdeild Landspítalans. Vegna hvers ætli öllum þessum fjölda sé vísað frá? Getur það verið sparnaðarkrafa frá ríkinu sem spilar þarna inn í eða eru þetta svokallaðar ákvarðanir stjórnenda, bæði millistjórnenda og yfirstjórnenda, sem ráða þarna för? Það er þyngra en tárum taki að skrifa þennan pistil. Fólk sem hefur barist eins og hetjur svo árum og áratugum skiptir við erfiða andlega sjúkdóma t.d. kvíða og þunglyndi er vísað frá geðdeild, stundum með meðalaglasið í annarri hendinni og gylliboð um eitthvað betra í hinni, eitthvað sem kemur kannski einhvern tímann í framtíðinni eða aldrei. Mér finnst erfitt að horfa upp á ungt fólk í þessu landi á barmi örvæntingar og hengiflugið eitt bara eftir. Fólk sem er í blóma lífsins er nefnilega, og takið eftir þessu, að svipta sig lífi vegna þess að þjónustan við það er engin innan Landspítalans eða annarra sjúkrahúsa landsins. Fær ekki hjálpÍslendingar eru að missa margt ungt fólk sem er í blóma lífsins. Fólk sem sökum andlegra erfiðleika getur ekki séð fram á bjartan og nýjan dag. Bara af þeirri einföldu ástæðu að það fær ekki „hjálpina“. Hjálpina við að fóta sig og ná undir sig fótunum á nýjan leik í þjóðfélagi sem allt er byggt á taktföstum mjög miklum hraða. Sem er ekki það sem við viljum. Eða er það, kæru Íslendingar? Ég segi fyrir mig, hafandi verið í geðheilbrigðiskerfinu frá árinu 2001 eða lengur eftir því hvernig á það er litið. Þjónustan við þá sem eiga í hvað mestum erfiðleikum er engin. Fólki er trekk í trekk vísað frá geðdeild vegna einhvers sem það kannski ekki sjálft veit hvers vegna er. En hafandi verið í þessu kerfi svo lengi sem raun ber vitni tel ég mig hafa viðamikla reynslu og þekkingu á því hvernig þetta kerfi virkar í raun og sann. Kerfið virkar þannig að eftir því sem þú hefur verið lengur í kerfinu færðu alltaf minni og minni þjónustu. Ég lagðist mjög oft inn á árunum 2001–2008. Innlagnir sem eru taldar í tugum. Ég veit það ekki en ráðlögðu Finnar okkur Íslendingum ekki eitthvað vegna þess ástands sem hefur ríkt á Íslandi frá árinu 2008? Ég veit að það sem Finnar báðu Íslendinga um var að skera ekki niður fé til velferðarmála. Heldur gefa í þar. En hvað hefur verið gert á Íslandi? Það hefur verið skorið grimmt niður til heilbrigðis- og velferðarmála, allt frá hruni. Þetta er mjög slæm þróun en hún er sönn. Sjálfsvíg eru allof mörg á Íslandi í dag. Það eru margir sem taka líf sitt á hverju ári. Er það ásættanlegt að svo mikill fjöldi taki líf sitt? Ég segi NEI! Brettið upp ermar í þessum málum kæru ráðamenn. Ef ekkert verður að gert í geðheilbrigðismálum á Íslandi í nánustu framtíð, missum við fleira og fleira ungt fólk sem í blóma lífsins missti fótanna og fann enga aðra leið en að ráða sér bana. Það er nefnilega þannig að ungt fólk er framtíð landsins okkar og hana verðum við að varðveita.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar