Samstaða þeirra sem voru einu sinni Litlar manneskjur Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 22. apríl 2016 13:41 Það er langt síðan ég hef séð jafnmikla samstöðu á veggnum mínum á Facebook og undanfarna daga. Samstaðan felst í því að allt í einu hafa hér um bil allir vinir mínir skipt um forsíðumynd hjá sér í tilefni Barnamenningarhátíðar 2016. Í stað hetjulegra forsíðamynda af sjálfum sér uppi á fjöllum, í sínu fínasta árshátíðarpússi eða með dreyminn svip í fjarlægu landi, þá birtast nú myndir af litlum manneskjum í vöggu, að borða, að skæla, að fara í skólann í fyrsta sinn, í sparifötum á jólunum, að hlæja í fangi ömmu og afa, að borða snúð, að sitja uppstillt í sófa, að vera brosandi með fléttur eða sitja í mjúku grasi með stóra bróður á heitum sumardegi. Við fyllumst ljúfsárri hlýju þegar við sjáum þessar myndir, sem kveikja jafnmargar og ólíkar æskuminningar eins og við erum mörg. Kannski vakna óuppgerðar tilfinningar, sársauki, óöryggi og vanlíðan. Eða öryggi, skjól og kærleikur. Hvernig sem því er háttað, þá förum við ósjálfrátt að hugsa til okkar þegar við vorum lítil og tökum utanum þessar litlu manneskjur sem voru kannski oft óttaslegnar við þessa stóru veröld.Aðalbjörg þegar hún var lítilÉg setti inn mynd af Litlu-mér þar sem ég sat í íslensku roki og sól á kletti á árbakka, brosandi út að eyrum. Minningin sem myndin vakti með mér var þessi: Litla-ég á ferðalagi með foreldrum mínum þegar hamingjan vitjaði mín á sama andartaki og ég brosti framan í framtíðina og fólkið sem elskaði mig umfram allt. Á sama tíma og við minnumst okkar þá hugsum við um hve gott það var að vita ekki þá allt sem ætti eftir að eiga sér stað. Við sáum þó öll fyrir okkur framtíð sem var lituð af þeim veruleika sem við bjuggum í og af þeim fyrirmyndum sem við höfðum; kennurum, konunni í búðinni, ömmu, mömmu, pabba, stóru frænku eða frænda. Nákvæmlega núna erum við þessar fyrirmyndir fyrir litla fólk dagsins í dag. Samstaðan á BabyFacebook er svo sterk vegna þess að við höfum öll verið litlar manneskjur og þess vegna öll verið í sporum litla fólksins í samfélagi nútímans. Við vitum hvernig þeim líður, við vitum hvað hræðir þau, hvað fyllir þau öryggi og hvað gleður þau. Við vitum líka hvers þau óska og vona. Gleymum því ekki þegar við eigum í samskiptum við litla fólkið í samfélaginu okkar í dag. Við munum öll að dýrmætasta tilfinningin sem Litlu-við fundum fyrir, innst í hjarta okkar, var fullvissan um að vera elskuð nákvæmlega eins og við erum. Nú erum við fólkið sem horfum í augu barna, ungmenna og allra annarra og segjum þeim að tilvera þeirra skiptir máli, þau eru elskuð og við ætlum vel fyrir þeim að sjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er langt síðan ég hef séð jafnmikla samstöðu á veggnum mínum á Facebook og undanfarna daga. Samstaðan felst í því að allt í einu hafa hér um bil allir vinir mínir skipt um forsíðumynd hjá sér í tilefni Barnamenningarhátíðar 2016. Í stað hetjulegra forsíðamynda af sjálfum sér uppi á fjöllum, í sínu fínasta árshátíðarpússi eða með dreyminn svip í fjarlægu landi, þá birtast nú myndir af litlum manneskjum í vöggu, að borða, að skæla, að fara í skólann í fyrsta sinn, í sparifötum á jólunum, að hlæja í fangi ömmu og afa, að borða snúð, að sitja uppstillt í sófa, að vera brosandi með fléttur eða sitja í mjúku grasi með stóra bróður á heitum sumardegi. Við fyllumst ljúfsárri hlýju þegar við sjáum þessar myndir, sem kveikja jafnmargar og ólíkar æskuminningar eins og við erum mörg. Kannski vakna óuppgerðar tilfinningar, sársauki, óöryggi og vanlíðan. Eða öryggi, skjól og kærleikur. Hvernig sem því er háttað, þá förum við ósjálfrátt að hugsa til okkar þegar við vorum lítil og tökum utanum þessar litlu manneskjur sem voru kannski oft óttaslegnar við þessa stóru veröld.Aðalbjörg þegar hún var lítilÉg setti inn mynd af Litlu-mér þar sem ég sat í íslensku roki og sól á kletti á árbakka, brosandi út að eyrum. Minningin sem myndin vakti með mér var þessi: Litla-ég á ferðalagi með foreldrum mínum þegar hamingjan vitjaði mín á sama andartaki og ég brosti framan í framtíðina og fólkið sem elskaði mig umfram allt. Á sama tíma og við minnumst okkar þá hugsum við um hve gott það var að vita ekki þá allt sem ætti eftir að eiga sér stað. Við sáum þó öll fyrir okkur framtíð sem var lituð af þeim veruleika sem við bjuggum í og af þeim fyrirmyndum sem við höfðum; kennurum, konunni í búðinni, ömmu, mömmu, pabba, stóru frænku eða frænda. Nákvæmlega núna erum við þessar fyrirmyndir fyrir litla fólk dagsins í dag. Samstaðan á BabyFacebook er svo sterk vegna þess að við höfum öll verið litlar manneskjur og þess vegna öll verið í sporum litla fólksins í samfélagi nútímans. Við vitum hvernig þeim líður, við vitum hvað hræðir þau, hvað fyllir þau öryggi og hvað gleður þau. Við vitum líka hvers þau óska og vona. Gleymum því ekki þegar við eigum í samskiptum við litla fólkið í samfélaginu okkar í dag. Við munum öll að dýrmætasta tilfinningin sem Litlu-við fundum fyrir, innst í hjarta okkar, var fullvissan um að vera elskuð nákvæmlega eins og við erum. Nú erum við fólkið sem horfum í augu barna, ungmenna og allra annarra og segjum þeim að tilvera þeirra skiptir máli, þau eru elskuð og við ætlum vel fyrir þeim að sjá.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun