Íslenska geð- heilbrigðiskerfið á árinu 2016 Valgeir Matthías Pálsson skrifar 21. apríl 2016 07:00 Ég sá mig knúinn til þess að setjast niður og skrifa örfá orð um íslenska geðheilbrigðiskerfið nú á tímum uppgangs og velsældar. Geðheilbrigðiskerfi sem komið er að fótum fram. Kerfi sem stjórnað er af innantómum upphrópunum, hroka og yfirgangi. Þetta eru leiðarstefin þrjú eins og ég lít á þetta kerfi í dag. Því er þannig fyrir komið, nú á árinu 2016, að mörgum einstaklingum, tugum, jafnvel hundruðum talsins er vísað frá geðdeild Landspítalans. Vegna hvers ætli öllum þessum fjölda sé vísað frá? Getur það verið sparnaðarkrafa frá ríkinu sem spilar þarna inn í eða eru þetta svokallaðar ákvarðanir stjórnenda, bæði millistjórnenda og yfirstjórnenda, sem ráða þarna för? Það er þyngra en tárum taki að skrifa þennan pistil. Fólk sem hefur barist eins og hetjur svo árum og áratugum skiptir við erfiða andlega sjúkdóma t.d. kvíða og þunglyndi er vísað frá geðdeild, stundum með meðalaglasið í annarri hendinni og gylliboð um eitthvað betra í hinni, eitthvað sem kemur kannski einhvern tímann í framtíðinni eða aldrei. Mér finnst erfitt að horfa upp á ungt fólk í þessu landi á barmi örvæntingar og hengiflugið eitt bara eftir. Fólk sem er í blóma lífsins er nefnilega, og takið eftir þessu, að svipta sig lífi vegna þess að þjónustan við það er engin innan Landspítalans eða annarra sjúkrahúsa landsins. Fær ekki hjálpÍslendingar eru að missa margt ungt fólk sem er í blóma lífsins. Fólk sem sökum andlegra erfiðleika getur ekki séð fram á bjartan og nýjan dag. Bara af þeirri einföldu ástæðu að það fær ekki „hjálpina“. Hjálpina við að fóta sig og ná undir sig fótunum á nýjan leik í þjóðfélagi sem allt er byggt á taktföstum mjög miklum hraða. Sem er ekki það sem við viljum. Eða er það, kæru Íslendingar? Ég segi fyrir mig, hafandi verið í geðheilbrigðiskerfinu frá árinu 2001 eða lengur eftir því hvernig á það er litið. Þjónustan við þá sem eiga í hvað mestum erfiðleikum er engin. Fólki er trekk í trekk vísað frá geðdeild vegna einhvers sem það kannski ekki sjálft veit hvers vegna er. En hafandi verið í þessu kerfi svo lengi sem raun ber vitni tel ég mig hafa viðamikla reynslu og þekkingu á því hvernig þetta kerfi virkar í raun og sann. Kerfið virkar þannig að eftir því sem þú hefur verið lengur í kerfinu færðu alltaf minni og minni þjónustu. Ég lagðist mjög oft inn á árunum 2001–2008. Innlagnir sem eru taldar í tugum. Ég veit það ekki en ráðlögðu Finnar okkur Íslendingum ekki eitthvað vegna þess ástands sem hefur ríkt á Íslandi frá árinu 2008? Ég veit að það sem Finnar báðu Íslendinga um var að skera ekki niður fé til velferðarmála. Heldur gefa í þar. En hvað hefur verið gert á Íslandi? Það hefur verið skorið grimmt niður til heilbrigðis- og velferðarmála, allt frá hruni. Þetta er mjög slæm þróun en hún er sönn. Sjálfsvíg eru allof mörg á Íslandi í dag. Það eru margir sem taka líf sitt á hverju ári. Er það ásættanlegt að svo mikill fjöldi taki líf sitt? Ég segi NEI! Brettið upp ermar í þessum málum kæru ráðamenn. Ef ekkert verður að gert í geðheilbrigðismálum á Íslandi í nánustu framtíð, missum við fleira og fleira ungt fólk sem í blóma lífsins missti fótanna og fann enga aðra leið en að ráða sér bana. Það er nefnilega þannig að ungt fólk er framtíð landsins okkar og hana verðum við að varðveita.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég sá mig knúinn til þess að setjast niður og skrifa örfá orð um íslenska geðheilbrigðiskerfið nú á tímum uppgangs og velsældar. Geðheilbrigðiskerfi sem komið er að fótum fram. Kerfi sem stjórnað er af innantómum upphrópunum, hroka og yfirgangi. Þetta eru leiðarstefin þrjú eins og ég lít á þetta kerfi í dag. Því er þannig fyrir komið, nú á árinu 2016, að mörgum einstaklingum, tugum, jafnvel hundruðum talsins er vísað frá geðdeild Landspítalans. Vegna hvers ætli öllum þessum fjölda sé vísað frá? Getur það verið sparnaðarkrafa frá ríkinu sem spilar þarna inn í eða eru þetta svokallaðar ákvarðanir stjórnenda, bæði millistjórnenda og yfirstjórnenda, sem ráða þarna för? Það er þyngra en tárum taki að skrifa þennan pistil. Fólk sem hefur barist eins og hetjur svo árum og áratugum skiptir við erfiða andlega sjúkdóma t.d. kvíða og þunglyndi er vísað frá geðdeild, stundum með meðalaglasið í annarri hendinni og gylliboð um eitthvað betra í hinni, eitthvað sem kemur kannski einhvern tímann í framtíðinni eða aldrei. Mér finnst erfitt að horfa upp á ungt fólk í þessu landi á barmi örvæntingar og hengiflugið eitt bara eftir. Fólk sem er í blóma lífsins er nefnilega, og takið eftir þessu, að svipta sig lífi vegna þess að þjónustan við það er engin innan Landspítalans eða annarra sjúkrahúsa landsins. Fær ekki hjálpÍslendingar eru að missa margt ungt fólk sem er í blóma lífsins. Fólk sem sökum andlegra erfiðleika getur ekki séð fram á bjartan og nýjan dag. Bara af þeirri einföldu ástæðu að það fær ekki „hjálpina“. Hjálpina við að fóta sig og ná undir sig fótunum á nýjan leik í þjóðfélagi sem allt er byggt á taktföstum mjög miklum hraða. Sem er ekki það sem við viljum. Eða er það, kæru Íslendingar? Ég segi fyrir mig, hafandi verið í geðheilbrigðiskerfinu frá árinu 2001 eða lengur eftir því hvernig á það er litið. Þjónustan við þá sem eiga í hvað mestum erfiðleikum er engin. Fólki er trekk í trekk vísað frá geðdeild vegna einhvers sem það kannski ekki sjálft veit hvers vegna er. En hafandi verið í þessu kerfi svo lengi sem raun ber vitni tel ég mig hafa viðamikla reynslu og þekkingu á því hvernig þetta kerfi virkar í raun og sann. Kerfið virkar þannig að eftir því sem þú hefur verið lengur í kerfinu færðu alltaf minni og minni þjónustu. Ég lagðist mjög oft inn á árunum 2001–2008. Innlagnir sem eru taldar í tugum. Ég veit það ekki en ráðlögðu Finnar okkur Íslendingum ekki eitthvað vegna þess ástands sem hefur ríkt á Íslandi frá árinu 2008? Ég veit að það sem Finnar báðu Íslendinga um var að skera ekki niður fé til velferðarmála. Heldur gefa í þar. En hvað hefur verið gert á Íslandi? Það hefur verið skorið grimmt niður til heilbrigðis- og velferðarmála, allt frá hruni. Þetta er mjög slæm þróun en hún er sönn. Sjálfsvíg eru allof mörg á Íslandi í dag. Það eru margir sem taka líf sitt á hverju ári. Er það ásættanlegt að svo mikill fjöldi taki líf sitt? Ég segi NEI! Brettið upp ermar í þessum málum kæru ráðamenn. Ef ekkert verður að gert í geðheilbrigðismálum á Íslandi í nánustu framtíð, missum við fleira og fleira ungt fólk sem í blóma lífsins missti fótanna og fann enga aðra leið en að ráða sér bana. Það er nefnilega þannig að ungt fólk er framtíð landsins okkar og hana verðum við að varðveita.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun