Samstaða þeirra sem voru einu sinni Litlar manneskjur Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 22. apríl 2016 13:41 Það er langt síðan ég hef séð jafnmikla samstöðu á veggnum mínum á Facebook og undanfarna daga. Samstaðan felst í því að allt í einu hafa hér um bil allir vinir mínir skipt um forsíðumynd hjá sér í tilefni Barnamenningarhátíðar 2016. Í stað hetjulegra forsíðamynda af sjálfum sér uppi á fjöllum, í sínu fínasta árshátíðarpússi eða með dreyminn svip í fjarlægu landi, þá birtast nú myndir af litlum manneskjum í vöggu, að borða, að skæla, að fara í skólann í fyrsta sinn, í sparifötum á jólunum, að hlæja í fangi ömmu og afa, að borða snúð, að sitja uppstillt í sófa, að vera brosandi með fléttur eða sitja í mjúku grasi með stóra bróður á heitum sumardegi. Við fyllumst ljúfsárri hlýju þegar við sjáum þessar myndir, sem kveikja jafnmargar og ólíkar æskuminningar eins og við erum mörg. Kannski vakna óuppgerðar tilfinningar, sársauki, óöryggi og vanlíðan. Eða öryggi, skjól og kærleikur. Hvernig sem því er háttað, þá förum við ósjálfrátt að hugsa til okkar þegar við vorum lítil og tökum utanum þessar litlu manneskjur sem voru kannski oft óttaslegnar við þessa stóru veröld.Aðalbjörg þegar hún var lítilÉg setti inn mynd af Litlu-mér þar sem ég sat í íslensku roki og sól á kletti á árbakka, brosandi út að eyrum. Minningin sem myndin vakti með mér var þessi: Litla-ég á ferðalagi með foreldrum mínum þegar hamingjan vitjaði mín á sama andartaki og ég brosti framan í framtíðina og fólkið sem elskaði mig umfram allt. Á sama tíma og við minnumst okkar þá hugsum við um hve gott það var að vita ekki þá allt sem ætti eftir að eiga sér stað. Við sáum þó öll fyrir okkur framtíð sem var lituð af þeim veruleika sem við bjuggum í og af þeim fyrirmyndum sem við höfðum; kennurum, konunni í búðinni, ömmu, mömmu, pabba, stóru frænku eða frænda. Nákvæmlega núna erum við þessar fyrirmyndir fyrir litla fólk dagsins í dag. Samstaðan á BabyFacebook er svo sterk vegna þess að við höfum öll verið litlar manneskjur og þess vegna öll verið í sporum litla fólksins í samfélagi nútímans. Við vitum hvernig þeim líður, við vitum hvað hræðir þau, hvað fyllir þau öryggi og hvað gleður þau. Við vitum líka hvers þau óska og vona. Gleymum því ekki þegar við eigum í samskiptum við litla fólkið í samfélaginu okkar í dag. Við munum öll að dýrmætasta tilfinningin sem Litlu-við fundum fyrir, innst í hjarta okkar, var fullvissan um að vera elskuð nákvæmlega eins og við erum. Nú erum við fólkið sem horfum í augu barna, ungmenna og allra annarra og segjum þeim að tilvera þeirra skiptir máli, þau eru elskuð og við ætlum vel fyrir þeim að sjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það er langt síðan ég hef séð jafnmikla samstöðu á veggnum mínum á Facebook og undanfarna daga. Samstaðan felst í því að allt í einu hafa hér um bil allir vinir mínir skipt um forsíðumynd hjá sér í tilefni Barnamenningarhátíðar 2016. Í stað hetjulegra forsíðamynda af sjálfum sér uppi á fjöllum, í sínu fínasta árshátíðarpússi eða með dreyminn svip í fjarlægu landi, þá birtast nú myndir af litlum manneskjum í vöggu, að borða, að skæla, að fara í skólann í fyrsta sinn, í sparifötum á jólunum, að hlæja í fangi ömmu og afa, að borða snúð, að sitja uppstillt í sófa, að vera brosandi með fléttur eða sitja í mjúku grasi með stóra bróður á heitum sumardegi. Við fyllumst ljúfsárri hlýju þegar við sjáum þessar myndir, sem kveikja jafnmargar og ólíkar æskuminningar eins og við erum mörg. Kannski vakna óuppgerðar tilfinningar, sársauki, óöryggi og vanlíðan. Eða öryggi, skjól og kærleikur. Hvernig sem því er háttað, þá förum við ósjálfrátt að hugsa til okkar þegar við vorum lítil og tökum utanum þessar litlu manneskjur sem voru kannski oft óttaslegnar við þessa stóru veröld.Aðalbjörg þegar hún var lítilÉg setti inn mynd af Litlu-mér þar sem ég sat í íslensku roki og sól á kletti á árbakka, brosandi út að eyrum. Minningin sem myndin vakti með mér var þessi: Litla-ég á ferðalagi með foreldrum mínum þegar hamingjan vitjaði mín á sama andartaki og ég brosti framan í framtíðina og fólkið sem elskaði mig umfram allt. Á sama tíma og við minnumst okkar þá hugsum við um hve gott það var að vita ekki þá allt sem ætti eftir að eiga sér stað. Við sáum þó öll fyrir okkur framtíð sem var lituð af þeim veruleika sem við bjuggum í og af þeim fyrirmyndum sem við höfðum; kennurum, konunni í búðinni, ömmu, mömmu, pabba, stóru frænku eða frænda. Nákvæmlega núna erum við þessar fyrirmyndir fyrir litla fólk dagsins í dag. Samstaðan á BabyFacebook er svo sterk vegna þess að við höfum öll verið litlar manneskjur og þess vegna öll verið í sporum litla fólksins í samfélagi nútímans. Við vitum hvernig þeim líður, við vitum hvað hræðir þau, hvað fyllir þau öryggi og hvað gleður þau. Við vitum líka hvers þau óska og vona. Gleymum því ekki þegar við eigum í samskiptum við litla fólkið í samfélaginu okkar í dag. Við munum öll að dýrmætasta tilfinningin sem Litlu-við fundum fyrir, innst í hjarta okkar, var fullvissan um að vera elskuð nákvæmlega eins og við erum. Nú erum við fólkið sem horfum í augu barna, ungmenna og allra annarra og segjum þeim að tilvera þeirra skiptir máli, þau eru elskuð og við ætlum vel fyrir þeim að sjá.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar